mánudagur, október 17, 2005

Kvennafrí

Nú yfirtekur undirbúningur allan minn tíma... sem er bara gaman en þýðir að það er lítill tími til að blogga. En hér eru ástæðurnar fyrir kvennafríinu!

Hvers vegna kvennafrí?
…atvinnutekjur kvenna eru aðeins 64,15% af atvinnutekjum karla
…konur eru með 72% af launum karla fyrir jafnlangan vinnutíma
…barneignir hafa neikvæð áhrif á laun kvenna en jákvæð áhrif á laun karla
...margar konur búa við öryggisleysi og ógn á heimilum sínum
…ein af hverjum þremur konum verður fyrir kynbundnu ofbeldi á lífsleiðinni
...konur uppskera ekki í samræmi við menntun sína
…konur í fyrirtækjarekstri hafa verri aðgang að fjármagni…ábyrgð á umönnun barna og heimilisstörfum er enn að mestu á höndum kvenna
...umönnunarstörf eru með lægst launuðu störfum á vinnumarkaði
...rödd kvenna er veik í fjölmiðlum
...litið er á líkama kvenna sem söluvöru
…kona hefur aldrei verið forsætisráðherra, bankastjóri eða biskup
...konur hafa aldrei verið helmingur þingmanna
...konur njóta ekki jafnréttis á við karla
....þessu þarf að breyta. Ég þori, get og vil!

KONUR SÝNUM SAMSTÖÐU
Leggjum niður störf á Kvennafrídaginn 24. október kl. 14.08 og fyllum miðborgina svo eftir verði tekið – eins og fyrir 30 árum.
Hittumst á Skólavörðuholti kl. 15 og förum í kröfugöngu.
Baráttufundur á Ingólfstorgi kl. 16.

Engin ummæli: