Femínistafélagið hlaut jafnréttisverðlaun Reykjavíkurborgar í dag! :) Fyrstu verðlaun sem FÍ fær á 3ja ára ferli. Tími til kominn segi ég nú bara - hógvær að venju... Ég er himinlifandi með verðlaunin. Finnst æðislegt að félagið fái viðurkenningu fyrir allt það starf sem búið er að inna af hendi - í sjálfboðavinnu nota bene. Það er ekkert sjálfsagt mál en drifkrafturinn að baki hugsjón þeirra sem dreymir um samfélag jafnréttis og vita að með risastóru samstilltu átaki og baráttu er hægt að ná markmiðinu.
Ég játa líka að það gladdi mitt litla hjarta að vera tilnefnd sem einstaklingur :) Hefði samt ekki viljað fá verðlaunin því félagið átti þau margfalt meira skilið. En... er dáldið forvitin að fá að vita hver tilnefndi mig. Vitið þið það? Ef já plís sendið mér meil eða skrifið í kommentakerfið ;)
mánudagur, maí 01, 2006
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
3 ummæli:
Til hamingju með jafnréttisverðlaunin! Þið eigið þau óumdeilanlega skilið.
Takk :)
Það hlýtur allavega að hafa verið eitthvað fólk með viti sem tilnefndi þig ;) Þú getur líklega gefið þér það.
Skrifa ummæli