Fór á málfund hjá MK á föstudaginn um klámvæðinguna. Við vorum 2 sem töluðum á móti klámvæðingu og 2 sem töluðu með henni... eða 2 sem töluðum með því að útrýma klámvæðingunni og 2 sem voru á móti því - allt eftir því á hvernig málið er litið.
Er nú alveg á því að við höfum verið með betri rök fyrir máli okkar. Það vakti athygli mína að á fremstu bekkina röðuðu sér bara strákar og bara strákar spurðu okkur spurninga. Reyndar voru mun fleiri strákar á fundinum en stelpur.
Verð að hrósa MK fyrir að taka málið upp en verð líka að segja að mikið djöf... eigum við langt í land. Allt of mörgum ungmennum finnst það í lagi að konur séu neysluvara og stillt upp sem fáklæddum sílikonum út um allt - en vonandi eru það bara þeir sem láta hæst í sér heyra.
Þetta var þó hin besta skemmtun :)
sunnudagur, október 30, 2005
fimmtudagur, október 27, 2005
3 dögum eftir kvennafrí...
Point er komið á svarta listann minn. Fór þangað áðan til að skila posa sem við leigðum fyrir Kvennafrídaginn. Tek eftir þegar ég er að skila posanum að þeir eru með risastóra klámmynd hangandi upp á vegg.... kvartaði við gaurinn sem roðnaði niður í tær þegar ég spurði hann hvort hann væri með klámmynd upp á vegg. Fékk síðan að tala við framkvæmdastjórann - hann Elvar - sem sagðist bara ekkert hafa spáð í þetta. Ætlaði kannski að athuga málið, en - vel að merkja - konurnar sem vinna þarna hafa ekkert kvartað og hinir kúnnarnir ekki heldur. Ég ætti nú að skilja að fólk hefur mismunandi skoðanir á þessu og þó að kynferðisleg áreitni sé bönnuð í lögum þá er nú hægt að hafa skoðanir á lögunum samt - og auk þess þá gæti bara vel verið að honum þætti fínt að hafa svona myndir út um allt af dóttur sinni, konu eða mömmu.... Eina sem ég hugsa núna þegar ég hugsa um þennan mann er PERRI. Finnst SUMUM (sko PC) karlmönnum virkilega ekkert að því að tala um það eins og sjálfsagt mál að þeim finnist í lagi að sjá klámmyndir af dætrum sínum út um allt??????
miðvikudagur, október 26, 2005
2 dögum eftir Kvennafrí!
Það er við hæfi að hefjast aftur hendi við að blogga.... ok - löngu kominn tími til. Síðustu dagar hafa verið ótrúlegir. Ég veit eiginlega ekki hvaða orð ég á að nota. Ég er að springa úr stolti yfir íslenskum konum!!! Íslenskar konur þora, vilja og geta - mættu 50 þús í miðborgina og heilmargar víðs vegar um landið. Þetta kalla ég kraft.
Skondið svo að fylgjast með umræðunni - einhver var að benda á pistill í Mogganum sem var að vinsamlegast að benda konum á að sumir hefðu bara annað gildismat en aðrir og sæktust ekki eftir veraldlegum eignum... döhhhh - eins og þessar tugþúsunda kvenna sem tóku þátt í Kvennafrídeginum til að mótmæla launamun!!!!
Egill Helga var líka á þeirri skoðun að framkvæmdanefndin hefði alveg mátt búast við þessum fjölda. Hann hefði sko giskað á að 50þús konur myndu mæta í miðborgina viku fyrir fundinn. Jamm - það var einmitt akkúrat þá sem við vorum að hefja undirbúning! :-o
Einhver gaur í Viðskiptablaðinu skrifaði hjartnæman pistil um að misrétti væri sko ekki körlum að kenna heldur hina opinbera...
Ekki er öll vitleysan eins, segi ég nú bara - en það er auðvitað ástæðan fyrir því að við erum í baráttu.
Er þetta ekki málið?
ps. má ekki örugglega stela myndum af mbl.is til að setja á blogg? Júlíus tók myndina - svo hann fái nú kredit!
Skondið svo að fylgjast með umræðunni - einhver var að benda á pistill í Mogganum sem var að vinsamlegast að benda konum á að sumir hefðu bara annað gildismat en aðrir og sæktust ekki eftir veraldlegum eignum... döhhhh - eins og þessar tugþúsunda kvenna sem tóku þátt í Kvennafrídeginum til að mótmæla launamun!!!!
Egill Helga var líka á þeirri skoðun að framkvæmdanefndin hefði alveg mátt búast við þessum fjölda. Hann hefði sko giskað á að 50þús konur myndu mæta í miðborgina viku fyrir fundinn. Jamm - það var einmitt akkúrat þá sem við vorum að hefja undirbúning! :-o
Einhver gaur í Viðskiptablaðinu skrifaði hjartnæman pistil um að misrétti væri sko ekki körlum að kenna heldur hina opinbera...
Ekki er öll vitleysan eins, segi ég nú bara - en það er auðvitað ástæðan fyrir því að við erum í baráttu.
Áfram stelpur standa á fætur
slítum allar gamlar rætur
þúsund ára kvennakúgunar.
Ef einstaklingurinn er virkur
verður fjöldinn okkar styrkur
og við gerum ótal breytingar.
Er þetta ekki málið?
ps. má ekki örugglega stela myndum af mbl.is til að setja á blogg? Júlíus tók myndina - svo hann fái nú kredit!
laugardagur, október 22, 2005
Sumir...
Áfram stelpur!
Nú á ég bæði diskinn og plötuna Áfram stelpur. Ekkert er betra til að ná upp baráttustemningunni en að hlusta á þessa beittu og snilldarlegu texta. En græðgin er alveg að fara með mig. Sumir segja að græðgi sé góð og ég hallast á að svo sé í þessu tilfelli. Mig langar nefnilega svo mikið í bókina Já, ég þori, get og vil. Var að skoða hana áðan og hún er æði. Fer pottþétt á jólagjafalistann í ár - ef ég verð ekki sprunginn á limminu áður og búin að kaupa hana!
Nú styttist í kvennafrí. Ég hlakka svo mikið til að ég má ekki vera að því að hugsa um neitt annað.. þetta verður skemmtilegasti mánudagur ársins eins og þær Rósa og Edda sögðu í viðtalinu við Birtu. Ég er reyndar á því að þetta verði skemmtilegasti mánudagur margra ára...
Nú styttist í kvennafrí. Ég hlakka svo mikið til að ég má ekki vera að því að hugsa um neitt annað.. þetta verður skemmtilegasti mánudagur ársins eins og þær Rósa og Edda sögðu í viðtalinu við Birtu. Ég er reyndar á því að þetta verði skemmtilegasti mánudagur margra ára...
mánudagur, október 17, 2005
Að kunna að...
Þorgerður Katrín tók sigrinum kvenlega.
Kristján Þór tók aftur á móti ósigrinum karlmannlega.
Kristján Þór tók aftur á móti ósigrinum karlmannlega.
Kvennafrí
Nú yfirtekur undirbúningur allan minn tíma... sem er bara gaman en þýðir að það er lítill tími til að blogga. En hér eru ástæðurnar fyrir kvennafríinu!
Hvers vegna kvennafrí?
…atvinnutekjur kvenna eru aðeins 64,15% af atvinnutekjum karla
…konur eru með 72% af launum karla fyrir jafnlangan vinnutíma
…barneignir hafa neikvæð áhrif á laun kvenna en jákvæð áhrif á laun karla
...margar konur búa við öryggisleysi og ógn á heimilum sínum
…ein af hverjum þremur konum verður fyrir kynbundnu ofbeldi á lífsleiðinni
...konur uppskera ekki í samræmi við menntun sína
…konur í fyrirtækjarekstri hafa verri aðgang að fjármagni…ábyrgð á umönnun barna og heimilisstörfum er enn að mestu á höndum kvenna
...umönnunarstörf eru með lægst launuðu störfum á vinnumarkaði
...rödd kvenna er veik í fjölmiðlum
...litið er á líkama kvenna sem söluvöru
…kona hefur aldrei verið forsætisráðherra, bankastjóri eða biskup
...konur hafa aldrei verið helmingur þingmanna
...konur njóta ekki jafnréttis á við karla
....þessu þarf að breyta. Ég þori, get og vil!
KONUR SÝNUM SAMSTÖÐU
Leggjum niður störf á Kvennafrídaginn 24. október kl. 14.08 og fyllum miðborgina svo eftir verði tekið – eins og fyrir 30 árum.
Hittumst á Skólavörðuholti kl. 15 og förum í kröfugöngu.
Baráttufundur á Ingólfstorgi kl. 16.
Hvers vegna kvennafrí?
…atvinnutekjur kvenna eru aðeins 64,15% af atvinnutekjum karla
…konur eru með 72% af launum karla fyrir jafnlangan vinnutíma
…barneignir hafa neikvæð áhrif á laun kvenna en jákvæð áhrif á laun karla
...margar konur búa við öryggisleysi og ógn á heimilum sínum
…ein af hverjum þremur konum verður fyrir kynbundnu ofbeldi á lífsleiðinni
...konur uppskera ekki í samræmi við menntun sína
…konur í fyrirtækjarekstri hafa verri aðgang að fjármagni…ábyrgð á umönnun barna og heimilisstörfum er enn að mestu á höndum kvenna
...umönnunarstörf eru með lægst launuðu störfum á vinnumarkaði
...rödd kvenna er veik í fjölmiðlum
...litið er á líkama kvenna sem söluvöru
…kona hefur aldrei verið forsætisráðherra, bankastjóri eða biskup
...konur hafa aldrei verið helmingur þingmanna
...konur njóta ekki jafnréttis á við karla
....þessu þarf að breyta. Ég þori, get og vil!
KONUR SÝNUM SAMSTÖÐU
Leggjum niður störf á Kvennafrídaginn 24. október kl. 14.08 og fyllum miðborgina svo eftir verði tekið – eins og fyrir 30 árum.
Hittumst á Skólavörðuholti kl. 15 og förum í kröfugöngu.
Baráttufundur á Ingólfstorgi kl. 16.
föstudagur, október 14, 2005
Family business
Á morgun feta ég í fótspor föður míns og bróður og legg fyrir mig skiltagerð.
Hallveigarstaðir milli kl. 10 - 16... fyrir þá sem vilja útbúa kröftug skilti fyrir 24. okt!!!! :)
Hallveigarstaðir milli kl. 10 - 16... fyrir þá sem vilja útbúa kröftug skilti fyrir 24. okt!!!! :)
fimmtudagur, október 13, 2005
Er það af sem áður var?
Þetta viðhorf birtist í mogganum 1975 fyrir kvennafrídaginn:
P.S.: - Skyldu ástamál rauðsokkunnar vera í lagi? Væntanlega eru þær á kaupi í hjónarúminu. "Þetta" er atvinnugrein, meira að segja hátt launuð. Ekkert vit í því fyrir konur að gera neitt kauplaust. Þó þær hafi ánægju af sjálfar, sem ég efa mjög, verða eiginmenn þeirra að borga þeim kaup fyrir, og væntanlega hærra um helgar og á hátíðum, eða hvað?
Ætli sömu viðhorf séu í gangi núna? Hlakka til að fylgjast með umræðunni :)
Síminn og Sjóvá
Í Blaðinu í dag stendur:
Síminn og Sjóvá bjóða upp á íslenska bachelorinn
Held það sé óhætt að taka þessu bókstaflega!
Síminn og Sjóvá bjóða upp á íslenska bachelorinn
Held það sé óhætt að taka þessu bókstaflega!
Svik á svik ofan
Mér var boðið á svikaráðstefnu. Því miður gleymdi ég að skrá mig - en mér var lofað fríu fílófaxi, fullt af góðum internet-söluráðum og mat - fríkeypis!
þriðjudagur, október 11, 2005
Killer instinctið fær að njóta sín!
Vegna ítrekaðra áskoranna frá sjálfri mér og Steini Loga Björnssyni, forstjóra Húsasmiðjunnar - frá morgunverðarfundinum góða - hef ég ákveðið að láta killer instinctið mitt stíga fram í dagsljósið og láta þrýsting samfélagsins lönd og leið...
Hahahahahahahaha - hrikalega var það gott á Valsstelpurnar að tapa 8-1 eftir þessa hallærislegu og undirgefnu auglýsingaherferð sem þær fóru í! LOL :)
Hahahahahahahaha - hrikalega var það gott á Valsstelpurnar að tapa 8-1 eftir þessa hallærislegu og undirgefnu auglýsingaherferð sem þær fóru í! LOL :)
Teiknimyndasögur
Teiknimyndasögur eru snilldarform til að koma framtíðarsýn á framfæri. Splæsti á bókina Forðist okkur eftir Hugleik Dagsson - sem er í raun 3 bækur í 1.
Uppáhaldsbrandararnir mínir úr bókinni eru tveir:
Dóttir: Pabbi þegar ég er orðin stór ætla ég að verða hóra.
Pabbinn: Takk PoppTíví
Hinn sést hér til hliðar.
Merkilegt nokk eru báðir þessir brandarar á mbl.is auglýsingunni...
Uppáhaldsbrandararnir mínir úr bókinni eru tveir:
Dóttir: Pabbi þegar ég er orðin stór ætla ég að verða hóra.
Pabbinn: Takk PoppTíví
Hinn sést hér til hliðar.
Merkilegt nokk eru báðir þessir brandarar á mbl.is auglýsingunni...
mánudagur, október 10, 2005
Glöð
orbitrekk: 30 mín
magaæfingar: 30
súkkulaði: næstum innan skynsamlegra marka
áfengi: 0 - ef romm í rúsínunum í súkkúlaðinu telst ekki með...
sígarettur: 0
þyngd: ekki vitað
Nei - ég er ekki að breytast í Bridget Jones en lesklúbbur FÍ er að byrja aftur eftir vetrarfrí og fyrst á dagskrá er að skoða bækur og kvikmyndir um Bridget Jones - til að athuga hvort femíníski vinkillinn detti út af tjaldinu. Nánari upplýsingar fyrir áhugasama á umræðuvef.
Ég er alltaf glöð þegar ég er dugleg og næ að grynnka á verkefnalistanum... þó nóg sé eftir á honum samt.
Kaffisopinn á lífræna kaffihúsinu sem ég held að heiti Bleika dúfan var góður - og félagsskapurinn líka.
Vildi að flestir dagar væru næstum því svona... :)
magaæfingar: 30
súkkulaði: næstum innan skynsamlegra marka
áfengi: 0 - ef romm í rúsínunum í súkkúlaðinu telst ekki með...
sígarettur: 0
þyngd: ekki vitað
Nei - ég er ekki að breytast í Bridget Jones en lesklúbbur FÍ er að byrja aftur eftir vetrarfrí og fyrst á dagskrá er að skoða bækur og kvikmyndir um Bridget Jones - til að athuga hvort femíníski vinkillinn detti út af tjaldinu. Nánari upplýsingar fyrir áhugasama á umræðuvef.
Ég er alltaf glöð þegar ég er dugleg og næ að grynnka á verkefnalistanum... þó nóg sé eftir á honum samt.
Kaffisopinn á lífræna kaffihúsinu sem ég held að heiti Bleika dúfan var góður - og félagsskapurinn líka.
Vildi að flestir dagar væru næstum því svona... :)
sunnudagur, október 09, 2005
Kvikmyndahátíð
Ég afrekaði að sjá 3 myndir á kvikmyndahátíð - og það afrek má rekja til þess að Sóley var á landinu og að Halla bauð okkur á síðustu myndina! Femínistar klikka ekki í að halda konu við efnið :)
Fyrsta myndin sem ég sá var Zero degrees of seperation. Vegna bílastæðisvanda og annarra vanda missti ég af byrjuninni en restin af myndinni var fín. Þetta var heimildarmynd um stöðuna í Ísrael og Palestínu og tekin voru viðtöl við lesbískt par og homma par þar sem annar aðilinn var frá Ísrael og hinn Palestínu. Þetta var fyrst og fremst fróðleg mynd og hún hélt mér við efnið allan tímann út af því. Umgjörðin var frekar hrá og greinilegt að þetta er ekki high budget mynd en það var innihaldið sem skipti máli...
Næsta mynd var Born into brothels. Það var mun meira lagt í þessa mynd heldur en þá fyrri. Myndin er um börn vændiskvenna í rauða hverfinu í Kalkútta. Fyrir þeim liggur sama framtíð og mæðra þeirra og feðra - sem er vægast sagt ekki kræsileg. Myndin sýnir vel hvernig börnin búa yfir frábærum hæfileikum til að komast af við ömurlegar aðstæður en hún sýnir líka vel hvernig framtíðin er kortlögð miðað við umhverfi - og að þeirra býður ekkert nema vonleysið, örbirgð og óhamingja. Konan sem gerði myndina fór þá leið að gefa börnunum myndavélar svo að þau gætu myndað sitt daglega líf, hún hélt fyrir þau ljósmyndanámskeið og gerði allt sem hún gat til að koma þeim í skóla. 2 barnanna voru í skóla þegar myndinni lýkur, 1 stelpa flúði að heiman og fyrir hinum lá framtíðin svört að fótum þeirra vegna mismunandi aðstæðna. Sumir foreldrarnir leyfðu þeim ekki að fara í skólann, önnur hættu sjálf. Þetta var sorgleg mynd en samt svo yndisleg. Sýndi svo vel hvað börnin eru vel gefin, lífsglöð og skemmtileg - en fædd inn í ömurlegar aðstæður sem er fjandanum erfiðara að komast út.
Síðasta myndin sem ég sá var 6. maí. Mynd eftir Theo Van Gough og sú síðasta sem hann gerði áður en hann var myrtur. Hrifning mín fyrir myndinni dofnar og dofnar eftir því sem ég hugsa um hana meira. Fannst hún sexist á köflum - sem eru auðvitað nánast fatalt fyrir myndir í mínum huga - og síðan fannst mér hún einum of hlutdræg gagnvart Pim Fortuyn, hollenska stjórnmálamanninum sem var myrtur. Í myndinni er Fortuyn gerður að nokkurs konar hetju fólksins og það fer soldið í taugarnar á mér því ég held að hann eigi það ekki skilið - en þyrfti að kanna það aðeins betur... Eftir myndina voru umræður og framleiðandi myndarinnar sat (eða stóð) fyrir svörum. Við vorum afar fá í salnum þannig að þetta varð bara létt spjall og ég sleppti að spyrja hann út í sexismann. Chicken!!!! En kona vill ekki alltaf skemma stemninguna...
Fyrsta myndin sem ég sá var Zero degrees of seperation. Vegna bílastæðisvanda og annarra vanda missti ég af byrjuninni en restin af myndinni var fín. Þetta var heimildarmynd um stöðuna í Ísrael og Palestínu og tekin voru viðtöl við lesbískt par og homma par þar sem annar aðilinn var frá Ísrael og hinn Palestínu. Þetta var fyrst og fremst fróðleg mynd og hún hélt mér við efnið allan tímann út af því. Umgjörðin var frekar hrá og greinilegt að þetta er ekki high budget mynd en það var innihaldið sem skipti máli...
Næsta mynd var Born into brothels. Það var mun meira lagt í þessa mynd heldur en þá fyrri. Myndin er um börn vændiskvenna í rauða hverfinu í Kalkútta. Fyrir þeim liggur sama framtíð og mæðra þeirra og feðra - sem er vægast sagt ekki kræsileg. Myndin sýnir vel hvernig börnin búa yfir frábærum hæfileikum til að komast af við ömurlegar aðstæður en hún sýnir líka vel hvernig framtíðin er kortlögð miðað við umhverfi - og að þeirra býður ekkert nema vonleysið, örbirgð og óhamingja. Konan sem gerði myndina fór þá leið að gefa börnunum myndavélar svo að þau gætu myndað sitt daglega líf, hún hélt fyrir þau ljósmyndanámskeið og gerði allt sem hún gat til að koma þeim í skóla. 2 barnanna voru í skóla þegar myndinni lýkur, 1 stelpa flúði að heiman og fyrir hinum lá framtíðin svört að fótum þeirra vegna mismunandi aðstæðna. Sumir foreldrarnir leyfðu þeim ekki að fara í skólann, önnur hættu sjálf. Þetta var sorgleg mynd en samt svo yndisleg. Sýndi svo vel hvað börnin eru vel gefin, lífsglöð og skemmtileg - en fædd inn í ömurlegar aðstæður sem er fjandanum erfiðara að komast út.
Síðasta myndin sem ég sá var 6. maí. Mynd eftir Theo Van Gough og sú síðasta sem hann gerði áður en hann var myrtur. Hrifning mín fyrir myndinni dofnar og dofnar eftir því sem ég hugsa um hana meira. Fannst hún sexist á köflum - sem eru auðvitað nánast fatalt fyrir myndir í mínum huga - og síðan fannst mér hún einum of hlutdræg gagnvart Pim Fortuyn, hollenska stjórnmálamanninum sem var myrtur. Í myndinni er Fortuyn gerður að nokkurs konar hetju fólksins og það fer soldið í taugarnar á mér því ég held að hann eigi það ekki skilið - en þyrfti að kanna það aðeins betur... Eftir myndina voru umræður og framleiðandi myndarinnar sat (eða stóð) fyrir svörum. Við vorum afar fá í salnum þannig að þetta varð bara létt spjall og ég sleppti að spyrja hann út í sexismann. Chicken!!!! En kona vill ekki alltaf skemma stemninguna...
þriðjudagur, október 04, 2005
Hittið
Allt of mikið af sjúkrabílum í kring um mig í dag. Mér líst ekki á það. Vona að allt endi vel.
En Hittið var fínt. Ágætt að heyra frá fulltrúum stjórnmálaflokkanna - þó þeir hafi nú greinilega tekið þetta misalvarlega og 2 sem ekki mættu. Heppnar bara að það voru konur úr þeirra flokkum á staðnum sem redduðu þeim... með glæsibrag! Skemmtilegast þó að allir fulltrúarnir sem mættu eru nú meðlimir í FÍ og 2 fyrrverandi ráðskonur félagsins. Kannski einum of mikið lókal en samt ekki.
En Hittið var fínt. Ágætt að heyra frá fulltrúum stjórnmálaflokkanna - þó þeir hafi nú greinilega tekið þetta misalvarlega og 2 sem ekki mættu. Heppnar bara að það voru konur úr þeirra flokkum á staðnum sem redduðu þeim... með glæsibrag! Skemmtilegast þó að allir fulltrúarnir sem mættu eru nú meðlimir í FÍ og 2 fyrrverandi ráðskonur félagsins. Kannski einum of mikið lókal en samt ekki.
mánudagur, október 03, 2005
Minnismerki um fullklædda konu
Það eru ekki bara syttur Reykjavíkurborgar sem eru umdeildar og umtalaðar. Nú er umræða um styttur á Trafalgar Square en þar var nýlega afhjúpuð stytta af konu - nakinni, fatlaðri, óléttri konu... talandi um staðalímyndir og stöðluð hlutverk. Reyndar finnst mér mjög flott að styttan sé af fatlaðri, óléttri konu. Það er soldið töff. Ég er hins vega ekki sannfærð um að mér finnist flott að hún sé berrössuð innan um allar hinar fullklæddu karlkyns stytturnar - þrátt fyrir góðan tilgang sem ég skil og er sammála. Held nefnilega að það sé þörf á minnismerkjum um hina fullklæddu konu í þjóðfélaginu í dag!
sunnudagur, október 02, 2005
The Woodsman
Ég horfði á myndina The Woodsman í gær - það var hrikalega erfitt. Myndin er um mann sem var dæmdur fyrir kynferðislega misnotkun á ungum stúlkum, sat inni í 12 ár og er að reyna að fóta sig aftur í samfélaginu.
Mín skoðun er sú að kynferðisbrotamenn eigi að loka inni það sem eftir er. Mér finnst það ekki réttlætanlegt gagnvart börnum að menn sem þessir fái tækifæri til að brjóta af sér aftur og aftur.
En aftur að myndinni (og ekki lesa ef þú ætlar að horfa á myndina og vilt ekki vera búin að lesa um hana fyrirfram) - mér finnst hún góð að því leytinu til að hún dregur upp mynd af ofbeldismanninum sem ósköp venjulegum gaur út í bæ - og ég held að það sé ímynd sem fólk þarf að vera meðvitað um. Á hinn bóginn finnst mér myndin gera of mikið í því að vekja samúð með ofbeldismanninum - og þeir aðilar í myndinni sem ekki standa með honum eru látin líta út fyrir að vera vonda fólkið... Skiptingin reyndar ekki alveg klippt og skorin - eiginmaður systurinnar t.d. sem stendur með honum - þar er sterklega gefið til kynna að hann standi með honum þar sem hann sé ekki alveg heill í sínum málum. Aftur á móti er systirin látin líta út fyrir að vera ósveigjanleg og slæm - bæði vegna þess að hún vill ekki fyrirgefa honum en einnig vegna þess að hún vill ekki að hann hitti dóttur sína - sem er akkúrat á sama aldri og stelpurnar sem hann misnotaði. Þetta eru atriði sem mér líkar ekki við myndina - og þá er ég ekki einu sinni byrjuð að tala um kærustuna hans í myndinni. Það samband var ég ósáttust við af öllum og fannst ekki koma nógu skýrt fram hennar aðstæður - misnotuð af öllum bræðrum sínum og óendanlega meðvirk með þeim og aðalpersónunni í myndinni. Bræður hennar allir giftir og blíðir fjölskyldumenn - hún hörkutól í sambandi við barnaníðing...
Mín skoðun er sú að kynferðisbrotamenn eigi að loka inni það sem eftir er. Mér finnst það ekki réttlætanlegt gagnvart börnum að menn sem þessir fái tækifæri til að brjóta af sér aftur og aftur.
En aftur að myndinni (og ekki lesa ef þú ætlar að horfa á myndina og vilt ekki vera búin að lesa um hana fyrirfram) - mér finnst hún góð að því leytinu til að hún dregur upp mynd af ofbeldismanninum sem ósköp venjulegum gaur út í bæ - og ég held að það sé ímynd sem fólk þarf að vera meðvitað um. Á hinn bóginn finnst mér myndin gera of mikið í því að vekja samúð með ofbeldismanninum - og þeir aðilar í myndinni sem ekki standa með honum eru látin líta út fyrir að vera vonda fólkið... Skiptingin reyndar ekki alveg klippt og skorin - eiginmaður systurinnar t.d. sem stendur með honum - þar er sterklega gefið til kynna að hann standi með honum þar sem hann sé ekki alveg heill í sínum málum. Aftur á móti er systirin látin líta út fyrir að vera ósveigjanleg og slæm - bæði vegna þess að hún vill ekki fyrirgefa honum en einnig vegna þess að hún vill ekki að hann hitti dóttur sína - sem er akkúrat á sama aldri og stelpurnar sem hann misnotaði. Þetta eru atriði sem mér líkar ekki við myndina - og þá er ég ekki einu sinni byrjuð að tala um kærustuna hans í myndinni. Það samband var ég ósáttust við af öllum og fannst ekki koma nógu skýrt fram hennar aðstæður - misnotuð af öllum bræðrum sínum og óendanlega meðvirk með þeim og aðalpersónunni í myndinni. Bræður hennar allir giftir og blíðir fjölskyldumenn - hún hörkutól í sambandi við barnaníðing...
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)