þriðjudagur, janúar 31, 2006
Ísland næstbest í heimi... á eftir Chile?
Ný ríkisstjórn Chile verður skipuð 10 konum og 10 körlum. Kynjahlutfallið er jafnt. Nýji forsetinn ákvað þetta. Hún er kona. Ísland hefur aldrei verið með jafnt kynjahlutfall í ríkisstjórn. Ísland hefur aldrei verið með konur í meirihluta í ríkisstjórn. Ísland hefur aldrei verið með konu sem forsætisráðherra. Á Íslandi ríkir karlaveldi. Á Chile ríkir líka karlaveldi en núna er framkvæmdavaldið með jafnt kynjahlutfall og forsetinn er kona. Það verður að teljast flott! :)
föstudagur, janúar 27, 2006
þriðjudagur, janúar 24, 2006
Að skella sér í pólitík
Var næstum búin að gleyma að blogga um fundinn hjá Vinstri grænum. Var beðin um að halda fyrirlestur um kvenfrelsismál á vinnufundi hjá þeim á laugardaginn var. Þó ég væri hér um bil síðust á dagskrá mætti ég strax kl. 10 til að geta hlustað á hin erindin. Þetta var mjög gaman og ég lærði margt. Rætt var um börn og skólastörf, aldraða, frístundaheimilin, stöðu fólks af erlendum uppruna og umhverfismál. Ég mætti með langan lista yfir kvenfrelsismálin... á eftir voru síðan vinnustofur þar sem Vinstri græn unnu sína stefnumótun. Ég var ekki þar en er forvitin að sjá stefnuna. Fundurinn var svo skemmtilegur að mig langaði næstum til að skella mér í pólitík í kjölfarið! ;)
Strákar borða skyr og Nóatún á bannlista
Þau undur og stórmerki hafa gerst að nú er strákur í skyrauglýsingu frá MS. Þetta verður að kallast framför :)
Nóatún og 11/11 eru komin á svarta listann. Eftir rúmlega árs baráttu við að fá klám og kvenfyrirlitningu fjarlægt af kassanum ákváðum við að versla frekar hjá samkeppnisaðilanum sem er ekki með klám á kassanum. Sendum verslunarstjórnanum, rekstrarstjóra og forstjóra Kaupáss t-póst með útskýringum á því hvers vegna við værum hætt að versla við þá ásamt upplýsingum um hvað við versluðum mikið hjá þeim síðustu 6 mánuðu. Ekkert svar komið frá þeim enn - en mér er svo sem sama. Nenni ekki endalaust að berja hausnum við steininn og þeirra afstaða er löngu orðin ljós. Er líka alveg viss um að við stöndumst boycottið og stelumst ekki til að laumast í hverfisbúðina við hentugleika. Erum búin að prófa þetta í 2 vikur og það hefur gengið mjög vel að versla annars staðar...
Nóatún og 11/11 eru komin á svarta listann. Eftir rúmlega árs baráttu við að fá klám og kvenfyrirlitningu fjarlægt af kassanum ákváðum við að versla frekar hjá samkeppnisaðilanum sem er ekki með klám á kassanum. Sendum verslunarstjórnanum, rekstrarstjóra og forstjóra Kaupáss t-póst með útskýringum á því hvers vegna við værum hætt að versla við þá ásamt upplýsingum um hvað við versluðum mikið hjá þeim síðustu 6 mánuðu. Ekkert svar komið frá þeim enn - en mér er svo sem sama. Nenni ekki endalaust að berja hausnum við steininn og þeirra afstaða er löngu orðin ljós. Er líka alveg viss um að við stöndumst boycottið og stelumst ekki til að laumast í hverfisbúðina við hentugleika. Erum búin að prófa þetta í 2 vikur og það hefur gengið mjög vel að versla annars staðar...
föstudagur, janúar 20, 2006
Í minningu um góðan dreng
Það er enginn föstudagspistill í dag þar sem ég þurfti að fara í jarðarför. Ég var ekki með það í huga þegar ég skrifaði innleggið í morgun - um Guð og kirkjuna. Og í dag sat ég í kirkju. Í fallegri en óendanlega sorglegri athöfn þar sem ungur karlmaður var kvaddur hinstu kveðju. Dauðinn er óumflýjanlegur hluti tilverunnar en þegar ungt fólk fellur frá í blóma lífsins þá sést vel hversu mikið trúin getur hjálpað. Í dag hugsaði ég um hversu lífið er ósanngjarnt, hversu sorginni er misskipt á milli fólks og hvað margt er einfaldlega fyrir utan okkar mannlega mátt - og mér er illt í hjartanu.
Í dag hugsaði ég um hversu gott það væri að geta trúað á æðri máttarvöld, ekki bara þegar sorgin knýr að dyrum heldur alltaf. Og ég hugsaði um hversu marga kirkjan hlýtur að fæla frá með því að vera ekki í fararbroddi í réttlætiskennd. Það er leitt því margir missa af trúnni fyrir vikið og kirkjan nær ekki að vera öllum sú hjálp sem henni er ætlað að vera. Ég er ekki sérfræðingur í biblíunni en ég hugsaði um hvort að trúin sem Jesús boðaði á sínum tíma hafi ekki verið róttæk, byltingarkennd og í fararbroddi á hans tíma. Mér finnst að kirkjan eigi að reyna að endurheimta sitt sæti sem leiðtogi í andlegum málefnum þar sem jafnrétti og réttlæti er haft að leiðarljósi þannig að okkur sé óhætt að fylgja kirkjunni en það sé ekki öfugt, að kirkjan þurfi að fylgja okkur og taka upp réttlætiskennd og jafnrétti þjóðarinnar síðust af öllum. Sú umræða má bíða betri tíma en núna ætla ég að biðja Guð um að gefa foreldrum hans frænda míns styrk til að takast á við þessa stóru sorg.
Í dag hugsaði ég um hversu gott það væri að geta trúað á æðri máttarvöld, ekki bara þegar sorgin knýr að dyrum heldur alltaf. Og ég hugsaði um hversu marga kirkjan hlýtur að fæla frá með því að vera ekki í fararbroddi í réttlætiskennd. Það er leitt því margir missa af trúnni fyrir vikið og kirkjan nær ekki að vera öllum sú hjálp sem henni er ætlað að vera. Ég er ekki sérfræðingur í biblíunni en ég hugsaði um hvort að trúin sem Jesús boðaði á sínum tíma hafi ekki verið róttæk, byltingarkennd og í fararbroddi á hans tíma. Mér finnst að kirkjan eigi að reyna að endurheimta sitt sæti sem leiðtogi í andlegum málefnum þar sem jafnrétti og réttlæti er haft að leiðarljósi þannig að okkur sé óhætt að fylgja kirkjunni en það sé ekki öfugt, að kirkjan þurfi að fylgja okkur og taka upp réttlætiskennd og jafnrétti þjóðarinnar síðust af öllum. Sú umræða má bíða betri tíma en núna ætla ég að biðja Guð um að gefa foreldrum hans frænda míns styrk til að takast á við þessa stóru sorg.
Guði sé lof...
Mér hefur alltaf þótt að kirkjan ætti að vera í fararbroddi þegar kemur að mannréttindum, kærleika og jafnrétti. Mér hefur þótt það vegna þess að mér þykir það rökrétt miðað við það að trúin á að snúast um hið góða. Hins vegar hefur mér lærst í gegnum árin að fátt eða ekkert er jafn afturhaldssamt þegar kemur að þessum málum og kirkjan. Mér þykir það miður enda gerir þetta það að verkum að kirkjan verður á stundum erfiður vettvangur fyrir fólk með réttlætiskennd. Eins og til dæmis núna. 20 trúfélög hafa sent frá sér yfirlýsingu til að hafna frumvarpi um aukin réttindi samkynhneigðra. Guði sé lof að ég er ekki í neinu af þessum trúfélögum!
For the record: Ég styð frumvarpið um aukin réttindi samkynhneigðra en mér finnst það ganga of skammt. Ég vil að hjónabandið verði opið fyrir einstaklinga af sama kyni og að samkynhneigðir geti fengið kirkjulega blessun á sínu hjónabandi. Vil líka að gagnkynhneigðir einstaklingar fái að ganga í staðfesta samvist.
For the record: Ég styð frumvarpið um aukin réttindi samkynhneigðra en mér finnst það ganga of skammt. Ég vil að hjónabandið verði opið fyrir einstaklinga af sama kyni og að samkynhneigðir geti fengið kirkjulega blessun á sínu hjónabandi. Vil líka að gagnkynhneigðir einstaklingar fái að ganga í staðfesta samvist.
fimmtudagur, janúar 19, 2006
Hvað geta sveitastjórnir gert til að koma á jafnrétti?
Hvað getur borgin gert til að koma á jafnrétti?
Á að flytja erindi um þetta á laugardaginn. Allar hugmyndir vel þegnar :)
Á að flytja erindi um þetta á laugardaginn. Allar hugmyndir vel þegnar :)
mánudagur, janúar 16, 2006
Kynköld eða lesbísk?
Þar sem Virginia var einstaklega kynköld lifðu þau í hjónabandi án kynlífs en Virginia átti í ástarsamböndum við konur.
Blaðið, 16. janúar 2006, bls 24.
föstudagur, janúar 13, 2006
Sökudólgar alls staðar - en axlar einhver ábyrgð?
Pistill fluttur á NFS 13. janúar 2006:
DV hefur verið mikið í umræðunni síðustu daga og ekki að ástæðulausu. Eins og allir vita birti DV frétt þar sem meintur kynferðisbrotamaður var nafngreindur og mynd af honum birt. Í kjölfar fréttarinnar framdi maðurinn sjálfsmorð. Mikið hefur verið rætt um hvort að stefna blaðsins sé siðferðislega réttlætanleg eða ekki.
Ég fagna þeim viðbrögðum sem umfjöllun DV hefur vakið og vona innilega að hún leiði til þess að DV verði lagt niður eða fari á hausinn enda finnst mér DV ekki vera að gera það gagn sem fyrrverandi ritstjórar halda fram. Þeir segjast vera að birta sannleikann og að þetta sé í þágu þolenda en það stenst ekki nánari skoðun. DV er þátttakandi í að viðhalda og skapa það umhverfi sem kynferðisbrot þrífast í. Blaðið vílar ekki fyrir sér að birta auglýsingar frá súlustöðum og símaklámi með tilheyrandi myndbirtingum. Umfjöllun í blaðinu er oft á tíðum full kvenfyrirlitningar. Umfjöllun um kynferðisbrotamenn, nafn- og myndbirting er ekki í samráði við sérfræðinga á sviði kynferðisbrota. Þvert á móti er hún andstætt því sem sérfræðingar telja til hagsbóta fyrir þolendur. En þetta selur og það er drifkrafturinn á bak við fréttamennsku DV. Að búa til nógu krassandi fyrirsagnir því vitað er að við sem neytendur látum skynsemi og siðferðiskennd oft lönd og leið vegna þess að það getur kitlað að lesa um ófarir annarra. Nokkrir blaðamenn á DV fara vel með það efni sem þeir fá til umfjöllunar – EN – heildarstefna blaðsins, innihald og umgjörð byggir ekki á hugsjónum eða samfélagslegri ábyrgð heldur hreinu gróðasjónarmiði.
Þrátt fyrir að ábyrgð fyrrum ritstjóra og eigenda DV sé mikil eru þeir ekki einu sökudólgarnir. Aðrir sem bera ábyrgð hafa sloppið of vel frá umræðunni. Lítið er talað um ábyrgð Fréttablaðsins, vísis.is eða þeirra fjölmörgu verslana og söluturna sem stilla DV upp í auglýsingarömmum í verslunum sínum. Fréttablaðið birtir daglega auglýsingar frá DV þar sem forsíðuefni DV er sýnt á áberandi hátt. DV var þannig ekki eina blaðið sem birti nafn og mynd hins meinta kynferðisbrotamanns. Nafnið, myndin og ásakanir um nauðganir var dreift frítt sama dag af Fréttablaðinu inn á tugþúsundir heimila. Vísir.is birti sömu auglýsingu og veitir netaðgang að blaðinu og þar fengu ásakanir DV frekari farveg. Þessir aðilar bera ábyrgð sem þeir geta ekki fríað sig af eftir á því stefna DV hefur lengi legið ljós fyrir og þetta er ekki í fyrsta sinn sem samskonar vinnubrögð viðgangast. Viðbrögð margra hafa þó verið góð eftir umrætt atvik. Bæði fyrirtæki og neytendur hafa sagt hingað og ekki lengra, enda eru margir allt í einu að gera sér grein fyrir þeim áhrifamætti sem fellst í umfjöllun fjölmiðla.
En ábyrðgaraðilarnir eru fleiri. Stærsti ábyrgðaraðilinn er hið opinbera réttarkerfi sem hefur gjörsamlega brugðist þolendum kynferðisglæpa. Þolendur geta ekki treyst því að fá sanngjarna og réttláta meðferð fyrir dómsstólum vegna þess að kerfið er brotið. Þegar kerfið bregst endar með því að dómstóll götunnar tekur við og gerir það að verkum að fréttamennska eins og stunduð er á DV hefur fengið að þrífast svona lengi. Þeir þingmenn og ráðherrar, sérstaklega dómsmálaráðherra, sem hafa rætt um málið ættu að taka það til sín og vinna að því að gera róttækar breytingar á meðferð kynferðisbrotamála þannig að hægt sé að stóla á að réttvísin nái fram að ganga. Dómstóll götunnar vinnur ekki eftir þeim reglum sem samfélagið hefur komið sér saman um heldur fer sínar eigin leiðir, eins og DV hefur sýnt og sannað. Þá gildir ekki reglan um sakleysi þar til sekt er sönnuð. Þá er heldur ekki víst að tekið sé á málum af siðferðislegri ábyrgð, af þekkingu eða með hagsmuni þolenda að leiðarljósi. Fjölmiðlar eru oft á tíðum nefndir fjórða valdið og ekki að ástæðulausu, enda áhrif þeirra á samfélagið mikil, eins og við höfum orðið vör við vegna umfjöllunar DV og afleiðingunum í kjölfarið.
Ef þú ert á því að réttarkerfið sé ákjósanlegri kostur til dóma vona ég að þú takir þátt í að þrýsta á úrbætur þannig að hægt sé að stóla á að hinir seku og saklausu fái réttláta meðferð fyrir dómstólum – en séu ekki brennimerktir í fjölmiðlum án dóms og laga.
DV hefur verið mikið í umræðunni síðustu daga og ekki að ástæðulausu. Eins og allir vita birti DV frétt þar sem meintur kynferðisbrotamaður var nafngreindur og mynd af honum birt. Í kjölfar fréttarinnar framdi maðurinn sjálfsmorð. Mikið hefur verið rætt um hvort að stefna blaðsins sé siðferðislega réttlætanleg eða ekki.
Ég fagna þeim viðbrögðum sem umfjöllun DV hefur vakið og vona innilega að hún leiði til þess að DV verði lagt niður eða fari á hausinn enda finnst mér DV ekki vera að gera það gagn sem fyrrverandi ritstjórar halda fram. Þeir segjast vera að birta sannleikann og að þetta sé í þágu þolenda en það stenst ekki nánari skoðun. DV er þátttakandi í að viðhalda og skapa það umhverfi sem kynferðisbrot þrífast í. Blaðið vílar ekki fyrir sér að birta auglýsingar frá súlustöðum og símaklámi með tilheyrandi myndbirtingum. Umfjöllun í blaðinu er oft á tíðum full kvenfyrirlitningar. Umfjöllun um kynferðisbrotamenn, nafn- og myndbirting er ekki í samráði við sérfræðinga á sviði kynferðisbrota. Þvert á móti er hún andstætt því sem sérfræðingar telja til hagsbóta fyrir þolendur. En þetta selur og það er drifkrafturinn á bak við fréttamennsku DV. Að búa til nógu krassandi fyrirsagnir því vitað er að við sem neytendur látum skynsemi og siðferðiskennd oft lönd og leið vegna þess að það getur kitlað að lesa um ófarir annarra. Nokkrir blaðamenn á DV fara vel með það efni sem þeir fá til umfjöllunar – EN – heildarstefna blaðsins, innihald og umgjörð byggir ekki á hugsjónum eða samfélagslegri ábyrgð heldur hreinu gróðasjónarmiði.
Þrátt fyrir að ábyrgð fyrrum ritstjóra og eigenda DV sé mikil eru þeir ekki einu sökudólgarnir. Aðrir sem bera ábyrgð hafa sloppið of vel frá umræðunni. Lítið er talað um ábyrgð Fréttablaðsins, vísis.is eða þeirra fjölmörgu verslana og söluturna sem stilla DV upp í auglýsingarömmum í verslunum sínum. Fréttablaðið birtir daglega auglýsingar frá DV þar sem forsíðuefni DV er sýnt á áberandi hátt. DV var þannig ekki eina blaðið sem birti nafn og mynd hins meinta kynferðisbrotamanns. Nafnið, myndin og ásakanir um nauðganir var dreift frítt sama dag af Fréttablaðinu inn á tugþúsundir heimila. Vísir.is birti sömu auglýsingu og veitir netaðgang að blaðinu og þar fengu ásakanir DV frekari farveg. Þessir aðilar bera ábyrgð sem þeir geta ekki fríað sig af eftir á því stefna DV hefur lengi legið ljós fyrir og þetta er ekki í fyrsta sinn sem samskonar vinnubrögð viðgangast. Viðbrögð margra hafa þó verið góð eftir umrætt atvik. Bæði fyrirtæki og neytendur hafa sagt hingað og ekki lengra, enda eru margir allt í einu að gera sér grein fyrir þeim áhrifamætti sem fellst í umfjöllun fjölmiðla.
En ábyrðgaraðilarnir eru fleiri. Stærsti ábyrgðaraðilinn er hið opinbera réttarkerfi sem hefur gjörsamlega brugðist þolendum kynferðisglæpa. Þolendur geta ekki treyst því að fá sanngjarna og réttláta meðferð fyrir dómsstólum vegna þess að kerfið er brotið. Þegar kerfið bregst endar með því að dómstóll götunnar tekur við og gerir það að verkum að fréttamennska eins og stunduð er á DV hefur fengið að þrífast svona lengi. Þeir þingmenn og ráðherrar, sérstaklega dómsmálaráðherra, sem hafa rætt um málið ættu að taka það til sín og vinna að því að gera róttækar breytingar á meðferð kynferðisbrotamála þannig að hægt sé að stóla á að réttvísin nái fram að ganga. Dómstóll götunnar vinnur ekki eftir þeim reglum sem samfélagið hefur komið sér saman um heldur fer sínar eigin leiðir, eins og DV hefur sýnt og sannað. Þá gildir ekki reglan um sakleysi þar til sekt er sönnuð. Þá er heldur ekki víst að tekið sé á málum af siðferðislegri ábyrgð, af þekkingu eða með hagsmuni þolenda að leiðarljósi. Fjölmiðlar eru oft á tíðum nefndir fjórða valdið og ekki að ástæðulausu, enda áhrif þeirra á samfélagið mikil, eins og við höfum orðið vör við vegna umfjöllunar DV og afleiðingunum í kjölfarið.
Ef þú ert á því að réttarkerfið sé ákjósanlegri kostur til dóma vona ég að þú takir þátt í að þrýsta á úrbætur þannig að hægt sé að stóla á að hinir seku og saklausu fái réttláta meðferð fyrir dómstólum – en séu ekki brennimerktir í fjölmiðlum án dóms og laga.
fimmtudagur, janúar 12, 2006
Hvað gerir kona við óþrjótandi birgðir af spínati?
Í gær var annar í afmæli og þá er alltaf við hæfi að hefja nýtt og heilsusamlegra líf. Ég bjó mér því til heilsusamlegan drykk í hádeginu eftir uppskrift úr Grænum kosti. Hann var svo sem allt í lagi, allavega betri en ég átti von á miðað við innihaldið. En... 2 tímum seinna var ég komin með fyrstu pest ársins. Reyndar bara hálsbólgu en sem sönnum súkkulaðifíkli sæmir langar mig auðvitað til að kenna hollustunni um! ;) Ákvað samt að vera skynsöm að halda áfram að lifa heilbrigðu og hollu lífi. Taka 2 á heilsusafanum var því reynd í hádeginu. Þrátt fyrir óþrjótandi birgðir af spínati í ísskápnum var allt hráefnið í drykkinn góða ekki til svo hér kemur mín eigin útgáfa af drykknum:
Handfylli af spínati
Slatti af akúrku
Sítrónusafi
Rifin engiferrót
Tómatsafi
Smá sjávarsalt
Allt sett í blandarann og blandað vel saman. Síðan eru sett út í nokkur frosin jarðaber og hindber og blandað áfram. Hellt í glas og drukkið... nammm.... ehemmmm.
Mæli svo með að spínat verði selt í minni pokum - á ennþá hálfan poka eftir og hvað geri ég við hann? :-/
Handfylli af spínati
Slatti af akúrku
Sítrónusafi
Rifin engiferrót
Tómatsafi
Smá sjávarsalt
Allt sett í blandarann og blandað vel saman. Síðan eru sett út í nokkur frosin jarðaber og hindber og blandað áfram. Hellt í glas og drukkið... nammm.... ehemmmm.
Mæli svo með að spínat verði selt í minni pokum - á ennþá hálfan poka eftir og hvað geri ég við hann? :-/
föstudagur, janúar 06, 2006
Kvenkyns karlrembur
Pistill fluttur á NFS 6. jan 2006:
Hefurðu velt því fyrir þér af hverju stelpur eru æstar í að verða fáklædda Séð og heyrt stúlkan? Af hverju stelpur eru til í að flassa brjóstunum framan í myndavélar þegar þær eru á djamminu? Veistu af hverju hnakkamellan er kölluð nútímakona? Eða af hverju konur vilja læra súludans?
Í bókinni Female Chauvinist Pigs eða Kvenkyns karlrembur, eins og hún gæti heitið á íslensku, leitast höfundurinn Ariel Levy við að svara þessum spurningum. Bókin byrjar á að höfundur fylgist með upptökum á sjónvarpsþættinum Villtar stelpur sem gengur út á að fá stelpur á djamminu til að bera sig fyrir framan myndavélarnar. Þær eru ríkulega verðlaunaðar fyrir og fá kannski hatt eða stuttermabol með merki þáttarins á fyrir ómakið. Það virðist vera furðulega auðvelt að fá stelpurnar til að haga sér eins og framleiðendurnir vilja. Og það er ekki nóg með að konur séu til í að flassa fyrir framan myndavélina. Konur eru stundum furðulega fáklæddar innan um fullklædda karlmenn, þær horfa á klám, fara á súlustaði og ganga með Playboymerkið.
Af hverju? Svarið telur höfundur bókarinnar liggja í nokkrum atriðum. Fyrir það fyrsta þá trúa konurnar að þær öðlist aukið vald með þessari hegðun. Þær vilja öðlast viðurkenningu og verða einar af strákunum – og halda að rétta leiðin til þess sé að koma fram við konur eins og karlmenn gera. Þær halda líka að það felist hugrekki og sjálfstraust í því að koma naktar fram.
Levy hefur greinilega unnið heimavinnuna sína við gerð bókarinnar. Hún talar við og fylgist með framleiðendum og stúlkunum sem taka þátt. Hún fer yfir sögu kvennabaráttunar og baráttuna fyrir auknu kynfrelsi. Hún talar við lesbíur, unglinga og margt fleira. Og svo skoðar hún fyrirmyndirnar. Fyrirmyndir íslenskra ungmenna eru að mörgu leyti þær sömu og bandarískra unglinga. Britney Spears, Paris Hilton, Jenna Jameson og öðrum álíka dívum er hampað eins og gyðjum. Það er eftirsóknarvert að vera eins og þær og gera eins og þær. Og það er nákvæmlega það sem kvenkyns karlrembur gera enda fá þær viðurkenningu fyrir það.
En af hverju er þetta ekki í lagi? Ef konur gangast sjálfviljugar inn í þetta hlutverk er það þá ekki hið besta mál? Ekki segir Ariel Levy og ég er sammála henni í því. Klámvæðingin gengur ekki út á kynfrelsi eða aukna ánægju af kynlífi. Þvert á móti gengur klámvæðingin út á að kynlíf sé neysluvara sem við eigum að neyta eins og hverrar annarar vöru, án tilfinninga og án þess að ánægja af kynlífi skipti máli. Konur eru ekki hvattar til að finna út hvað veitir þeim kynferðislega ánægju heldur eru þær hvattar til að sjá kynlíf og hvað er kynferðislegt út frá augum karlmanna – eða veit einhver hvað er kynferðislegt í augum kvenna? Vita konur sjálfar hvað þeim finnst eftirsóknarvert í kynlífi? Konur eiga að verða kynferðislega örvaðar við að horfa á aðrar konur með sömu augum og mælikvörðum og karlar gera. Það hljómar eins og týpískt tilfelli af heimi þar sem skilgreining karlmannsins á hvað er sexý og hvað ekki, ræður ríkjum. Ef kynin væru á jafnræðisgrundvelli hlyti karlmannslíkaminn að vera jafn hlutgerður, berstrípaður og breyttur með skurðaðgerðum. En svo er ekki.
Levy kemur með enn eina áhugaverða útskýringu á af hverju sumar konur eru tilbúnar til að gangast upp í hinu klámvædda hlutverki kvenna. Útskýringuna tekur hún úr bókinni Kofi Tómasar frænda og vísar þar í frændann sjálfan, þræl sem leit á sjálfan sig sem eign húsbónda síns og fannst það eðlilegt ástand. Honum datt ekki í hug að flýja. Hann elskaði húsbónda sinn og reyndi sitt besta til að fá viðurkenningu frá honum. Hann vildi þóknast manninum með valdið. Á svipaðan hátt má líta á kvenkyns karlrembur klámvæðingarinnar. Konur sem leitast eftir samþykki með því að uppfylla það hlutverk sem að þeim er rétt og trúa að með því nái þær sjálfstæði. En ekkert er fjær sannleikanum. Eins og Levy bendir á í bók sinni þá getur ekki verið að kynlíf snúist um sílikonur og uppgerðan losta. Hún bendir á að kynlíf sé eitt af því áhugaverðasta sem við mannfólkið getum skemmt okkur við en í staðinn fyrir að njóta þess, kanna huga okkar, tilfinningar og kynferðislega ánægju þá smættum við kynlíf niður í tilfinningalausa neysluvöru. Og hver græðir á því? Ekki ég og ekki þú – sama hvort þú ert karl eða kona.
Hefurðu velt því fyrir þér af hverju stelpur eru æstar í að verða fáklædda Séð og heyrt stúlkan? Af hverju stelpur eru til í að flassa brjóstunum framan í myndavélar þegar þær eru á djamminu? Veistu af hverju hnakkamellan er kölluð nútímakona? Eða af hverju konur vilja læra súludans?
Í bókinni Female Chauvinist Pigs eða Kvenkyns karlrembur, eins og hún gæti heitið á íslensku, leitast höfundurinn Ariel Levy við að svara þessum spurningum. Bókin byrjar á að höfundur fylgist með upptökum á sjónvarpsþættinum Villtar stelpur sem gengur út á að fá stelpur á djamminu til að bera sig fyrir framan myndavélarnar. Þær eru ríkulega verðlaunaðar fyrir og fá kannski hatt eða stuttermabol með merki þáttarins á fyrir ómakið. Það virðist vera furðulega auðvelt að fá stelpurnar til að haga sér eins og framleiðendurnir vilja. Og það er ekki nóg með að konur séu til í að flassa fyrir framan myndavélina. Konur eru stundum furðulega fáklæddar innan um fullklædda karlmenn, þær horfa á klám, fara á súlustaði og ganga með Playboymerkið.
Af hverju? Svarið telur höfundur bókarinnar liggja í nokkrum atriðum. Fyrir það fyrsta þá trúa konurnar að þær öðlist aukið vald með þessari hegðun. Þær vilja öðlast viðurkenningu og verða einar af strákunum – og halda að rétta leiðin til þess sé að koma fram við konur eins og karlmenn gera. Þær halda líka að það felist hugrekki og sjálfstraust í því að koma naktar fram.
Levy hefur greinilega unnið heimavinnuna sína við gerð bókarinnar. Hún talar við og fylgist með framleiðendum og stúlkunum sem taka þátt. Hún fer yfir sögu kvennabaráttunar og baráttuna fyrir auknu kynfrelsi. Hún talar við lesbíur, unglinga og margt fleira. Og svo skoðar hún fyrirmyndirnar. Fyrirmyndir íslenskra ungmenna eru að mörgu leyti þær sömu og bandarískra unglinga. Britney Spears, Paris Hilton, Jenna Jameson og öðrum álíka dívum er hampað eins og gyðjum. Það er eftirsóknarvert að vera eins og þær og gera eins og þær. Og það er nákvæmlega það sem kvenkyns karlrembur gera enda fá þær viðurkenningu fyrir það.
En af hverju er þetta ekki í lagi? Ef konur gangast sjálfviljugar inn í þetta hlutverk er það þá ekki hið besta mál? Ekki segir Ariel Levy og ég er sammála henni í því. Klámvæðingin gengur ekki út á kynfrelsi eða aukna ánægju af kynlífi. Þvert á móti gengur klámvæðingin út á að kynlíf sé neysluvara sem við eigum að neyta eins og hverrar annarar vöru, án tilfinninga og án þess að ánægja af kynlífi skipti máli. Konur eru ekki hvattar til að finna út hvað veitir þeim kynferðislega ánægju heldur eru þær hvattar til að sjá kynlíf og hvað er kynferðislegt út frá augum karlmanna – eða veit einhver hvað er kynferðislegt í augum kvenna? Vita konur sjálfar hvað þeim finnst eftirsóknarvert í kynlífi? Konur eiga að verða kynferðislega örvaðar við að horfa á aðrar konur með sömu augum og mælikvörðum og karlar gera. Það hljómar eins og týpískt tilfelli af heimi þar sem skilgreining karlmannsins á hvað er sexý og hvað ekki, ræður ríkjum. Ef kynin væru á jafnræðisgrundvelli hlyti karlmannslíkaminn að vera jafn hlutgerður, berstrípaður og breyttur með skurðaðgerðum. En svo er ekki.
Levy kemur með enn eina áhugaverða útskýringu á af hverju sumar konur eru tilbúnar til að gangast upp í hinu klámvædda hlutverki kvenna. Útskýringuna tekur hún úr bókinni Kofi Tómasar frænda og vísar þar í frændann sjálfan, þræl sem leit á sjálfan sig sem eign húsbónda síns og fannst það eðlilegt ástand. Honum datt ekki í hug að flýja. Hann elskaði húsbónda sinn og reyndi sitt besta til að fá viðurkenningu frá honum. Hann vildi þóknast manninum með valdið. Á svipaðan hátt má líta á kvenkyns karlrembur klámvæðingarinnar. Konur sem leitast eftir samþykki með því að uppfylla það hlutverk sem að þeim er rétt og trúa að með því nái þær sjálfstæði. En ekkert er fjær sannleikanum. Eins og Levy bendir á í bók sinni þá getur ekki verið að kynlíf snúist um sílikonur og uppgerðan losta. Hún bendir á að kynlíf sé eitt af því áhugaverðasta sem við mannfólkið getum skemmt okkur við en í staðinn fyrir að njóta þess, kanna huga okkar, tilfinningar og kynferðislega ánægju þá smættum við kynlíf niður í tilfinningalausa neysluvöru. Og hver græðir á því? Ekki ég og ekki þú – sama hvort þú ert karl eða kona.
fimmtudagur, janúar 05, 2006
My money - Not for Nestlé
Nestlé er auðvitað löngu komið á boycott listann fyrir siðlausa markaðssetningu. Mamma mín átti sér einskis ills von þegar hún opnaði Mackintosh dolluna sem hún keypti fyrir jólin og sá þar nammi sem var kyrfilega merkt "Not for girls" og með bannmerki yfir mynd af konu. Hversu hallærislegt er að setja svoleiðis súkkulaði með Mackintosh namminu? Þetta súkkulaði er ekki partur af Mackintosh fjölskyldunni...
Vonandi fer Nestlé núna á boycott listann á fleiri heimilum en mínu. En ég fékk allavega allt súkkulaðið og get notað í fyrirlestrum, enda hef ég verið dugleg að taka "Not for girls" herferðina fyrir í kennslutímum. Minnkaði samt sýnidæmin um eitt og prófaði að smakka og það var rétt sem mér hafði verið sagt - það er hryllilega vont á bragðið! Veit því fyrir víst að þetta verður eina súkkulaðið sem verður mögulegt að eiga á mínu heimili án þess að hætta sé á að það verði étið...
Vonandi fer Nestlé núna á boycott listann á fleiri heimilum en mínu. En ég fékk allavega allt súkkulaðið og get notað í fyrirlestrum, enda hef ég verið dugleg að taka "Not for girls" herferðina fyrir í kennslutímum. Minnkaði samt sýnidæmin um eitt og prófaði að smakka og það var rétt sem mér hafði verið sagt - það er hryllilega vont á bragðið! Veit því fyrir víst að þetta verður eina súkkulaðið sem verður mögulegt að eiga á mínu heimili án þess að hætta sé á að það verði étið...
þriðjudagur, janúar 03, 2006
Snjólfur er ekki frábær
Var að skoða Moggann frá 31. des. Þar er grein eftir Snjólf - prófessor í viðskiptafræðiskor HÍ (mikið er ég glöð að hafa ekki lært viðskiptafræði hjá honum!). Maðurinn virðist bókstaflega hata femínista. Hann sér ekki ástæðu til að skrifa í blöðin nema það tengist skítkasti út í jafnréttisbaráttuna eða femínista. Núna gerir hann femínistum meira að segja upp skoðanir um Silvíu Nótt og Sirrý - án þess að hafa neitt fyrir sér í því. Þetta finnst mér ómerkilegur málflutningur. Það er lágmark að maðurinn haldi sig við staðreyndir. Getgátur um skoðanir þar sem reynt er að klína einhverju á femínista að tilhæfulausu er í anda DV. Hann getur örugglega fengið vinnu þar seinna meir þegar hann gefst upp á akademíunni....
En í alvöru talað. Mér finnst að maður í hans stöðu eigi að vera pínkulítið vandur að virðingu sinni. Hann má samgleðjast Unni Birnu mín vegna. Kannski er hann svo heppinn að eiga dóttur sjálfur sem hann getur sent í svona konusýningu sem hann er trúir að gangi út á innri fegurð. Af hverju ætli þetta heiti annars fegurðarsamkeppni? Af hverju þarf að koma fram á bikiní? Af hverju þurfa keppendur að vera stífmálaðar, æfa líkamsrækt grimmt og vera með gervineglur? Af hverju þurfa þær að vera ógiftar og barnlausar en mega hafa farið í brjóstastækkun? Svo innri fegurð fái að njóta sín? Finnst heimskulegt að kaupa þau rök að þetta sé keppni í innri fegurð miðað við alla umgjörðina en greinarnar hans Snjólfs í Mogganum gefa reyndar ekkert tilefni til að ætla að hann búi yfir mikilli skynsemi hvort sem er.
En það var fleira í Mogganum. Viðtalið við Eddu var stórfínt og Mogginn hafði mynd af fólksfjöldanum í miðbænum í annálnum. Klikkuðu reyndar á textanum og héldu því fram að þarna væru konur að fagna því að 30 ár eru liðin frá kvennafrídeginum 75 en það er aðeins hluti ástæðunnar. Við erum enn í baráttu og þetta var barátta fyrir betri launakjörum og auknu jafnrétti. Slíkt verður að hafa með í fréttaflutningi.
En í alvöru talað. Mér finnst að maður í hans stöðu eigi að vera pínkulítið vandur að virðingu sinni. Hann má samgleðjast Unni Birnu mín vegna. Kannski er hann svo heppinn að eiga dóttur sjálfur sem hann getur sent í svona konusýningu sem hann er trúir að gangi út á innri fegurð. Af hverju ætli þetta heiti annars fegurðarsamkeppni? Af hverju þarf að koma fram á bikiní? Af hverju þurfa keppendur að vera stífmálaðar, æfa líkamsrækt grimmt og vera með gervineglur? Af hverju þurfa þær að vera ógiftar og barnlausar en mega hafa farið í brjóstastækkun? Svo innri fegurð fái að njóta sín? Finnst heimskulegt að kaupa þau rök að þetta sé keppni í innri fegurð miðað við alla umgjörðina en greinarnar hans Snjólfs í Mogganum gefa reyndar ekkert tilefni til að ætla að hann búi yfir mikilli skynsemi hvort sem er.
En það var fleira í Mogganum. Viðtalið við Eddu var stórfínt og Mogginn hafði mynd af fólksfjöldanum í miðbænum í annálnum. Klikkuðu reyndar á textanum og héldu því fram að þarna væru konur að fagna því að 30 ár eru liðin frá kvennafrídeginum 75 en það er aðeins hluti ástæðunnar. Við erum enn í baráttu og þetta var barátta fyrir betri launakjörum og auknu jafnrétti. Slíkt verður að hafa með í fréttaflutningi.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)