Jæja þá styttist í kosningar. Einn dagur eftir! Er næstum búin að ákveða hvað ég ætla að kjósa... en ekki alveg. Það væri auðveldara að vera ekki þverpólitísk ;)
Horfði á borgarafundinn á NFS fyrir Reykjavík með öðru auganu í gær. Alltaf fer það jafnmikið í taugarnar á mér þegar ég horfi á þessa þætti og þetta eru eintómir karlar með körlum. Svandís hjá Vinstri grænum var eina konan. Allir spyrlarnir á NFS voru karlar - og svo hefur það verið allan tímann. Svandís kom með athugasemd á þetta - mjög flotta - og benti þeim á að sjónvarpsstöð með metnað sem vill gera góða hluti getur ekki verið með eintóma karla sem spyrla. Sigmundur Ernir fór alveg með það í viðbrögðum. Fyrstu viðbrögð hjá honum voru að bjóðast til að fara!!! Það fjölgar ekki konunum í hópi spyrla... ætti að vera augljóst. Síðan skammaði hann Svandísi fyrir að Vinstri grænir væru með Árna Þór í 2. sæti og spurði af hverju þau væru ekki með konu í því sæti. Svandís svaraði og sagði að þetta væri þeirra fléttulisti. Augljóst einmitt að þetta er til fyrirmyndar því lögð er áhersla á mikilvægi beggja kynja. Þá benti Sigmundur á sjálfan sig og Egil og sagði: "Þetta er okkar fléttulisti". Það var nefnilega það. Fléttulisti NFS er sem sagt karl, karl, karl, karl, karl, karl, karl.... sá um daginn frétt á NFS um hárgreiðslustofu sem var með fléttunámskeið fyrir pabba. Held að Sigmundur Ernir ætti að skella sér á eitt slíkt námskeið og læra að flétta! ;)
Annars er annað sem ég er ekki nógu hrifin af. Fyrir ca viku síðan leit út fyrir miðað við skoðanakannir að konur gætu orðið í meirihluta í borgarstjórn, 8 á móti 7 körlum. Núna lítur út fyrir að staðan geti orðið 5 konur og 10 karlar. Konur rétt 1/3. Þetta er alveg fatalt! Hvað í andsk. þarf til að konur komist að? Nú er ekki hægt að segja að það sé ekki möguleiki á að kjósa konur. Þær eru í slatta af baráttusætum.
föstudagur, maí 26, 2006
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
Sammála þér Katrín. Eina konan sem er í 1. sæti í Reykjavík, þ.e. Svandís, stendur sig að mínu mati best af þeim. Ég þurfti að kjósa utankjörfundar (má lesa kynjaða sögu mína af því á blogginu mínu) og þurfti því að ákveða mig nokkuð snemma. Ég hef hins vegar sannfærst síðustu daga enn frekar um að ákvörðun mín var rétt!
Skrifa ummæli