Kvennasamstaða hlýtur að vera málið. Konur verða að standa saman í baráttunni - sem þetta er því miður ennþá. Karlarnir að sjálfsögðu velkomnir að standa með okkur líka :) enda er jafnrétti allra hagur - líka þeirra sem verða þá að þola að vera ekki í meirihluta heldur í jafnvægi... og það er gott að vera í jafnvægi.
Líka á því að konur verða að hvetja hverja aðra áfram í baráttunni - styðja við hverja aðra - þó það þýði að fyrirgefa mistök af og til - enda mistök ákaflega mannleg og partur af prógrammet - líka þegar kona verður fyrir barðinu á þeim sjálf... stundum geri ég meira að segja mistök (ok - það kemur alveg nokkuð oft fyrir) og stundum gera aðrir mistök líka - meira að segja femínistarnir (þó það sé auðvitað sjaldnast). Og stundum gera þeir sem verða fyrir barðinu á mistökunum mistök - og einstaka sinnum gerir það mig fúla - þegar það bitnar á baráttunni. Er þetta nokkuð orðið of flókið? Niðurstaðan er allavega sú að árangur næst með samstöðunni - ekki með sundrung eða leiðindum - og ég ætla ekki að vera með bein leiðindi (bara óbein) þó mig langi stundum til þess.
ps. þetta er hálfgerð prívat færsla - til að pústa :)
fimmtudagur, nóvember 03, 2005
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli