Búin að laga það sem fór úrskeiðis í uppfærslunni í beta blogger. Bætti inn nokkrum tengiliðum í leiðinni - sem ég er búin að vera lengi á leiðinni að setja á listann...
Nýbúin að senda pistilinn í Viðskiptablaðið. Að sjálfsögðu er hann um 16 daga átakið. Hvað annað? Er nokkuð beinskeytt í pistlinum hvað varðar þátttöku karla í baráttunni gegn kynferðisofbeldi. Reikna með að mörgum þeirra eigi ekki eftir að líka það vel... en ætli ég orði það bara ekki þannig að það þýðir ekkert að pakka karlkyninu inn í bómull þegar kemur að baráttunni gegn kynferðisofbeldi. Þetta kemur þeim við rétt eins og okkur konunum.
Annars var Ingólfur Ásgeir með skemmtilega nálgun á málþinginu á laugardaginn. Þar viðraði hann enn og aftur þá hugmynd sína að kenna ætti börnum dans þar sem bæði kyn fá að stjórna - og vera stjórnað. Á þann hátt læra strákar að vera stjórnað af konum og konur læra að vera við stjórnvölinn. Ég hef nokkrum sinnum minnst á þessa hugmynd hans Ingólfs og yfirleitt eru undirtektir blendnar. Oft heyrist æ, látið nú eitthvað í friði. Mér finnst þetta samt bráðsmellin hugmynd, sérstaklega þar sem ég á mjög erfitt með að láta að stjórn í dansi (ok - líka á öðrum sviðum...). Einnig finnst mér þetta áhugavert í ljósi hugmynda um leiðtoga og hversu kynjað það hugtak er. Sjá til dæmis niðurstöður úr prófkjörum undanfarinna vikna þar sem "eðlilegt" þykir að kjósa karla í fyrsta sætið og konur í besta falli í næstu sæti á eftir. Þannig er kosið eftir kyni en ekki hæfni - rétt eins og í dansinum. Þar er stjórnandinn valinn eftir kyni en ekki eftir hæfni. Er eitthvað vit í því?
Sýnir færslur með efnisorðinu kynbundið ofbeldi. Sýna allar færslur
Sýnir færslur með efnisorðinu kynbundið ofbeldi. Sýna allar færslur
þriðjudagur, nóvember 28, 2006
fimmtudagur, nóvember 23, 2006
16 daga átakið að hefjast
Tíminn er svo fljótur að líða... og nú er 16 daga átakið að byrja á morgun. Hefst með morgunverðarfundi UNIFEM. Á laugardag er svo karlahópur FÍ með ráðstefnu í samvinnu við Stígamót og Bríeti. Endilega að mæta :)
Alla dagskránna er að finna hér.
"Frá Konum til Karla"
Ráðstefna um kynferðisofbeldi
Stígamót, Bríet og Karlahópur Femínistafélagsins munu halda tvenn málþing í tilefni af 16 daga átaki gegn kynbundnu ofbeldi
Tjarnarbíó 25. Nóvember 2006
kl 12:00-13:30 „Þær sem ekki passa sig þær eru sekar"
Konur hlaða táknræna steinvörðu – takið með steina!
kl 14:00-16:00 Málþing um ábyrgð karla í umræðunni um kynferðisofbeldi
kl 16:00-16:30 Tekið þátt í mótmælastöðu við Héraðsdóm Reykjavíkur
Gengið verður að Héraðsdómi Reykjavíkur við Lækjartorg þar sem þögul mótmæli eru í gangi vegna lélegrar nýtingar á refsiramma laganna gagnvart nauðgurum.
kl 17:00-19:00 Lokaspjall
Að mótmælastöðunni lokinni er fólki boðið aftur upp í Tjarnarbíó þar sem samantekt verður gerð á málþingunum tveimur.
Boðið verður upp á veitingar og ljúfa tóna frá trúabdorunum Lay Low og Þóri
Aðgangur ókeypis.
Nánari upplýsingar og ítarlegri dagskrá má finna á http://karlarsegjanei.net/, http://www.stigamot.is og http://www.jaaframstelpur.blogspot.com
Alla dagskránna er að finna hér.
"Frá Konum til Karla"
Ráðstefna um kynferðisofbeldi
Stígamót, Bríet og Karlahópur Femínistafélagsins munu halda tvenn málþing í tilefni af 16 daga átaki gegn kynbundnu ofbeldi
Tjarnarbíó 25. Nóvember 2006
kl 12:00-13:30 „Þær sem ekki passa sig þær eru sekar"
Konur hlaða táknræna steinvörðu – takið með steina!
kl 14:00-16:00 Málþing um ábyrgð karla í umræðunni um kynferðisofbeldi
kl 16:00-16:30 Tekið þátt í mótmælastöðu við Héraðsdóm Reykjavíkur
Gengið verður að Héraðsdómi Reykjavíkur við Lækjartorg þar sem þögul mótmæli eru í gangi vegna lélegrar nýtingar á refsiramma laganna gagnvart nauðgurum.
kl 17:00-19:00 Lokaspjall
Að mótmælastöðunni lokinni er fólki boðið aftur upp í Tjarnarbíó þar sem samantekt verður gerð á málþingunum tveimur.
Boðið verður upp á veitingar og ljúfa tóna frá trúabdorunum Lay Low og Þóri
Aðgangur ókeypis.
Nánari upplýsingar og ítarlegri dagskrá má finna á http://karlarsegjanei.net/, http://www.stigamot.is og http://www.jaaframstelpur.blogspot.com
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)