sunnudagur, október 30, 2005

Klámvæðing

Fór á málfund hjá MK á föstudaginn um klámvæðinguna. Við vorum 2 sem töluðum á móti klámvæðingu og 2 sem töluðu með henni... eða 2 sem töluðum með því að útrýma klámvæðingunni og 2 sem voru á móti því - allt eftir því á hvernig málið er litið.

Er nú alveg á því að við höfum verið með betri rök fyrir máli okkar. Það vakti athygli mína að á fremstu bekkina röðuðu sér bara strákar og bara strákar spurðu okkur spurninga. Reyndar voru mun fleiri strákar á fundinum en stelpur.

Verð að hrósa MK fyrir að taka málið upp en verð líka að segja að mikið djöf... eigum við langt í land. Allt of mörgum ungmennum finnst það í lagi að konur séu neysluvara og stillt upp sem fáklæddum sílikonum út um allt - en vonandi eru það bara þeir sem láta hæst í sér heyra.

Þetta var þó hin besta skemmtun :)

Engin ummæli: