Þá eru hinir árvissu leikfangabæklingarnir byrjaðir að streyma í hús. Ég er búin að fá hvorki meira né minna en 2 bæklinga í hús! Ég bíð alltaf í ofvæni eftir bæklingunum - spennan er yfirþyrmandi og það liggur við að þetta sé eins og biðin eftir jólunum sjálfum! Samt er ég ekki barn og á ekki börn...
Eftirvæntingin liggur í skoðun á hvað er strákadót og hvað er stelpudót í ár! Og niðurstaðan kemur alltaf jafnmikið á óvart:
Stelpudót: dúkkur, snyrtidót, eldhúsáhöld og að syngja lög eins og Crazy in love í karíókí.
Strákadót: bílar, byggingasett, flugvélar, trommusett.
Jamm - börnin velja þetta allt saman sjálf - enda um það bil helmingur dótsins í boði fyrir hvort kyn. Að búa til konur og karla er þrusuvinna sem byrjar strax á day #1.
fimmtudagur, nóvember 24, 2005
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli