sunnudagur, febrúar 26, 2006

Hvar er...?

Síðasti Viðskiptablaðspistillinn minn fjallaði um Rape Time plakat Thugz on Parole, fullnægingu í beinni og Sollu stirðu sem 8. kynþokkafyllstu "konu" ársins (oj RUV). Að sögn Egils Helgasonar hefur pistillinn vakið mikla athygli - og varð tilefni þess að mér og Guðrúnu Margréti var boðið að mæta í Silfrið í dag... vorum auðvitað langflottustu og bestu konurnar í þættinum (hefur ekkert með það að gera að við vorum EINU konurnar í þættinum) - en gott hjá Agli að taka þetta mál fyrir :) Ekki veitir af. Hvað er RUV að pæla? Þýðir frelsi að það má velja krakka sem kynþokkafulla? Hvar er menntamálaráðherra? Hvar er Páll Magnússon? Hvar er vitið?

Hægt er að skoða viðtalið á VefTíví, www.visir.is - þetta er aftarlega í þættinum.

Engin ummæli: