þriðjudagur, nóvember 07, 2006

Minni á Hittið

PERSÓNUFRELSI - KYNFRELSI – FRIÐHELGI EINKALÍFS- HVERNIG ER REFSAÐ FYRIR BROT?

Hittið 7. nóv kl. 20 á Thorvaldsenbar

Allt of lengi hefur verið litið á kynbundið ofbeldi sem náttúrulögmál á Íslandi. Á allra síðustu vikum hefur þó skapast mikil umræða um þessi mál. Þá er oft litið fram hjá því að um árabil hefur ríkt neyðarástand á Íslandi. Neyðarástand vegna þess að réttarkerfið, löggjöfin og löggæslan hafa verið vanbúin til þess að taka á kynbundnu ofbeldi. Á Alþingi liggur fyrir frumvarp um breytingar á kynferðisbrotakafla almennra hegningarlaga. Á næsta hitti Femínistafélagsins sem haldið verður þriðjudaginn 7. nóvember kl. 20.00 á Thorvaldsenbar (Bertelstofu) skoðum við hvort frumvarpið gangi nógu langt til verndar þeim sem beitt hefur verið kynbundna ofbeldi.

Á hittinu verður einnig fjallað um hugtakið kynfrelsi, hugmyndir samfélagsins um kynhvöt karla annars vegar og kvenna hins vegar og þau tvöföldu skilaboð sem kynin fá um kynlíf, hvað sé leyft, hvað viðurkennt og hvað ekki. Síðast en ekki síst verður fjallað um friðhelgi einkalífs í tengslum við kynfrelsishugtakið.

Dagbjört Ásbjörnsdóttir mannfræðingur og M.A. í kyn- og kynlífsfræðum.Karlar frá Mars og konur frá Venus? Ríkjandi orðræða um kynverund kynjanna.

Atli Gíslason, lögmaður og Jóhanna Katrín Magnúsdóttir, laganemi Mannréttindi og réttarvernd kynfrelsis.

Engin ummæli: