Skondið svo að fylgjast með umræðunni - einhver var að benda á pistill í Mogganum sem var að vinsamlegast að benda konum á að sumir hefðu bara annað gildismat en aðrir og sæktust ekki eftir veraldlegum eignum... döhhhh - eins og þessar tugþúsunda kvenna sem tóku þátt í Kvennafrídeginum til að mótmæla launamun!!!!
Egill Helga var líka á þeirri skoðun að framkvæmdanefndin hefði alveg mátt búast við þessum fjölda. Hann hefði sko giskað á að 50þús konur myndu mæta í miðborgina viku fyrir fundinn. Jamm - það var einmitt akkúrat þá sem við vorum að hefja undirbúning! :-o
Einhver gaur í Viðskiptablaðinu skrifaði hjartnæman pistil um að misrétti væri sko ekki körlum að kenna heldur hina opinbera...
Ekki er öll vitleysan eins, segi ég nú bara - en það er auðvitað ástæðan fyrir því að við erum í baráttu.
Áfram stelpur standa á fætur
slítum allar gamlar rætur
þúsund ára kvennakúgunar.
Ef einstaklingurinn er virkur
verður fjöldinn okkar styrkur
og við gerum ótal breytingar.
Er þetta ekki málið?
ps. má ekki örugglega stela myndum af mbl.is til að setja á blogg? Júlíus tók myndina - svo hann fái nú kredit!
Engin ummæli:
Skrifa ummæli