Traust, traust, traust. Það þarf að vera innihald fyrir því. Því boðar það ekki gott þegar valdhafar beita hörku gegn þeim sem upplýsa um spillinguna. Páll Magnússon hótaði G. Pétri málsókn vegna þess að hann vogaði sér að sýna upptöku af Geir sem sýndi Geir í miður jákvæðu ljósi. Nú hótar Glitnir málsókn vegna þess að fjölmiðlar koma upp um spillingu innan bankans. Löggan handtekur mótmælanda þvert á hans réttindi.
Hvað verður næst?
Allt eru þetta mál sem við sem ekki treystum valdhöfum þökkum fyrir. Við viljum að allt komi upp á borðið og við óttumst að það sem sé í gangi núna þoli ekki dagsins ljós - einmitt vegna þess að vantraustið á sér raunverulegar stoðir í raunveruleikanum.
Vona að fólk láti þetta ekki kúga sig enn frekar. Þau sem búa yfir upplýsingum hafa vissar skyldur gagnvart þjóðinni til að segja frá.
miðvikudagur, nóvember 26, 2008
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
Talandi um traust. Veistu hvað ég varð döpur þegar ég sá niðurstöður nýjustu viðhorfskönnunar MMR? *grát* :)
Ég kenni um draugum fortíðar og fordómum.
Skrifa ummæli