laugardagur, desember 02, 2006

Moggablogg

Jæja, ég skilaði prófinu mínu í Kyn og fjölmiðlar morgun. Meðal efnis sem ég las fyrir prófið var um netið. Í einni greininni kom fram að meðal þess sem var talinn einn af stærstu kostum netsins í upphafi var hversu auðvelt, ódýrt og aðgengilegt það væri fyrir alla að setja upp eigin netsíðu. Hins vegar hefði þróunin orðið sú að vegna þess hversu stjór og fjársterk sum fjölmiðlafyrirtækin eru þá kostar það orðið ekki undir einni milljón dollara að koma á koppinn vinsælli vefsíðu. Sem sagt ekkert mál að koma einhverju á koppinn en ef síðan á að vera vel sótt og vinsæl þá er eins gott að hafa djúpa vasa.

Mér finnst þetta áhugaverð umræða - hvernig virkar netið í að auka lýðræði og jafnrétti á milli allra hópa? Búin að vera að velta þessu fyrir mér þar sem ein prófspurningin kom inn á þetta atriði. Getur verið að netið nýtist þeim best sem nú þegar hafa völdin? Þar sem þetta er mál málanna akkúrat í augnablikinu ákvað ég að tékka á hverjir væru listaðir upp í "vinsælu bloggunum" á mbl.is. Rak augun í fyrirsögnina þegar ég var að krúsa fréttirnar... og viti menn og konur... tatatata.... vinsælustu bloggin eru karlkyns!


Mér finnst þetta skipta máli í því samhengi að nú er Mogginn einn vinsælasti vefur landsins. Á bak við vefinn standa fjársterkir aðilar - og nokkuð stórt fyrirtæki á íslenskan mælikvarða. Þeir auglýsa hvaða blogg eru vinsæl á vel sótta vefnum sínum. Sem sagt - þeir stýra aðsókn inn á ákveðna vefi. Þarna finnst mér að kynjasjónarhornið eigi að fá að njóta sín og Mogginn eigi að jafna kynjahlutfallið. Það hljóta einhverjar konur að blogga hjá þeim og varla vill Mogginn senda þau skilaboð að þjóðin nenni ekki að hlusta á konur!? Ekki einu sinni eina????? :-o

Engin ummæli: