fimmtudagur, október 27, 2005
3 dögum eftir kvennafrí...
Point er komið á svarta listann minn. Fór þangað áðan til að skila posa sem við leigðum fyrir Kvennafrídaginn. Tek eftir þegar ég er að skila posanum að þeir eru með risastóra klámmynd hangandi upp á vegg.... kvartaði við gaurinn sem roðnaði niður í tær þegar ég spurði hann hvort hann væri með klámmynd upp á vegg. Fékk síðan að tala við framkvæmdastjórann - hann Elvar - sem sagðist bara ekkert hafa spáð í þetta. Ætlaði kannski að athuga málið, en - vel að merkja - konurnar sem vinna þarna hafa ekkert kvartað og hinir kúnnarnir ekki heldur. Ég ætti nú að skilja að fólk hefur mismunandi skoðanir á þessu og þó að kynferðisleg áreitni sé bönnuð í lögum þá er nú hægt að hafa skoðanir á lögunum samt - og auk þess þá gæti bara vel verið að honum þætti fínt að hafa svona myndir út um allt af dóttur sinni, konu eða mömmu.... Eina sem ég hugsa núna þegar ég hugsa um þennan mann er PERRI. Finnst SUMUM (sko PC) karlmönnum virkilega ekkert að því að tala um það eins og sjálfsagt mál að þeim finnist í lagi að sjá klámmyndir af dætrum sínum út um allt??????
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli