þriðjudagur, nóvember 28, 2006

Prófkjör VG

Prófkjör VG er á laugardaginn. Það verður örugglega góður dagur því þá á mamma mín afmæli :) Það eru margir fyrirmyndarfemínistar að taka þátt í prófkjörinu. Mér telst svo til að það séu 10 konur í framboði en það má kjósa í 12 sæti allt í allt. Ég er að rembast við að vera hlutlaus talskona... hahaha - gengur ekki vel því ein af mínum uppáhalds konum er í framboði. Það er Guðfríður Lilja, skákdrottning með meiru. Hún er auðvitað femínisti, hrikalega klár og frábær í alla staði. Ég fer að gráta ef hún kemst ekki á þing... Svo eru fleiri af mínum uppáhalds femínistum í framboði. Bæði Kristín Tómas og Andrea Ólafs hafa verið ötular í Femínistafélaginu. Eru báðar róttækar, klárar og skemmtilegar. Svo er auðvitað Kolbrún Halldórs sem hefur verið sá þingmaður sem hefur staðið sig einna best í að koma femínískum málum að. Mæli pottþétt með henni í 1. sætið. Katrín Jakobs er líka rosaklár - þó ég viti ekki alveg ennþá hversu mikill femínisti hún er. Hún er allavega með umhverfismálin á hreinu og ég hef dáðst að henni leynt og ljóst síðan ég heyrði hana lýsa því hvernig hún hreinsar tau-kúkableiurnar sem hún notar á barnið sitt í staðinn fyrir pappableiurnar... Svo eru þarna fleiri kjarnakonur sem ég hef heyrt margt gott um en þekki ekki sjálf. Það verður greinilega úr vöndu að ráða hvernig á að velja í sætin...

4 ummæli:

Berglind Rós Magnúsdóttir sagði...

Búin að velja, kaus utankjörstaðar. Alveg sammála þér - var úr vöndu að velja. Trúi ekki öðru en allar þessar kjarnakonur sem þú nefnir komi vel út í prófkjörinu.

Nafnlaus sagði...

Oft var þörf en nú er nauðsyn á að koma konum að... Verður mjög erfitt að velja, hlakka mikið til að sjá niðurstöðurnar. Hvernig er það annars, mega borgarstýrur ekki fá link á síðunni?

Bestu,

s

katrín anna sagði...

Jú auðvitað fær Borgarstýran link.... bara tæknileg mistök að þú varst ekki komin inn fyrr :)

ErlaHlyns sagði...

Ég hef aldrei lent í öðrum eins vandræðum í að velja fólk á lista. Venjulega eru kannski 3-5 sem mér líst vel á en þekki hvorki haus né sporð á hinum. Í þessu prófkjöri er svo mikið af flottu fólki að ég nánast fæ valkvíða.