Góðan dag.
Ég má til með að senda ykkur póst vegna auglýsingu fyrir Egils Lite sem ég sá á Skjá 1 í gærkvöldi. Auglýsingin samanstendur af skjáskotum af fjölmörgum afturendum, mismunandi mikið klæddum. Ég sé ekki að auglýsingin sé í samræmi við þau gildi sem þið setjið fram á heimasíðu ykkar þar sem segir meðal annars (undir fyrirsögninni Heiðarleiki):
* Hegðun og framkoma okkar styrkir orðspor fyrirtækisins.
* Við virðum viðskiptavini okkar og væntum þess að þeir geri það sama gagnvart okkur.
Mig langar líka til að benda ykkur á 18. grein jafnréttislaga þar sem segir:
18. gr. Auglýsingar.Auglýsandi, og sá sem hannar eða birtir auglýsingu, skal sjá til þess að auglýsingin sé öðru kyninu ekki til minnkunar, lítilsvirðingar eða stríði gegn jafnri stöðu og jafnrétti kynjanna á nokkurn hátt.
Í kjölfarið á þessari auglýsingu frá ykkur höfum við á mínu heimili ákveðið að hætta að versla vörur frá Ölgerðinni. Okkur líkar ekki það viðhorf sem fram kemur í auglýsingunni og teljum hana lítilsvirðandi fyrir Ölgerðina og þá sem að henni standa. Okkur þykir miður að Ölgerðin hafi valið þessa leið þar sem jólablandið hefur verið ómissandi partur af jólahefðinni hingað til. Mest keypta vínið hér hefur verið frá Rosemount sem við sjáum á heimasíðu ykkar að þið eruð með umboð fyrir. Einnig hefur Egils Kristal verið það vatn sem hér hefur verið keypt - enda er Vífilfell á lista yfir þau fyrirtæki sem við sniðgöngum eftir að þau gerðu svipaða auglýsingu og þá sem hér um ræðir, nema að þá voru brjóst í aðalhlutverki í staðinn fyrir bossa.
Ég mun hér eftir beina mínum viðskiptum til aðila sem ekki stunda sömu leiðir í markaðssetningu. Ég tel að það sé hluti af samfélagslegri ábyrgð fyrirtækja að stuðla að auknu jafnrétti og virðingu í okkar samfélagi en að Ölgerðin hafi ákveðið að fara í þveröfuga átt með þessari markaðssetningu.
Með kveðju,
Katrín Anna Guðmundsdóttir
Ps. Ég tel skylt að geta þess að ég er talskona Femínistafélagsins - þó þetta bréf sé ekki sent í nafni félagsins heldur mínu eigin.
Sýnir færslur með efnisorðinu boycott. Sýna allar færslur
Sýnir færslur með efnisorðinu boycott. Sýna allar færslur
fimmtudagur, nóvember 30, 2006
Meira Boycott
Fyrir nokkrum árum skemmdi Vífilfell fyrir mér jólablandið með því að búa til hallærislegustu og asnalegustu Trópí auglýsingu ever. Ég missti samstundis lyst á Trópí og sendi kvörtunarbréf á markaðsdeildina. Þeirra viðbrögð voru að afsala sér ábyrgð og sendu bréfið á Saga Film og þaðan fékk ég eitthvað lame svar. Eftir það hefur heimilið sniðgengið vörur frá Vífilfelli eftir bestu getu. Það hafði meðal annars þau áhrif að jólablandið hætti að að vera kók, appelsín og malt og varð bara malt og appelsín. Í kvöld sá ég auglýsingu fyrir Egils Lite sem gerir það að verkum að ég hef misst áhugan á að versla við Ölgerðina.... Er ekki búin að senda þeim bréf en það stefnir allt í að jólaöl sé siður sem heyrir sögunni til á þessu heimili - sem er algjör bömmer. Eftir skoðun á heimasíðunni þeirra held ég að það sé tvennt sem ég á eftir að sakna frá þeim:
1. Jólablandið (sem betur fer er ég ekki mikið í gosinu aðra mánuði ársins...).
2. Rosemount vínið - sem er mest keypta vínið á þessu heimili... en ekki vikulegur gestur þannig að við hljótum að lifa það af að þurfa að skipta um tegund...
1. Jólablandið (sem betur fer er ég ekki mikið í gosinu aðra mánuði ársins...).
2. Rosemount vínið - sem er mest keypta vínið á þessu heimili... en ekki vikulegur gestur þannig að við hljótum að lifa það af að þurfa að skipta um tegund...
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)