mánudagur, nóvember 27, 2006

Bensínælandi bíll og snilldar rökhugsun

Bíllinn hans Grétar er búinn að láta mig vita að hann kærir sig ekkert sérstaklega um að ég sé að þvælast á honum. Ætlaði að vera voða góð við hann í dag og setja á hann bensín en viðbrögðin voru þau að hann spúaði því yfir mig... Ekki gaman - og ekki vel lyktandi!

Verð að setja hér inn snilldardæmi um rökvísi. Er ekki sagt að karlmenn séu einstaklega góðir í rökhugsun á meðan við konurnar stjórnumst af tilfinningum? Hér er eitt gott dæmi - karlinn með rökin og konan ég sýndi frekar sterk tilfinningaviðbrögð þegar ég las þetta. Þið megið giska á af hvaða sort þau voru...

"Hvers vegna eru nashyrningar í Afríku í útrýmingarhættu, en ekki sauðir á Íslandi? Vegna þess að sauðirnir eru í einkaeigu. Eigendur þeirra hirða um þá, merkja sér þá, girða þá af. Enginn á hins vegar nashyrningana svo að enginn gætir þeirra."


Fréttablaðið 10. nóv 2006, bls. 30. Hannes Hólmsteinn Gissurarson.

1 ummæli:

Silja Bára sagði...

ahemm.... ég held að tilfinningaleg viðbrögð mín við þessum orðum hafi verið mjög svipuð þeim sem ég ímynda þér að hafi komið frá þér!