þriðjudagur, febrúar 21, 2006

What's your excuse?

Áður en ég fór til Bandaríkjanna í skóla keypti ég mér stuttermabol sem á stóð "I'm Icelandic - what is your excuse?"

Það fannst ekki öllum þetta fyndið... en mér fannst þetta ógeðslega töff - enda vakti bolurinn mikla lukku. Sama finnst mér um Silvíu Nótt. Finnst hún miklu betri landkynning heldur en Ungfrú heimur og öll sú ímynd sem ferðamannaiðnaðurinn hefur markvisst reynt að klínt á Ísland. Því miður með "góðum" árangri. Loksins kemur eitthvað töff frá Íslandi!

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Mér finnst alveg frábært að heyra alla elska Silvíu Nótt núna. Það sem fólk gat rakkað hana niður út um allt þegar hún byrjaði. Margir feministar voru ekki hrifnir af þessu nýja efni. Silvía var m.a rökkuð mikið niður á spjallsvæði feminista ef ég man rétt. Þessi persóna var að upphefja þessa "slut" tísku sem var í gangi. Talaði vont íslenskt mál og var ekki að setja börnum gott fordæmi. Ágústa talaði meira segja um það að henni fyndist gagnrýni feminista á sig vera óvægin (veit ekki hvort hún var að meina það eða ekki, maður veit það aldrei).

En sá ég smá jákvæðni í þessari færslu hjá þér? Ekkert verið að amast út í allt og alla.

Nafnlaus sagði...

Silvía var aldrei rökkuð niður á spjallsvæðinu. Svo þú manst ekki rétt.Ég held reyndar að það hafi verið hrunið áður en alls Silvíu æðið var byrjað. Flestir feministar sem ég þekki finnst Silvía frábær og fannst hún það frá upphafi, enda föttuðu þeir djókinn.

Nafnlaus sagði...

Sylvía byrjaði í byrjun júní á síðasta ári spjallsvæðið hrundi einhverntíma í okt eða nóv.

Hver er anonymous? Ertu alveg viss um að það hafi ekki verið þráður á spjallinu? Ég hef það fyrir reglu að vista öll löng innlegg sem ég set inn á spjallsvæði. Ég skrifaði eitt innlegg þar sem ég kvótaði setningar og varði Sylvíu í bak og fyrir. Ef það var ekki sér þráður um hana þá var allavega umræða um hana. Ég er alveg 90% viss um að ég hafi sett þetta innlegg inn á feministaspjallið.

Nafnlaus sagði...

Ég man ekki eftir umræðunni um Silvíu Nótt - en efast ekki um að hún hafi verið á spjallsvæðinu ef þú manst það :)

Ég horfði á Silvíu Nótt þegar hún byrjaði með þættina sína og var fyrst á báðum áttum - vissi ekki í hvora áttina ég átti að skilja hana, þ.e. sem ádeilu eða klisju. Fannst fyrsti þátturinn samt það skemmtilegur að ég tékkaði á þætti nr 2 og missti helst ekki úr þátt hjá henni... þannig að já - þú getur alveg lesið smá jákvæðni út úr færslunni. Mér finnst Silvía Nótt tremma töff!