Annars er Hitt húsið með Lifandi bókasafn þessa dagana. Var að senda eftirfarandi tilkynningu á femínistapóstlistann:
Hitt húsið stendur fyrir Lifandi bókasafni dagana 9. 10. og 11. nóvember
frá kl. 14 - 18. Hægt er að mæta í Hitt húsið og tryggja sér eintak af alls
konar spennandi bókum - þar á meðal femínistabók...
"Hugmyndin að lifandi bókasafni er þróuð á Norðurlöndunum til þess að
stuðla að því að ókunnugir hittist og ungt fólk skiptist á skoðunum. Í stað þess
að fá lánaða bók á bókasafninu, fær maður manneskju að láni. Fólkið sem er til
útlána, er fólk sem aðrir eru fullur fordóma gagnvart. Það getur verið
lögreglumenn, samkynhneigðir, femínistar, múslimar, o.s.frv. Markmiðið er, að
með því að tala við annað fólk getum við komist að því að við erum ekki eins
ólík og við höldum, og þar með losnað við fordóma okkar."
3 ummæli:
"Í stað þess
að fá lánaða bók á bókasafninu, fær maður manneskju að láni."
Mannsal??? í boði Hins hússins :-)
"Þið snúið öllu eins og þið viljið" Sagði forsætisráðherra við ungliðahópinn um launamun kynjanna.
HA! verð að fá að vita meira um forsætisráðherrann :-o
Skrifa ummæli