laugardagur, ágúst 09, 2008

Nálgunarbann sett á

Set hér með nálgunarbann á þá Jón Steinar og Ólaf Börk. Héðan í frá er þeim gert að stíga ekki fæti inn í Hæstarétt vegna þess að rökstuddur grunur leikur á að með því munu þeir raska friði mínum og annarra sem eru þeirrar skoðunar að dómskerfið eigi ekki að vera helsti griðarstaður ofbeldismanna.

Búin að fatta

Aha. Búin að átta mig á hvað það er sem þvælist fyrir Jóni Steinari og Ólafi Berki varðandi nálgunarbannið. Í lögunum segir:

110. gr. a. Heimilt er leggja bann við því að maður komi á tiltekinn stað eða svæði, veiti eftirför, heimsæki eða setji sig með öðru móti í samband við annan mann ef rökstudd ástæða er til að ætla að hann muni fremja afbrot eða raska á annan hátt friði þess manns sem í hlut á.


Farið var fram á nálgunarbann vegna þess að rökstudd ástæða er til að ætla að ofbeldismaðurinn muni fremja afbrot eða raska á annan hátt friði þessarar KONU sem í hlut á!

Skýr eða ekki skýr?

Ég held ég sé bara alveg sammála Jóni Steinari í því að lögin um nálgunarbann séu alveg nægjanlega skýr hvað þetta tiltekna mál varðar. Öðru máli virðist hins vegar gegna um Jón Steinar...

Starf hæstaréttardómara felst ekki í því að vernda frelsi karla til að beita konur ofbeldi. Væri einhver til í að láta mennina tvo sem fengu jobbið sitt út á kyn og klíku vita?

mánudagur, ágúst 04, 2008

Til upplýsinga

Verslunarmannahelgi þar sem búið er að tilkynna um tvö kynferðisbrot telst ekki hafa farið vel fram. Þarf enn þá að upplýsa fólk um að nauðgun er eitt stærsta áfall sem fólk verður fyrir í lífinu?

Sóley hafði upp á ansi fínu myndbandi á TedTalks. Vel þess virði að dreifa svo ég set það hér inn líka...


föstudagur, ágúst 01, 2008

Kvennasaga

Ég ætlaði út að frelsa heiminn en ég fékk enga barnapíu


Úr Veru. 4 tbl. 1983.