Þar segir lögmaður prestsins Gunnars meðal annars:
"Mín skoðun er að unglingstúlkur eigi afskaplega erfitt með að gera sér grein fyrir hvar mörkin liggja í þessum efnum.
Hann bendir á umræðu um þessi mál undanfarin ár og segir að meðal femínista hafi verið haldið úti háværum umræðum samfara miklum áróðri sem einkennst hefur að miklu leyti að því að karlmenn kunni að vera úlfar í sauðgæru sýni þeir á einhvern hátt umhyggju eða áhuga á viðkomandi.
Umfjöllun fjölmiðla jafnt sem það viðhorf sem kvikmyndir túlka varpa afar mismunandi sýn á þessa hluti og út frá mismunandi viðmiði. Því sé afskaplega auðvelt fyrir áhrifagjarna og óharðnaða unglinga að mistúlka hlýju og umhyggju frá öðrum en þeim sem eru bundnir þeim fjölskylduböndum, " segir Sigurður Þ. Jónsson lögmaður séra Gunnars Björnssonar.
**
Það er sem sagt unglingsstúlkum og femínistum að kenna að presturinn situr í súpunni!
Ég er alltaf að komast að því betur og betur hversu sumir álíta sig eiga mikinn eignarétt yfir líkömum kvenna. Kannski áttar lögmaðurinn sig ekki á því að hann hljómar eins og reynslubolti í því að sýna unglingsstúlkum „hlýju og umhyggju“ sem þær kunna bara hreint ekki að meta - nema síður sé? Fjölmiðlar ættu að krefja hann skýringa á því af hverju hann telur það vera á valdsviði fullorðinna karlmanna að skilgreina hvað þeir mega ganga langt gagnvart líkömum unglingsstúlkna.
Svona viðhorf heyra því miður ekki til fortíðarinnar en þau sýna okkur hvað við eigum í raun mikið eftir í baráttunni. Vonandi hefur presturinn nægilega trú til að láta þennan lögfræðing róa og játa syndir sínar, lögfræðingurinn nógu mikinn sans til að draga ummæli sín til baka og kirkjan nógu mikið siðferðisþrek til að segja þessum karlpungum að þeir eigi að gjöra svo vel að virða sjálfsákvörðunarrétt kvenna yfir eigin líkama.
6 ummæli:
Algjörlega sammála þér.
Hvernig dettur manninum í hug að halda því fram að unglingsstúlkur geti ekki metið það sjálfar hvenær kynferðisleg áreitni á sér stað?
Og hverjir eiga þá að meta það fyrir þær?
Miðaldra prestar sem eru að eigin sögn "hlýjar persónur"? Eða lögfræðingar þeirra?
Nákvæmlega - svakalegt að láta svona út úr sér...
"Unglingsstúlkur þekkja mörkin - perrarnir ekki"
"Það er sem sagt unglingsstúlkum og femínistum að kenna að presturinn situr í súpunni!"
Vitum við af hverju hann situr í súpunni? Vitum við að það sé honum að kenna að hann sitji í súpunni? Eigum við ekki alveg eftir að fá úr því skorið? Mér finnst samt ansi langsótt að klína sökinni á femínista.
Mér finnst allur fréttaflutningur af þessu máli einkennast af æsifréttamennsku. Mér finnst líka alltaf ógeðslegt þegar svona mál komast í hámæli með nafnbyrtingu og myndbyrtingum. Sé þessi maður saklaus (sem ég hef enga hugmynd um) þá mun hann samt líklega aldrei bera þess bætur.
Ég veit alveg að það er mjög sjaldgæft að konur kæri nauðgun án þess að það sé fótur fyrir því. Samt sem áður er ekki hægt að dæma hann á þeim grundvelli.
Já - auðvitað eiga fjölmiðlar að fara varlega í að fjalla um þessi mál - en þeir eiga samt að fjalla um þau.
Ummæli lögmannsins dæma sig sjálf... þau eru ekki hluti af dómsmálinu en þar er hann er að virða sjálfsákvörðunarrétt stúlkna yfir eigin líkama að vettugi. Ég trúi ekki öðru en að ummælin séu brot á siðareglum lögmanna. Hann fer þarna langt út fyrir sínar skyldur sem lögmaður og í þeim birtast viðhorf sem búið er að berjast gegn í áratugi - nefnilega rétt kvenna yfir eigin líkama. Hann vill frekar að karlar hafi þann rétt - til að skilgreina hvað unglingsstúlkum þykir tilhlýðilegt - burtséð frá hvað þeim finnst sjálfum.
Varðandi prestinn og dómsstóla þá er það nú bara þannig að dómskerfið hér er svo lélegt þegar kemur að þessum málaflokki að það gagnast saklausum mönnum ekki neitt...
Svo er annað - þú bendir sjálfur á að það sé afar sjaldgæft að konur kæri í þessum málum án þess að fótur sé fyrir því - og því engin ástæða til að stimpla 3 unglingsstúlkur lygara - líka þangað til annað kemur í ljós. Það er afar afar erfitt að fara fram með kæru sem þessa. Mín samúð liggur þeirra megin - ekki hjá köllunum 2 sem eru afar yfirlýsingaglaðir um sinn eignarétt yfir líkömum kvenna í fjölmiðlum.
Er þetta ekki bara enn eitt dæmið um yfirgengilega PC vitleysu þar sem búið er að innræta stúlkubörn með því að öll snerting af hálfu karmanna sé á einhvern hátt kynferðisleg?
Eins og ég sagði - það er mjög hættulegt að senda þau skilaboð til unglingsstúlkna að miðaldra karlmenn hafi það vald að skilgreina hvað þeim á „að finnast innan marka“. Unglingsstúlkur eiga ekki að þurfa að þola líkamlega snertingu sem þeim finnst óþægileg - hvort sem hún er kynferðisleg eða ekki. Og auðvitað eiga þær aldrei að þurfa að þola kynferðislegt áreiti eða ofbeldi.
Því miður eru enn of margir karlar til sem álíta sig eiga líkama kvenna - og að þeir eigi að geta skilgreint hvar mörkin liggja.
Skrifa ummæli