Trúi ekki að Herra Ísland keppnin hafi að mestu leyti farið fram hjá mér. Ég sem er svo mikil áhugamanneskja um svona konu og karla sýningar - enda eðlilegasti hlutur í heimi að fólk sem fer í atvinnuviðtal þurfi að spranga um á sundfötum og spariskóm áður en hægt er að ákveða hvort eigi að ráða það í vinnu. Það er svo sem ágætis mælikvarði á hver er líklegastur til að hlýða....
Annars finnst mér ein flottasta fyrirmyndin núna vera Dagný Kristjáns sem þorði að skrifa grein um Latabæ - óskabarn þjóðarinnar - sem var ekki stútfull af h-vítamíni! Mæli með lestrinum í Fréttablaðinu en TMM greinin er lengri og ítarlegri. Ég er bara rétt búin að glugga í þá grein en hlakka til að lesa hana alla :)
Tilkynningaskyldan hvetur svo alla til að lesa 5 bestu og 5 verstu bókatitlana á þessu ári sem birtast í Fréttablaðinu á morgun eða næstu daga (gleymdi að spyrja...). Yours truly er í hópi hinna hæstvirtu álitsgjafa fyrir þennan háalvarlega dóm. Þarf varla að taka fram að farið var rækilega yfir kynjahlutföllin áður en listinn var sendur...
ps. trúi ekki að enginn sé búinn að kommenta á fína endurskinsmerkið sem ég gerði fyrir Umferðarstofu - þau gleymdu óvart að hafa það með!
miðvikudagur, nóvember 29, 2006
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
4 ummæli:
Ég er virkilega ánægð með endurskinsmerkið þitt!
:)
Hvaða endurskinsmerki??
Þetta sem er hér fyrir neðan undir fyrirsögninni Bara að gamni...
Svo má skoða Umferðarstofumerkin hér:
http://www.sjaumst.is/
Skrifa ummæli