föstudagur, júlí 28, 2006

GARG

Keypti sófa í afmælisgjöf handa mínum heittelskaða. Voða fínan tveggja sæta lazyboy (and -girl) sófa til að vera með fyrir framan sjónvarpið. Í sjálfu sér ekki í frásögur færandi nema vegna þess að við þurfum sjálf að setja bakið á hann. Sendibílstjórinn sagði að þetta væri ekkert mál - bakið myndi bara renna á og svo var lítil sveif sem þurfti að setja niður. Ok - nú erum við búin að reyna og reyna og reyna en ekkert gengur. Það sem öllu verra er - þau hjá Húsgagnahöllinni lofuðu að koma hingað og kíkja á þetta og smella þessu í lag - ég hringdi fyrst kl. 7 í gær. Þá var mér sagt að hringja aftur í dag, sem ég og gerði. Hringdi kl. 11 og þá var mér sagt að innkaupastjórinn myndi koma en örugglega ekki fyrr en eftir hádegi. Nú er kl. rúmlega 7 og hann er ekki kominn og ekki búinn að hringja! Og ég er orðin pissed... vil fara að nota sófann!!!!!

Engin ummæli: