föstudagur, júní 27, 2008
Útiveran
Ég held hreinlega að sumarið sé ekki hentugur tími til að blogga... allavega ekki fyrir mig á meðan veðrið er svona gott. Ég tók upp á því að gerast útivera í sumar og má mest lítið vera að því að sitja fyrir framan tölvuna. Hef því ákveðið að blogga lítið sem ekkert í sumar heldur njóta þess að vera úti í góða veðrinu!
Sumarið búið að vera gott so far (eins og sést á bloggleysi). Fræðslan fyrir unglingavinnuna byrjuð og hóparnir hver öðrum skemmtilegri. Síðan er það garðurinn... ef einhver vill er hægt að skemmta sér við að spá í hvort komin verði mynd á garðinn í sumarlok eður ei... spennó spennó! ;) Annars er ég byrjuð að spá í hvort það sé ekki nauðsynlegt að dansa regndansinn af og til nú þegar komnar eru nokkrar plöntur í garðinn. Rigningin er allt í einu mun eftirsóknarverðari en áður.
Að lokum - það er spurning hvort mun teljast meira afrek þegar upp er staðið - að koma garðinum í horf eða að hafa loksins tekist að leysa töfrateninginn!! :)
Hafið það gott í sumar. :)
fimmtudagur, júní 19, 2008
93 ár frá kosningaréttinum
Til hamingju með daginn. Í dag eru liðin 93 ár síðan konur fengu kosningarétt, þ.e. konur 40 ára og eldri! Þetta er því merkisdagur og risastór áfangi í jafnréttisbaráttunni. En það var ekki allt fengið með kosningaréttinum. Það var ekki fyrr en árið 1961 að sett voru lög um launajafnrétti og jafnréttislög komu mun síðar. Í nýjustu Jafnréttislögunum, þeim sem samþykkt voru í vetur, er í fyrsta sinn minnst á kynferðisofbeldi. Já, ekki seinna vænna.
Sýnum stuðning við jafnrétti með því að bera eitthvað bleikt í dag - málum bæinn bleikan.
Sýnum stuðning við jafnrétti með því að bera eitthvað bleikt í dag - málum bæinn bleikan.
mánudagur, júní 16, 2008
sunnudagur, júní 15, 2008
Vogaðu þér að vita
Dare to know var mottó Upplýsingarinnar sem hófst um miðja átjánda öld, eða þar um bil. Mér finnst þetta flott mottó. Ætla að taka það upp varðandi femínismann og jafnréttismál almennt. Vogaðu þér að vita. Það er málið!
föstudagur, júní 13, 2008
Það er von
Þá er Héraðsdómur búinn að skila nýjum dómi í Hótel Sögu nauðgunarmálinu. Í þetta sinn var sakfellt í málinu - réttlætinu sem sagt framfylgt. Það gerist því miður allt of sjaldan í nauðgunarmálum.
Fjórða valdið
Úr fjölmiðlum síðustu daga - oggulítið brot af efni í sama dúr:
Visir.is
Heather Locklear í annarlegu ástandi - Myndir
Pamela brjóstahaldaralaus í Montreal - Myndir
Playboystelpurnar styðja Lakers - Myndir
Lindsay Lohan og Samantha í faðmlögum - Myndir
Drengur mikið brenndur eftir spreningu í húsbíl - MYNDBAND
24 stundir
Fallegustu makar fótboltakappa - 24 stundir - Blað sem kemur þér við! (auglýsing á RUV)
Morgunblaðið
Glæst glyrðuheit í Eyjafirði
**
Jebbs. Ég get ekki lýst því hvað ég er glöð að búa í skynsömu upplýsingasamfélagi með hugsandi verum en ekki aftur í grárri fornöld þegar fólk hreinlega vissi ekkert í sinn haus og óð um í myrkrinu sökum lélegs upplýsingaflæðis... Augljóst að fjórða valdinu er vel treystandi til að flytja fréttir af því sem skiptir máli - enda veit ég fyrir víst að fjölmiðlar leggja ofuráherslu á að trúverðugleiki þeirra skipti öllu máli varðandi hversu vel þeim er treyst.
ps. ætla að hafa þetta hér fyrir neðan því mér finnst það ekki falla í sama flokk og hitt...
Myndbirting í Mogganum með grein um mansal - mynd af kvenmannslegg í netasokkabuxum. Best að hafa umfjöllunina soldið sexý... Sérlega spælandi vegna þess að umfjöllunin sjálf er mjög góð og stendur fyllilega fyrir sínu - algjör óþarfi að ætla að nota „sexið selur“ trixið - það dregur úr vægi fréttarinnar.
Visir.is
Heather Locklear í annarlegu ástandi - Myndir
Pamela brjóstahaldaralaus í Montreal - Myndir
Playboystelpurnar styðja Lakers - Myndir
Lindsay Lohan og Samantha í faðmlögum - Myndir
Drengur mikið brenndur eftir spreningu í húsbíl - MYNDBAND
24 stundir
Fallegustu makar fótboltakappa - 24 stundir - Blað sem kemur þér við! (auglýsing á RUV)
Morgunblaðið
Glæst glyrðuheit í Eyjafirði
**
Jebbs. Ég get ekki lýst því hvað ég er glöð að búa í skynsömu upplýsingasamfélagi með hugsandi verum en ekki aftur í grárri fornöld þegar fólk hreinlega vissi ekkert í sinn haus og óð um í myrkrinu sökum lélegs upplýsingaflæðis... Augljóst að fjórða valdinu er vel treystandi til að flytja fréttir af því sem skiptir máli - enda veit ég fyrir víst að fjölmiðlar leggja ofuráherslu á að trúverðugleiki þeirra skipti öllu máli varðandi hversu vel þeim er treyst.
ps. ætla að hafa þetta hér fyrir neðan því mér finnst það ekki falla í sama flokk og hitt...
Myndbirting í Mogganum með grein um mansal - mynd af kvenmannslegg í netasokkabuxum. Best að hafa umfjöllunina soldið sexý... Sérlega spælandi vegna þess að umfjöllunin sjálf er mjög góð og stendur fyllilega fyrir sínu - algjör óþarfi að ætla að nota „sexið selur“ trixið - það dregur úr vægi fréttarinnar.
þriðjudagur, júní 10, 2008
Þrælahald
Jæja, spurning um að byrja aftur að blogga eftir sumarfrí... við gerðum heilmikið í garðinum en samt er fullt eftir! Hefði verið ljúft að vera lengur en skyldan kallar. Sem betur fer fyrir mig ákvað Skjár 1 að fara í massaherferð til að stuðla að aukningu vændis og mansals í heiminum, ekki veitir af. Áhrifin sú að ég er hætt að geta horft á stöðina og get í staðinn dútlað í garðinum :) Ef ég væri yfirmáta sjálfselsk myndi ég örugglega segja meira svona... hver hefur ekki gott af massívum heilaþvotti til að tryggja viðgang mannréttindabrota?
Nú eru umræður um mansal í kringum EM að komast á skrið. Sá afar furðulega heimasíðu sem ætlað er að berjast gegn mansali. Þar eru kúnnarnir hvattir til að hafa augun opin gagnvart grunsamlegum aðstæðum, svona ef allt lítur ekki út eins og það á að gera... en að öðru leyti látið eins og vændi sé bara í fínu lagi svo framarlega sem ofbeldi er ekki beitt... Algjörlega litið fram hjá því að vændi er í sjálfu sér ofbeldi, samþykkt af sumum en þegar upp er staðið ekkert annað en borguð naugðun. Það sem er enn furðulegra er að körlunum er sagt að hafa ekki samband við yfirvöld heldur frekar hringja í þau samtök sem standa að síðunni ef þá grunar að um mansal sé að ræða. MTV virðist vera með skástu sketsana gegn mansali og öðru þrælahaldi. Mæli sérstaklega með þessum tveim:
og þessu:
Nú eru umræður um mansal í kringum EM að komast á skrið. Sá afar furðulega heimasíðu sem ætlað er að berjast gegn mansali. Þar eru kúnnarnir hvattir til að hafa augun opin gagnvart grunsamlegum aðstæðum, svona ef allt lítur ekki út eins og það á að gera... en að öðru leyti látið eins og vændi sé bara í fínu lagi svo framarlega sem ofbeldi er ekki beitt... Algjörlega litið fram hjá því að vændi er í sjálfu sér ofbeldi, samþykkt af sumum en þegar upp er staðið ekkert annað en borguð naugðun. Það sem er enn furðulegra er að körlunum er sagt að hafa ekki samband við yfirvöld heldur frekar hringja í þau samtök sem standa að síðunni ef þá grunar að um mansal sé að ræða. MTV virðist vera með skástu sketsana gegn mansali og öðru þrælahaldi. Mæli sérstaklega með þessum tveim:
og þessu:
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)