föstudagur, júní 13, 2008

Fjórða valdið

Úr fjölmiðlum síðustu daga - oggulítið brot af efni í sama dúr:

Visir.is
Heather Locklear í annarlegu ástandi - Myndir
Pamela brjóstahaldaralaus í Montreal - Myndir
Playboystelpurnar styðja Lakers - Myndir
Lindsay Lohan og Samantha í faðmlögum - Myndir
Drengur mikið brenndur eftir spreningu í húsbíl - MYNDBAND

24 stundir
Fallegustu makar fótboltakappa - 24 stundir - Blað sem kemur þér við! (auglýsing á RUV)

Morgunblaðið
Glæst glyrðuheit í Eyjafirði


**
Jebbs. Ég get ekki lýst því hvað ég er glöð að búa í skynsömu upplýsingasamfélagi með hugsandi verum en ekki aftur í grárri fornöld þegar fólk hreinlega vissi ekkert í sinn haus og óð um í myrkrinu sökum lélegs upplýsingaflæðis... Augljóst að fjórða valdinu er vel treystandi til að flytja fréttir af því sem skiptir máli - enda veit ég fyrir víst að fjölmiðlar leggja ofuráherslu á að trúverðugleiki þeirra skipti öllu máli varðandi hversu vel þeim er treyst.

ps. ætla að hafa þetta hér fyrir neðan því mér finnst það ekki falla í sama flokk og hitt...

Myndbirting í Mogganum með grein um mansal - mynd af kvenmannslegg í netasokkabuxum. Best að hafa umfjöllunina soldið sexý... Sérlega spælandi vegna þess að umfjöllunin sjálf er mjög góð og stendur fyllilega fyrir sínu - algjör óþarfi að ætla að nota „sexið selur“ trixið - það dregur úr vægi fréttarinnar.

Engin ummæli: