Það skal ekki bregðast að í hvert skipti sem málefni eins og t.d. GTA og fleira í þeim dúr ber á góma þá hrúgast inn fólk í athugasemdarkerfið, hér um bil tryllt af bræði - með persónulegt skítkast. Til upplýsinga fyrir þessa einstaklinga þá missir þetta algjörlega marks - ég tek ekki mark á einhverjum nafnlausum einstaklingum út í bæ sem kunna ekki að ræða málin og vita ekki um hvað tjáningarfrelsi snýst. Fólk sem virðir tjáningarfrelsi ræðst ekki að öðrum með kommentum eins og „ef ég mætti drepa einhvern myndi ég drepa þig“ eða upphrópunum um heimsku og annað þess háttar. Tjáningarfrelsi byggir á því að mega ræða skoðanir sínar - þar með talið ofbeldisfulla tölvuleiki eins og GTA. Ef fólk er ósammála því að leikinn megi ræða - þá um að gera að beita sér fyrir takmörkunum á tjáningarfrelsi - eða velja þá leið sem margir hafa valið hér - að sleppa því að ræða málin en fara þess í stað út í persónulegt og ómálefnalegt skítkast. Þetta er kallað þöggun - tilraun til þess að fá fólk til að hætta að tjá sig og er mjög svo andstætt ríkjandi hugmyndum um skoðanafrelsi og tjáningarfrelsi. Endurtekinn málflutningur í þessa veru flokkast líka sem andlegt ofbeldi - svona talandi um þetta GTA spilandi einstaklinga sem myndi aldrei detta í hug að gera nokkuð á annarra hlut...
Þau ykkar sem eruð að tapa ykkur í kommentakerfinu hér ættuð að vita það að svona ómálefnalegheit og skítkast eru í raun aðför að tjáningarfrelsi og skoðanafrelsi einstaklinga. Þau sem hafa þessi gildi í alvörunni í heiðri ræða skoðanir - og eru fær um að ræða málin á þeim nótum. Málflutningur eins og sá sem sést hér í kommentakerfinu er heldur ekki til þess fallinn að styrkja þau rök að tölvuleikir séu skaðlausir, nema síður sé.
miðvikudagur, maí 21, 2008
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
Það sem er galli við tjáningarfrelsið er að bjánarnir hafa það líka.
Ég prófaði GTA um daginn til þess að sjá hvað allt fössið snérist um. Er almennt ekki mikið fyrir tölvuleiki. Ég hef haft miklar efasemdir um ofbeldisfulla leiki og hef sterkar skoðanir á því að takmarka aðgang barna að þeim. Það var svolítið furðulegt hvað ég hafði gaman að þessum leik. Nenni nú líklega ekki að spila hann meira en þessir tveir tímar sem ég prófaði leikinn voru áhugaverðir.
Fyrir utan ótrúlega grafík og tæknibrellur þá fannst mér áhugavert að hafa allt þetta val. Ég gat drepið fólk, stolið bílum og misþyrmt vegfarendum á hinn hroðalegasta hátt.En ég hafði líka val um að gera það ekki.
Mér finnst raunar af og frá að þessi leikur hafi neitt með konur að gera sérstaklega.
Miklu frekar er svona framleiðsla niðurlægjandi fyrir karla. Ef einhverstaðar er hægt að sjá samansafn af vondum og villandi steríótýpum karla þá er það í þessum leik.
Ég skil vel þína gagnrýni og tek reyndar undir ýmislegt sem þú segir. Mér finnst samt að hávaðinn í kringum GTA gagnist framleiðandanum best. Stormur í vatnsglasi.
Skrifa ummæli