Á fréttavef RUV er fyrirsögnin:
Flótti yfirvofandi frá ISG?
Ég hélt að um væri að ræða frétt um Samfylkinguna en fannst hálf fáránlegt að klína þessu öllu á Ingibjörgu Sólrúnu eina ferðina enn... Þegar fréttin er skoðuð kemur í ljós að hún kemur hvorki Ingibjörgu Sólrúnu né Samfylkingunni neitt við heldur er fjallað um starfsmenn IGS - sem er allt annað en ISG!
Annars er þetta búinn að vera ágætur dagur. Fór í hádeginu og spjallaði um jafnréttismál við krakka í unglingavinnunni. Var miklu lengur en til stóð - vegna rigningar. Mjög skemmtilegur hópur og alltaf gaman að tala við unglinga sem sjá fáránleikann í hversdagslífinu... þá meina ég auðvitað aðallega í launamun, verkaskiptingu, kynjuðum leikföngum, karlrembulegum auglýsingum, o.s.frv.... Sé alveg fyrir mér hvað við yrðum fljót að ná jafnrétti ef kynjafræði væri kennd einu sinni í viku í 8. , 9. og 10. bekk! Það væri draumur í dós.
þriðjudagur, júlí 11, 2006
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
já, það væri sko gaman að lifa ef við fengjum að kynna þessa hugmyndafræði fyrir krökkum á réttum aldri. Ég og vinnufélaginn fórum í vetur á leiðtoganámskeið hjá kirkjunni hér á Akureyri, valkúrs fyrir krakka í 8.-10. bekk úr öllum skólum bæjarins. Það var alveg frábært, þau spjölluðu um allt mögulegt og voru mjög opin og tilbúin að hlusta.
Skrifa ummæli