fimmtudagur, nóvember 23, 2006

16 daga átakið að hefjast

Tíminn er svo fljótur að líða... og nú er 16 daga átakið að byrja á morgun. Hefst með morgunverðarfundi UNIFEM. Á laugardag er svo karlahópur FÍ með ráðstefnu í samvinnu við Stígamót og Bríeti. Endilega að mæta :)

Alla dagskránna er að finna hér.

"Frá Konum til Karla"
Ráðstefna um kynferðisofbeldi
Stígamót, Bríet og Karlahópur Femínistafélagsins munu halda tvenn málþing í tilefni af 16 daga átaki gegn kynbundnu ofbeldi

Tjarnarbíó 25. Nóvember 2006

kl 12:00-13:30 „Þær sem ekki passa sig þær eru sekar"
Konur hlaða táknræna steinvörðu – takið með steina!

kl 14:00-16:00 Málþing um ábyrgð karla í umræðunni um kynferðisofbeldi

kl 16:00-16:30 Tekið þátt í mótmælastöðu við Héraðsdóm Reykjavíkur
Gengið verður að Héraðsdómi Reykjavíkur við Lækjartorg þar sem þögul mótmæli eru í gangi vegna lélegrar nýtingar á refsiramma laganna gagnvart nauðgurum.

kl 17:00-19:00 Lokaspjall
Að mótmælastöðunni lokinni er fólki boðið aftur upp í Tjarnarbíó þar sem samantekt verður gerð á málþingunum tveimur.

Boðið verður upp á veitingar og ljúfa tóna frá trúabdorunum Lay Low og Þóri

Aðgangur ókeypis.

Nánari upplýsingar og ítarlegri dagskrá má finna á http://karlarsegjanei.net/, http://www.stigamot.is og http://www.jaaframstelpur.blogspot.com

1 ummæli:

katrín anna sagði...

ps. var að uppfæra bloggið mitt... og það hefur greinilega eitthvað skolast til. Laga það seinna þegar ég hef tíma :)