Af hverju er fólk hissa á ofbeldi í miðborginni? Karlmennskuímyndin er hlaðin ofbeldisdýrkun út í gegn. Sjá meðfylgjandi mynd úr leikfangabæklingi og svo eru það auðvitað blessuðu tölvuleikirnir...
En að öðru. Það verður fróðlegt að sjá hvað löggan gerir við Geira á Goldfinger og co eftir næturævintýrið þeirra. Ég hef þvílíka ofurtrú á yfirvaldinu að ég giska á að ekkert verði að gert frekar en venjulega. Fréttaflutningur NFS af málinu var hlægilegur í besta falli. Svo sem ekkert að efnisinnihaldinu en myndbirtingin sem fylgdi með - hvað hafði hún með fréttina að gera? Nákvæmlega ekkert. Virkaði eins og ein stór auglýsing fyrir súlustaðina. Kredibilitíið beið hnekki... en það er svo sem ekki mikið þegar kemur að fréttum sem tengjast súlustöðum á einhvern hátt. Sé alltaf fyrir mér einhverja miðaldra karla sem pissa næstum á sig af spenningi yfir að sjá hálfbera kona sveifla sér á súlu. Og hvar eru myndirnar af kúnnunum? RUV bjargaði þó kvöldinu með fínni frétt um málið - og myndbirtingu sem hæfði fréttinni. 1 - 0 fyrir þeim!
mánudagur, júlí 31, 2006
föstudagur, júlí 28, 2006
GARG
Keypti sófa í afmælisgjöf handa mínum heittelskaða. Voða fínan tveggja sæta lazyboy (and -girl) sófa til að vera með fyrir framan sjónvarpið. Í sjálfu sér ekki í frásögur færandi nema vegna þess að við þurfum sjálf að setja bakið á hann. Sendibílstjórinn sagði að þetta væri ekkert mál - bakið myndi bara renna á og svo var lítil sveif sem þurfti að setja niður. Ok - nú erum við búin að reyna og reyna og reyna en ekkert gengur. Það sem öllu verra er - þau hjá Húsgagnahöllinni lofuðu að koma hingað og kíkja á þetta og smella þessu í lag - ég hringdi fyrst kl. 7 í gær. Þá var mér sagt að hringja aftur í dag, sem ég og gerði. Hringdi kl. 11 og þá var mér sagt að innkaupastjórinn myndi koma en örugglega ekki fyrr en eftir hádegi. Nú er kl. rúmlega 7 og hann er ekki kominn og ekki búinn að hringja! Og ég er orðin pissed... vil fara að nota sófann!!!!!
Gott að vera rík?
Hér er linkur á rosafínan pistil eftir Evu Maríu inn á tikin.is http://www.tikin.is/tikin/leitarnidurstodur/frettir/?cat_id=20827&ew_0_a_id=107752.
Fór í viðtalið á RUV áðan - ekki mitt besta. Þarf greinilega að undirbúa mig aðeins öðruvísi - back to the basics eins og kona segir :) En svo er kannski bara gott að vera mistæk... þó ég væri alveg til í að vera það ekki!
Það var bent á það á femínistapóstlistanum hvað það væri óþolandi að karlar skipa alltaf efstu sætin yfir tekjuhæstu einstaklingana. Jamm tek undir það. Þangað til hlutirnir komast í lag læt ég mig dreyma um að vera fáránlega rík. Spáið í hvað ég gæti gert við peningana... myndi ekki kaupa mér snekkju en sé fyrir mér alls kyns skemmtilega auglýsingar - út um allt!!!! Svo ekki sé nú talað um eigin fjölmiðil og fleira gott sem ég myndi fjárfesta í - allt með eitt markmið að leiðarljósi.
Fór í viðtalið á RUV áðan - ekki mitt besta. Þarf greinilega að undirbúa mig aðeins öðruvísi - back to the basics eins og kona segir :) En svo er kannski bara gott að vera mistæk... þó ég væri alveg til í að vera það ekki!
Það var bent á það á femínistapóstlistanum hvað það væri óþolandi að karlar skipa alltaf efstu sætin yfir tekjuhæstu einstaklingana. Jamm tek undir það. Þangað til hlutirnir komast í lag læt ég mig dreyma um að vera fáránlega rík. Spáið í hvað ég gæti gert við peningana... myndi ekki kaupa mér snekkju en sé fyrir mér alls kyns skemmtilega auglýsingar - út um allt!!!! Svo ekki sé nú talað um eigin fjölmiðil og fleira gott sem ég myndi fjárfesta í - allt með eitt markmið að leiðarljósi.
Betra að horfa en gera????
Þá eru Chippendales að koma til landsins - fluttir inn af karlmanni og munu eflaust virka sem fínt aliby í umræðunni um súlustaði í framtíðinni... "já en Chippendales komu og þá fóru næstum 1000 konur og öskruðu og görguðu yfir þeim þannig að þetta hlýtur að vera í lagi!" Verður fróðlegt að fylgjast með umræðunni í kringum þetta en "fréttin" um þetta inn á visir.is er í meira lagi undarleg. Þar eru karlarnir ekki fólk heldur folar og þar að auki fullkomnir. Það er sem sagt ekkert verið að fela það að hinn fullkomni karlmaður er kjötstykki en ekki manneskja... skv fréttatilkynningunni. Ekki mér. Ónei... Svo er því líka haldið fram að konur alls staðar að úr heiminum segi að sýningin sé betri en kynlíf. Er þetta ekki áfellisdómur yfir frammistöðu bólfélaga þeirra í rúminu????
Allavega - fer væntanlega í Síðdegisútvarpið á eftir að ræða þetta.
Allavega - fer væntanlega í Síðdegisútvarpið á eftir að ræða þetta.
þriðjudagur, júlí 25, 2006
Wonder why?
Hér er brot úr bókinni Doing Leadership Differently eftir Amanda Sinclair (bls 178):
For the few women in leadership roles, there has been no discernible reinforcing relationship between being a leader and being a woman. Indeed, being 'seen' as a woman diminishes one´s leadership. Behaviours which draw attention to sex - such as displays of overt femininity, being pregnant, references to family, wearing colorful or expressive clothes, lobbying for women or adopting explicit feminist stances - typically diminsh a woman's leadership potential in the eyes of observers. This dilemma gives aspiring female leaders an extra handicap and strips them of the potentially reinforcing source of identity and esteem which many male leaders continue to enjoy.
This explains why women, consciously and unconsciously, have used all sorts of strategies to conceal gender and sexuality, to camouflage, to blend in rather than stand out. By dressing in particular ways, by playing along with the jokes, by not supporting other women, by not allowing oneself to be associated with 'women´s issues' or by seeding to minimise one´s absences from the workplace for maternal or family reasons, women have sought to reduce the visibility and the impact of their gender and their sexuality.
But this strategy is self-defeating, as shown in this and other research. Women´s effort to conceal sex expose them to charges of 'trying to hard to be one of the boys'. And the constant effort of concealment deprives women of an important part of identity, a sense of self which rightly should be a central and reinforcing component of their leadership. Nor has the camouflage strategy produced other sought-after outcomes. It has not enabled many more women to assume leadership positions or facilitated a recognition and celebration of range of approaches to leadership among women.
********
Mér finnst afar áhugavert að pæla í svona hlutum.
For the few women in leadership roles, there has been no discernible reinforcing relationship between being a leader and being a woman. Indeed, being 'seen' as a woman diminishes one´s leadership. Behaviours which draw attention to sex - such as displays of overt femininity, being pregnant, references to family, wearing colorful or expressive clothes, lobbying for women or adopting explicit feminist stances - typically diminsh a woman's leadership potential in the eyes of observers. This dilemma gives aspiring female leaders an extra handicap and strips them of the potentially reinforcing source of identity and esteem which many male leaders continue to enjoy.
This explains why women, consciously and unconsciously, have used all sorts of strategies to conceal gender and sexuality, to camouflage, to blend in rather than stand out. By dressing in particular ways, by playing along with the jokes, by not supporting other women, by not allowing oneself to be associated with 'women´s issues' or by seeding to minimise one´s absences from the workplace for maternal or family reasons, women have sought to reduce the visibility and the impact of their gender and their sexuality.
But this strategy is self-defeating, as shown in this and other research. Women´s effort to conceal sex expose them to charges of 'trying to hard to be one of the boys'. And the constant effort of concealment deprives women of an important part of identity, a sense of self which rightly should be a central and reinforcing component of their leadership. Nor has the camouflage strategy produced other sought-after outcomes. It has not enabled many more women to assume leadership positions or facilitated a recognition and celebration of range of approaches to leadership among women.
********
Mér finnst afar áhugavert að pæla í svona hlutum.
mánudagur, júlí 24, 2006
Á hvalbaki
"Besta mynd ársins heitir Whale Rider. Kvikmyndaformið var fundið upp fyrir svona myndir!" Ain´t it Cool News.
Skil ekki hvernig þessari mynd tókst að fara fram hjá mér á sínum tíma. Mætti segja að þetta væri hin fullkomna mynd ;) Myndin er um unga stúlku, Paikeu, sem er frumbyggi á Nýja-Sjálandi. Feðraveldið er allsráðandi - en Paikea þekkir sitt hlutverk þrátt fyrir að vera stelpa... Myndin er femínísk út í gegn, falleg, sorgleg, róleg, spennandi og allt þar á milli en fyrst og fremst er þetta einstaklega mannleg mynd sem nær að skapa trúverðugar persónur og skilja eftir sig sterk hughrif. Ef einhver vill forvitnast meira um myndina þá er slóðin á heimasíðuna http://www.whaleriderthemovie.com.
Myndin hlaut fjölmörg verðlaun og stelpan sem leikur Paikea var útnefnd til Óskarsverðlauna sem besta leikkona í aðalhlutverki - yngsti leikari sem hefur hlotið þá tilnefningu - og skrýtið að hún skuli ekki hafa unnið. Mæli allavega með þessari mynd næst þegar þið farið út á leigu...
Skil ekki hvernig þessari mynd tókst að fara fram hjá mér á sínum tíma. Mætti segja að þetta væri hin fullkomna mynd ;) Myndin er um unga stúlku, Paikeu, sem er frumbyggi á Nýja-Sjálandi. Feðraveldið er allsráðandi - en Paikea þekkir sitt hlutverk þrátt fyrir að vera stelpa... Myndin er femínísk út í gegn, falleg, sorgleg, róleg, spennandi og allt þar á milli en fyrst og fremst er þetta einstaklega mannleg mynd sem nær að skapa trúverðugar persónur og skilja eftir sig sterk hughrif. Ef einhver vill forvitnast meira um myndina þá er slóðin á heimasíðuna http://www.whaleriderthemovie.com.
Myndin hlaut fjölmörg verðlaun og stelpan sem leikur Paikea var útnefnd til Óskarsverðlauna sem besta leikkona í aðalhlutverki - yngsti leikari sem hefur hlotið þá tilnefningu - og skrýtið að hún skuli ekki hafa unnið. Mæli allavega með þessari mynd næst þegar þið farið út á leigu...
þriðjudagur, júlí 18, 2006
Úr ýmsum áttum
Mæli með Óþekkt síðasta laugardags (hægt að skoða á visir.is - veftv), sérstaklega viðtalinu við Gísla Martein sem var óborganlega fyndið. Gaman að sjá viðsnúning á hefðbundnum spurningum til kvenna - og allir þátttakandur héldu andlitinu í gegnum þetta skemmtilega viðtal :) Það er ekki að ástæðulausu að Óþekktin er uppáhaldssjónvarpsþátturinn minn!
Annars er nóg búið að vera að gera við að heimsækja krakka í vinnuskólanum - og þannig verður það út vikuna. Það er bæði gaman og áhugavert að hitta krakka á þessum aldri og spjalla við þau um jafnréttimál en hóparnir eru eins misjafnir og þeir eru margir. Stundum kem ég svífandi út og hugsa um hvað þetta væri lítið mál að koma á jafnrétti ef krakkarnir fengju almennilega jafnréttisfræðslu í grunnskóla - og stundum hugsa ég um hvað er hrikalega langt í land... Ég vona bara að þetta skilji eftir nokkrar spurningar í kollinum á krökkunum og að þau taki eftir ólíkum hlutum í umhverfinu í framhaldinu. Það er allavega ekki spurning að þetta kveikir slatta af spurningum í mínum kolli.
En jæja - best að drífa sig í labbitúr fyrir háttinn. Hér kemur uppskrift úr matarboði kvöldsins - hrikalega gott og auðvelt að búa til.
* Kjúklingabringur skornar í bita, marineraðar í Satay sósu og síðan steiktar á pönnu.
* Búið til kúskús - maraccoan spices og sultanas (e-ð svoleiðis) - útbúið skv leiðbeiningum á pakka.
* Blandað saman kúskús, spínati, niðurskornum sólþurrkuðum tómötum, fetaosti, ristuðum graskers- og sólblómafræjum, rauðlauk og kjúkling.
Þá er þetta tilbúið. Gott bæði nýtilbúið sem og kælt. Má borða eintómt en ef fólk vill meðlæti er mango chutney og brauð fínt.
Annars er nóg búið að vera að gera við að heimsækja krakka í vinnuskólanum - og þannig verður það út vikuna. Það er bæði gaman og áhugavert að hitta krakka á þessum aldri og spjalla við þau um jafnréttimál en hóparnir eru eins misjafnir og þeir eru margir. Stundum kem ég svífandi út og hugsa um hvað þetta væri lítið mál að koma á jafnrétti ef krakkarnir fengju almennilega jafnréttisfræðslu í grunnskóla - og stundum hugsa ég um hvað er hrikalega langt í land... Ég vona bara að þetta skilji eftir nokkrar spurningar í kollinum á krökkunum og að þau taki eftir ólíkum hlutum í umhverfinu í framhaldinu. Það er allavega ekki spurning að þetta kveikir slatta af spurningum í mínum kolli.
En jæja - best að drífa sig í labbitúr fyrir háttinn. Hér kemur uppskrift úr matarboði kvöldsins - hrikalega gott og auðvelt að búa til.
* Kjúklingabringur skornar í bita, marineraðar í Satay sósu og síðan steiktar á pönnu.
* Búið til kúskús - maraccoan spices og sultanas (e-ð svoleiðis) - útbúið skv leiðbeiningum á pakka.
* Blandað saman kúskús, spínati, niðurskornum sólþurrkuðum tómötum, fetaosti, ristuðum graskers- og sólblómafræjum, rauðlauk og kjúkling.
Þá er þetta tilbúið. Gott bæði nýtilbúið sem og kælt. Má borða eintómt en ef fólk vill meðlæti er mango chutney og brauð fínt.
fimmtudagur, júlí 13, 2006
Vantar 75 stig til að verða fullkomin kona!
Á skalanum 100 til mínus 100 fæ ég 25 konustig. Ég hreinlega dýrka BBC fyrir sína vönduðu grínþætti um grundvallarmuninn á milli kynja - og prófin þar í kring.
Ef þú vilt prófa: http://www.bbc.co.uk/print/science/humanbody/sex/
Ath - niðurstöður breytast með auknum gáfum. Veit ekki hvort það breytir fólki í meiri konur eða karla...
Ef þú vilt prófa: http://www.bbc.co.uk/print/science/humanbody/sex/
Ath - niðurstöður breytast með auknum gáfum. Veit ekki hvort það breytir fólki í meiri konur eða karla...
Veðurmaðurinn ógurlegi
Horfði á mynd sem heitir The Weather Man með Nicolas Cage í aðalhlutverki í gær. Myndin var á topp 10 listanum út á dvd-leigu (er ekki videoleiga orðið úrelt orð???) . Myndin er um hvernig hægt sé að finna tilgang í lífinu í heimi skyndibita. Nokkuð áhugavert efni og passar kannski ágætlega að setja myndina í skyndibitaumgjörð... eða ekki. Myndin var frekar niðurdrepandi og skyndibitaleg - eins og margt sem kemur frá Kristþyrnisskóg (orðabækur yndislegt fyrirbæri). Merkilegt nokk en kameltá var tekin fyrir í myndinni (sælla minninga eftir umræður á póstlistanum) - í samhengi við 12 ára stúlku veðurmannsins ógurlega. Fannst sum atriðin í kringum hana svolítið vafasöm, þ.e. skil að þetta efni geti verið feðrum sem eiga dætur sem eru að komast á kynþroskaaldurinn hugleikið en ef lausnin felst í að þeir fái nánast hjartaáfall og klæði þær upp í stutt pils og háhæluð stígvél til að leysa vandann þá...? Já, þá hvað? En hennar vandamál leysast örugglega öll við að verða snyrtileg og vel til höfð svo henni sé ekki strítt fyrir sjónmengandi áhrif á umhverfið!!!
Segi bara eins og Tommy Lee - þetta var svona ho-hum.
Mæli frekar með The Corporation, Hotel Ruwanda, Vera Drake eða Brokeback Mountain!
Segi bara eins og Tommy Lee - þetta var svona ho-hum.
Mæli frekar með The Corporation, Hotel Ruwanda, Vera Drake eða Brokeback Mountain!
miðvikudagur, júlí 12, 2006
Rockstar - taka 2
Ætla alls ekki að gera það að vana að vaka og horfa á Rockstar - sérstaklega ekki þegar ég þarf að vakna upp úr kl. 7. En... fyrst ég endilega þurfti að vaka og átti eftir að slökkva á tölvunni er þá ekki tilvalið að blogga á meðan þetta er enn ferskst í minni? Giska á að Dilana eða Lukas vinni. Kemur einhver annar til greina? Storm á góða spretti - hún tekur sér pláss og er soldill töffari. Mörg hinna fannst mér alveg eins geta hafa verið að syngja í söngleik. Vantar slatta upp á Rockstar performance hjá mörgum hvað varðar sviðsframkomu - þó margar raddirnar séu flottar og öflugar. Magni var mun betri núna en síðast. Eftirminnilegasta mómentið úr þessum þætti er þó frá Alvarez (heitir hún það ekki?). Aðspurð um hvort hún hefði hlustað á tónlist rokkstjarnanna í Supernova sagðist hún hafa heyrt um hana - og toppaði svo með að segja að hún hefði verið með bleiju þegar þeir voru að gefa sitt stuff út. Bráðfyndið!
Besti parturinn af þættinum er þó að þetta er á Mayan. Þar var alltaf geðveikt gaman! :)
Besti parturinn af þættinum er þó að þetta er á Mayan. Þar var alltaf geðveikt gaman! :)
þriðjudagur, júlí 11, 2006
Allir á flótta
Á fréttavef RUV er fyrirsögnin:
Flótti yfirvofandi frá ISG?
Ég hélt að um væri að ræða frétt um Samfylkinguna en fannst hálf fáránlegt að klína þessu öllu á Ingibjörgu Sólrúnu eina ferðina enn... Þegar fréttin er skoðuð kemur í ljós að hún kemur hvorki Ingibjörgu Sólrúnu né Samfylkingunni neitt við heldur er fjallað um starfsmenn IGS - sem er allt annað en ISG!
Annars er þetta búinn að vera ágætur dagur. Fór í hádeginu og spjallaði um jafnréttismál við krakka í unglingavinnunni. Var miklu lengur en til stóð - vegna rigningar. Mjög skemmtilegur hópur og alltaf gaman að tala við unglinga sem sjá fáránleikann í hversdagslífinu... þá meina ég auðvitað aðallega í launamun, verkaskiptingu, kynjuðum leikföngum, karlrembulegum auglýsingum, o.s.frv.... Sé alveg fyrir mér hvað við yrðum fljót að ná jafnrétti ef kynjafræði væri kennd einu sinni í viku í 8. , 9. og 10. bekk! Það væri draumur í dós.
Flótti yfirvofandi frá ISG?
Ég hélt að um væri að ræða frétt um Samfylkinguna en fannst hálf fáránlegt að klína þessu öllu á Ingibjörgu Sólrúnu eina ferðina enn... Þegar fréttin er skoðuð kemur í ljós að hún kemur hvorki Ingibjörgu Sólrúnu né Samfylkingunni neitt við heldur er fjallað um starfsmenn IGS - sem er allt annað en ISG!
Annars er þetta búinn að vera ágætur dagur. Fór í hádeginu og spjallaði um jafnréttismál við krakka í unglingavinnunni. Var miklu lengur en til stóð - vegna rigningar. Mjög skemmtilegur hópur og alltaf gaman að tala við unglinga sem sjá fáránleikann í hversdagslífinu... þá meina ég auðvitað aðallega í launamun, verkaskiptingu, kynjuðum leikföngum, karlrembulegum auglýsingum, o.s.frv.... Sé alveg fyrir mér hvað við yrðum fljót að ná jafnrétti ef kynjafræði væri kennd einu sinni í viku í 8. , 9. og 10. bekk! Það væri draumur í dós.
föstudagur, júlí 07, 2006
Rockstar
Nú eiga allir að kjósa Magna af því að hann er Íslendingur. Enginn segir að það eigi að kjósa hann af því að hann sé hæfastur eða bestur - bara af því að hann er Íslendingur. Hvað segja "ég-er-á-móti-kvóta" fólkið um það? Er það ekki niðurlægjandi fyrir Magna greyið ef hann kemst áfram bara vegna þess að hann er Íslendingur en ekki vegna þess að hann er hæfastur????
Bara spyr. Finnst þessi þáttur annars pínku skemmtilegur... fylgdis með fyrri seríunni! Hef oft spáð í af hverju ég er jákvæðari út í þetta raunveruleikasjónvarp heldur en þætti eins og t.d. Top Model, Swan o.fl. Hallast helst að því að það sem mér finnst jákvætt við þessa þætti er að þarna er alvöru hæfileikafólk að keppa sín á milli. Það sem "vantar" í þessa þætti er niðurlægingin. Dómararnir koma með alvöru komment - stundum slæm og stundum góð en þeir reyna að setja slæmu kommentin fram á kurteisan hátt en setja sig ekki í þær stellingar að gera lítið úr eða niðurlægja. Það er stærsti plúsinn við þáttinn. Sko - það er hægt að gera raunveruleikaþátt án þess að höfða til lægstu hvata :) Fólki finnst gaman að sjá talent að verki!
Ekki það að þátturinn sé gallalaus... en ég ætla að halda göllunum fyrir mig í bili.
Bara spyr. Finnst þessi þáttur annars pínku skemmtilegur... fylgdis með fyrri seríunni! Hef oft spáð í af hverju ég er jákvæðari út í þetta raunveruleikasjónvarp heldur en þætti eins og t.d. Top Model, Swan o.fl. Hallast helst að því að það sem mér finnst jákvætt við þessa þætti er að þarna er alvöru hæfileikafólk að keppa sín á milli. Það sem "vantar" í þessa þætti er niðurlægingin. Dómararnir koma með alvöru komment - stundum slæm og stundum góð en þeir reyna að setja slæmu kommentin fram á kurteisan hátt en setja sig ekki í þær stellingar að gera lítið úr eða niðurlægja. Það er stærsti plúsinn við þáttinn. Sko - það er hægt að gera raunveruleikaþátt án þess að höfða til lægstu hvata :) Fólki finnst gaman að sjá talent að verki!
Ekki það að þátturinn sé gallalaus... en ég ætla að halda göllunum fyrir mig í bili.
fimmtudagur, júlí 06, 2006
Samúðarkveðja
Í dag er ég sorgmædd. Í dag fylgir frænka mín bróður sínum til grafar. Á sex árum er hún búin að sjá á eftir 3 sonum sínum, mömmu og núna bróður. Þetta er of mikið. Stundum er lífið of ósanngjarnt.
miðvikudagur, júlí 05, 2006
Many faces of Iceland
Sumt er fyndnara en annað. Var ég nokkuð búin að blogga um auglýsingu Air Iceland í Leifsstöð? Þar getur að líta auglýsingu með textanum: Discover the many faces of Iceland.
And the many faces of Iceland are????? Júmm, ljóshærð ung kona með blá augu. The many faces of Iceland = In Iceland we have 50.814 blonde, blue eyed women! Svona er gott að kynna Ísland ;)
And the many faces of Iceland are????? Júmm, ljóshærð ung kona með blá augu. The many faces of Iceland = In Iceland we have 50.814 blonde, blue eyed women! Svona er gott að kynna Ísland ;)
þriðjudagur, júlí 04, 2006
Frami án hjálpardekkja?
Á deiglunni.com - (uppáhalds vefritinu mínu þessa dagana) er grein um frama kvenna í atvinnulífinu. Titill greinarinnar er "Frami án hjálpardekkja". Höfundur er afar þreytt á vinstrisinnuðum femínistum sem vilja eintóm hjálpardekk til að koma sér áfram... Ég er hins vegar orðin afar þreytt á konum sem átta sig ekki á að þetta er ekki hægri/vinstri. Þessi endalausu skrif um frama kvenna og gagnrýni á t.d. umræðuna (eða rússnesku samþykktina) um kvóta á hlutfall kynjanna í stjórnir fyrirtækja er ekki á réttum forsendum. Fyrir það fyrsta þá var ráðstefnan á Bifröst hvorki haldin undir formerkjum femínista né vinstri sinnaðra. Þar voru einmitt fjölmargar konur sem eru framarlega í atvinnulífinu - kvenkyns stjórnendur á öllum aldri og væntanlega úr öllum flokkum.
Það er eitt að vera á móti kvótum - en það er annað að einblína öllum sínum kröftum í að ætla að þau sem séu hlynnt kvótum séu bara vinstrisinnaðir einstaklingar eða að allir vinstrisinnaðir einstaklingar séu hlynntir kvótum. Þegar umræðan er komin á þeim nótum þá er ekki verið að fjalla um málið á málefnalegum grundvelli heldur bara fara ofan í skotgrafir og halda að það séu til svona vinstri/hægri lið sem geti ekki verið sammála um neitt - eða að allir innan vinstri liðsins séu sammála og allir innan hægra liðsins séu sammála.
Tökum kvótann sem dæmi. Er hægri sinnað fólk á móti kvóta almennt? Það hafa ekki heyrst nein mótmæli frá hægra fólkinu um þá kynjakvóta sem eru við líði í samfélaginu.
1. Það er kvóti í eina nefnd á vegum ríkisins - jafnréttisráð. Þar sitja núna slatti af körlum í krafti kyns síns. Hvar eru mótmælin, niðurlægingin, þreytan? Eða er þetta öðruvísi kvóti því jafnréttismál koma körlum jafnmikið við og konum?
2. Fæðingarorlof - þar er kvóti. 3 mánuðir fyrir konur, 3 fyrir karla og 3 sem má skipta. Þetta er samþykkt í tíð hægri stjórnar. Af hverju er þessi kvóti betri en aðrir kvótar?
Svo er líka í lagi að setja hlutina upp eins og þeir eru. Eins og staðan er í atvinnulífinu í dag eru karlar með hjálpardekk, forgjöf og þjófstart. Allt í krafti kyns. Konur eru ekki með nein hjálpardekk, enga forgjöf og þjófstarta ekki í krafti kyns - heldur þvert á móti, þær eru gagnrýndar á öðrum forsendum, metnar á öðrum forsendum og hreinlega stimplaðar út af borðinu vegna kyns - ekki hæfileikaskorts.
Hvar er öll umræðan frá körlunum um hversu niðurlægjandi það sé að þeir séu í sínum stöðum í krafti kyns? Hvar er öll umræðan frá körlum um að þeir þurfi ekki hjálpardekk og vilji útrýma kynjamisrétti því þeir sætti sig bara ekki við að keppa ekki á jafnréttisgrundvelli? Sú umræða er bara ansi lágvær og hreinlega bara fjarverandi úr íslensku atvinnulífi. Samt sem áður eru karlar þar með yfirgnæfandi meirihlutavald sem er ekki tilkomið vegna þess að þeir séu svona margfalt hæfileikaríkari og klárari en konur. Svo keppast sumar konur við að tala um að konur þurfi ekki hjálpardekk... þær komist á sínum eigin forsendum. Jamm - en konur eru ekki með hjálpardekk - en karlarnir eru himinlifandi ánægðir með sín!
Það er eitt að vera á móti kvótum - en það er annað að einblína öllum sínum kröftum í að ætla að þau sem séu hlynnt kvótum séu bara vinstrisinnaðir einstaklingar eða að allir vinstrisinnaðir einstaklingar séu hlynntir kvótum. Þegar umræðan er komin á þeim nótum þá er ekki verið að fjalla um málið á málefnalegum grundvelli heldur bara fara ofan í skotgrafir og halda að það séu til svona vinstri/hægri lið sem geti ekki verið sammála um neitt - eða að allir innan vinstri liðsins séu sammála og allir innan hægra liðsins séu sammála.
Tökum kvótann sem dæmi. Er hægri sinnað fólk á móti kvóta almennt? Það hafa ekki heyrst nein mótmæli frá hægra fólkinu um þá kynjakvóta sem eru við líði í samfélaginu.
1. Það er kvóti í eina nefnd á vegum ríkisins - jafnréttisráð. Þar sitja núna slatti af körlum í krafti kyns síns. Hvar eru mótmælin, niðurlægingin, þreytan? Eða er þetta öðruvísi kvóti því jafnréttismál koma körlum jafnmikið við og konum?
2. Fæðingarorlof - þar er kvóti. 3 mánuðir fyrir konur, 3 fyrir karla og 3 sem má skipta. Þetta er samþykkt í tíð hægri stjórnar. Af hverju er þessi kvóti betri en aðrir kvótar?
Svo er líka í lagi að setja hlutina upp eins og þeir eru. Eins og staðan er í atvinnulífinu í dag eru karlar með hjálpardekk, forgjöf og þjófstart. Allt í krafti kyns. Konur eru ekki með nein hjálpardekk, enga forgjöf og þjófstarta ekki í krafti kyns - heldur þvert á móti, þær eru gagnrýndar á öðrum forsendum, metnar á öðrum forsendum og hreinlega stimplaðar út af borðinu vegna kyns - ekki hæfileikaskorts.
Hvar er öll umræðan frá körlunum um hversu niðurlægjandi það sé að þeir séu í sínum stöðum í krafti kyns? Hvar er öll umræðan frá körlum um að þeir þurfi ekki hjálpardekk og vilji útrýma kynjamisrétti því þeir sætti sig bara ekki við að keppa ekki á jafnréttisgrundvelli? Sú umræða er bara ansi lágvær og hreinlega bara fjarverandi úr íslensku atvinnulífi. Samt sem áður eru karlar þar með yfirgnæfandi meirihlutavald sem er ekki tilkomið vegna þess að þeir séu svona margfalt hæfileikaríkari og klárari en konur. Svo keppast sumar konur við að tala um að konur þurfi ekki hjálpardekk... þær komist á sínum eigin forsendum. Jamm - en konur eru ekki með hjálpardekk - en karlarnir eru himinlifandi ánægðir með sín!
mánudagur, júlí 03, 2006
Brokeback Mountain
Jæja þá er ég loksins búin að sjá Brokeback Mountain. Er enn harðari á því en áður að það borgar sig ekki að vera með miklar væntingar fyrirfram - það veldur nánast alltaf vonbrigðum... ég var sem sagt ekki eins hrifin af myndinni og ég hélt að ég myndi verða - eða ætti að vera. Fyrir það fyrsta þá fannst mér hún óhemju langdreginn, sérstaklega fyrri helmingurinn. Fyrir það næsta setti ég nokkur spurningamerki við hvernig sambandið á milli kúrekanna hófst. Þegar fyrstu ástarsenunni lauk spurði ég Grétar hvort þetta hefði verið ástarsena eða nauðgun. Er það á hreinu??????? Hafði ekki tíma til að kíkja á þetta aftur þar sem skila þurfti spólunni um leið og áhorfi lauk til að ná fyrir lokun.
Fannst ástarsenurnar líka soldið skrýtnar á köflum - fannst þeir yfirleitt frekar ofbeldisfullir eða harkalegir í kynlífinu/kossum en þegar sýnd var ástúð og kærleikur var það í kúri og þessi háttar - eða allavega stoppað áður en "of" langt var gengið. Það er svona eins og það hafi átt að tryggja að karlmönnum myndi nú örugglega ekki þykja fallegt að sjá 2 karla saman (hvað þá konum...). Svo er auðvitað týpískt að í Hollywood ástarmynd um homma þurfi að sýna konurnar þeirra nánast naktar - til hvers var það?
En auðvitað var margt gott í myndinni líka. Ég sat samt ekki eftir myndina með verk í hjartanu yfir hvað þessar aðstæður eru ömurlegar og hvað mörg líf fara forgörðum vegna fordóma og gagnkynhneigðum yfirráðum. Fannst á köflum að túlkunin næði frekar grunnt og áhorfandanum eftirlátið að fylla of mikið inn í eyðurnar - því það var vel hægt að fylla út í eyðurnar á hómófóbískan hátt á köflum. Eins fannst mér ekki takast að byggja upp þessi sterku tengsl/ást þeirra á milli í fyrri hluta myndarinnar sem gerði það að verkum að ég var frekar lengi að tengjast persónunum og fá samúð með þeim. Þetta fannst mér hins vegar takast mun betur í seinni hlutanum.
Myndin náði samt vel að sýna hvað hommafóbía og fordómar út í samkynhneigð eru mannskemmandi öfl sem vonandi tekst að útrýma. Það er nógu erfitt fyrir fólk að koma út úr skápnum í samfélagi eins og okkar þar sem baráttan er töluvert lengra á veg komin og fordómarnir minni en nánast ómögulegt á svæðum þar sem hommar eru lamdir og drepnir ef upp um þá kemst. Þannig er samt staðan enn sums staðar. Ég var að reyna að rifja upp hvernig þetta var í mínu ástkæra rauða sveitafylki, Kansas. Komst þó að því að ég hefði verið í of vernduðu umhverfi til að geta dæmt um það. Í háskólasamfélaginu voru hommar og lesbíur opinskátt út úr skápnum fjarri fjölskyldu og nágrönnum. Morð og ofbeldi voru fátíð. Ég man ekki eftir neinum hate crimes gegn hommum eða lesbíum - en fór á netið að leita. Fann mér til mikils léttis quote í queer theory prófessor í skólanum sem lýsti campusnum sem opnu og frjálslyndu samfélagi - sem er akkúrat mín upplifun af minni skólagöngu þarna. Tilefnið var þó ekkert skemmtilegt en það var vegna þess að fáni samkynhneigðra var brenndur (hate crime - en eftir minn tíma) og prófessorinn var hissa....
Allavega. Þarna varð ég femínisti, hlynnt réttindum samkynhneigðra og kynntist mörgu sem sneri að margbreytileika. Þótt það hljómi kannski skringilega þá var Kansas miklu betri uppspretta lærdóms fyrir þessa hluti heldur en Ísland. Ástæðan einfaldlega sú að í 26þús manna háskóla í miðríkjum Bandaríkjanna er fólk frá öllum heimshlutum, af mismunandi kynhneigðum, kynþáttum, með mismunandi trúarbrögð o.s.frv. Þangað koma líka alls kyns fáráðlingar. Ég sé enn eftir að hafa ekki farið á fyrirlesturinn með Ku Klux Klan... damn! Til samanburðar get ég sagt að á Íslandi hafði ég hitt einn svartan mann fram að tvítugu og kynnst einum homma! Jamm, litla verndaða, einsleita Ísland... Og ég veit ekki til þess að Klanið hafi nokkurn tímann komið hingað með fyrirlestur...!
En þó að háskólasamfélagið hafi iðað af margbreytileika, fjölbreytileika og frjálslyndi þá verður það sama seint sagt um Kansas. Eftir að hafa googlað minn fyrrum heimabæ komst ég að því að staðan hefur langt í frá batnað - og örugglega bara versnað eftir Bush og co. Sennilega myndi Brokeback Mountain passað vel inn í suma litlu sveitabæina í Kansas (bara ekki Lawrence!!! :-þ), og víðar. Því miður. Bandaríkjunum sárvantar góðan forseta - demókrata. Það vantar líka fleiri myndir eins og Brokeback Mountain - bara ekki eins langdregnar!
Fannst ástarsenurnar líka soldið skrýtnar á köflum - fannst þeir yfirleitt frekar ofbeldisfullir eða harkalegir í kynlífinu/kossum en þegar sýnd var ástúð og kærleikur var það í kúri og þessi háttar - eða allavega stoppað áður en "of" langt var gengið. Það er svona eins og það hafi átt að tryggja að karlmönnum myndi nú örugglega ekki þykja fallegt að sjá 2 karla saman (hvað þá konum...). Svo er auðvitað týpískt að í Hollywood ástarmynd um homma þurfi að sýna konurnar þeirra nánast naktar - til hvers var það?
En auðvitað var margt gott í myndinni líka. Ég sat samt ekki eftir myndina með verk í hjartanu yfir hvað þessar aðstæður eru ömurlegar og hvað mörg líf fara forgörðum vegna fordóma og gagnkynhneigðum yfirráðum. Fannst á köflum að túlkunin næði frekar grunnt og áhorfandanum eftirlátið að fylla of mikið inn í eyðurnar - því það var vel hægt að fylla út í eyðurnar á hómófóbískan hátt á köflum. Eins fannst mér ekki takast að byggja upp þessi sterku tengsl/ást þeirra á milli í fyrri hluta myndarinnar sem gerði það að verkum að ég var frekar lengi að tengjast persónunum og fá samúð með þeim. Þetta fannst mér hins vegar takast mun betur í seinni hlutanum.
Myndin náði samt vel að sýna hvað hommafóbía og fordómar út í samkynhneigð eru mannskemmandi öfl sem vonandi tekst að útrýma. Það er nógu erfitt fyrir fólk að koma út úr skápnum í samfélagi eins og okkar þar sem baráttan er töluvert lengra á veg komin og fordómarnir minni en nánast ómögulegt á svæðum þar sem hommar eru lamdir og drepnir ef upp um þá kemst. Þannig er samt staðan enn sums staðar. Ég var að reyna að rifja upp hvernig þetta var í mínu ástkæra rauða sveitafylki, Kansas. Komst þó að því að ég hefði verið í of vernduðu umhverfi til að geta dæmt um það. Í háskólasamfélaginu voru hommar og lesbíur opinskátt út úr skápnum fjarri fjölskyldu og nágrönnum. Morð og ofbeldi voru fátíð. Ég man ekki eftir neinum hate crimes gegn hommum eða lesbíum - en fór á netið að leita. Fann mér til mikils léttis quote í queer theory prófessor í skólanum sem lýsti campusnum sem opnu og frjálslyndu samfélagi - sem er akkúrat mín upplifun af minni skólagöngu þarna. Tilefnið var þó ekkert skemmtilegt en það var vegna þess að fáni samkynhneigðra var brenndur (hate crime - en eftir minn tíma) og prófessorinn var hissa....
Allavega. Þarna varð ég femínisti, hlynnt réttindum samkynhneigðra og kynntist mörgu sem sneri að margbreytileika. Þótt það hljómi kannski skringilega þá var Kansas miklu betri uppspretta lærdóms fyrir þessa hluti heldur en Ísland. Ástæðan einfaldlega sú að í 26þús manna háskóla í miðríkjum Bandaríkjanna er fólk frá öllum heimshlutum, af mismunandi kynhneigðum, kynþáttum, með mismunandi trúarbrögð o.s.frv. Þangað koma líka alls kyns fáráðlingar. Ég sé enn eftir að hafa ekki farið á fyrirlesturinn með Ku Klux Klan... damn! Til samanburðar get ég sagt að á Íslandi hafði ég hitt einn svartan mann fram að tvítugu og kynnst einum homma! Jamm, litla verndaða, einsleita Ísland... Og ég veit ekki til þess að Klanið hafi nokkurn tímann komið hingað með fyrirlestur...!
En þó að háskólasamfélagið hafi iðað af margbreytileika, fjölbreytileika og frjálslyndi þá verður það sama seint sagt um Kansas. Eftir að hafa googlað minn fyrrum heimabæ komst ég að því að staðan hefur langt í frá batnað - og örugglega bara versnað eftir Bush og co. Sennilega myndi Brokeback Mountain passað vel inn í suma litlu sveitabæina í Kansas (bara ekki Lawrence!!! :-þ), og víðar. Því miður. Bandaríkjunum sárvantar góðan forseta - demókrata. Það vantar líka fleiri myndir eins og Brokeback Mountain - bara ekki eins langdregnar!
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)