Óleyfilegur kosningaáróður og kosningaspjöll telst:
Að bera á mann fé eða fríðindi til að hafa áhrif á hvort hann greiðir atkvæði eða hvernig hann greiðir atkvæði...
Af vefnum www.kosningar.is.
***********
Ég er búin að heyra eina óstaðfesta sögu um að einn flokkurinn hafi borið fé í fólk til að fá það á kjörstað til að kjósa flokkinn. Gef ekki upp hvaða flokk er um að ræða þar sem þetta er óstaðfest - en vona að þetta sé ekki rétt. Ef þetta er rétt vona ég að þar til gerð yfirvöld muni rannsaka málið og komast að réttri niðurstöðu.
Ég veit líka um eitt framboð sem bauð fólki frítt í bíó í boði framboðsins. Er það ólglegt sbr ákvæðið hér fyrir ofan? Veit allavega að mér finnst það ansi sorglegt ef við eigum að kjósa okkar lýðræðislegu kjörnu fulltrúa á grundvelli þess hver býður í bíó eða einhvað skylt sem kemur málefnunum minna en ekkert við!
*************
En öllu ánægjulegri fréttir - vorum að enda við að klára að lakka gluggana í bílskúrnum og geymslunni. Þá á bara eftir að pússa, bæsa og lakka einn glugga í öllu húsinu!!! :) Hér ríkir mikil gleði með það...
laugardagur, maí 27, 2006
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli