Ég horfði á myndina The Woodsman í gær - það var hrikalega erfitt. Myndin er um mann sem var dæmdur fyrir kynferðislega misnotkun á ungum stúlkum, sat inni í 12 ár og er að reyna að fóta sig aftur í samfélaginu.
Mín skoðun er sú að kynferðisbrotamenn eigi að loka inni það sem eftir er. Mér finnst það ekki réttlætanlegt gagnvart börnum að menn sem þessir fái tækifæri til að brjóta af sér aftur og aftur.
En aftur að myndinni (og ekki lesa ef þú ætlar að horfa á myndina og vilt ekki vera búin að lesa um hana fyrirfram) - mér finnst hún góð að því leytinu til að hún dregur upp mynd af ofbeldismanninum sem ósköp venjulegum gaur út í bæ - og ég held að það sé ímynd sem fólk þarf að vera meðvitað um. Á hinn bóginn finnst mér myndin gera of mikið í því að vekja samúð með ofbeldismanninum - og þeir aðilar í myndinni sem ekki standa með honum eru látin líta út fyrir að vera vonda fólkið... Skiptingin reyndar ekki alveg klippt og skorin - eiginmaður systurinnar t.d. sem stendur með honum - þar er sterklega gefið til kynna að hann standi með honum þar sem hann sé ekki alveg heill í sínum málum. Aftur á móti er systirin látin líta út fyrir að vera ósveigjanleg og slæm - bæði vegna þess að hún vill ekki fyrirgefa honum en einnig vegna þess að hún vill ekki að hann hitti dóttur sína - sem er akkúrat á sama aldri og stelpurnar sem hann misnotaði. Þetta eru atriði sem mér líkar ekki við myndina - og þá er ég ekki einu sinni byrjuð að tala um kærustuna hans í myndinni. Það samband var ég ósáttust við af öllum og fannst ekki koma nógu skýrt fram hennar aðstæður - misnotuð af öllum bræðrum sínum og óendanlega meðvirk með þeim og aðalpersónunni í myndinni. Bræður hennar allir giftir og blíðir fjölskyldumenn - hún hörkutól í sambandi við barnaníðing...
sunnudagur, október 02, 2005
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli