“Klám tengir kynlíf og/eða kynfæri við niðurlægingu eða misnotkun þannig að það virðist afsaka, styðja eða ýta undir þess konar hegðun.
Erótík er kynferðislega örvandi efni sem er laust við kynjamismunun, kynþáttafordóma og fordóma gegn samkynhneigðum og sett þannig fram að virðing er borin fyrir öllum þeim manneskjum og dýrum sem sýnd eru”.
Ofangreint er skilgreining Diana Russell á klámi og erótík. Mér varð hugsað til skilgreiningarinnar áðan þegar ég horfði á dýralífsþátt á RUV. Í aðalhlutverki var David Attenborough og fullt af skordýrum og ormum af öllum stærðum og gerðum. Eins og venja er í dýralífsþáttum skipaði mökunarferlið stóran sess. Ég mundi eftir skilgreiningu Diana Russell þegar sýnt var frá stefnumóti tveggja snigla. Þar sem þeir létu sig renna niður frá trjágrein, haldandi fast utan um hvorn annan - hangandi á slími - heyrðist rödd þularins lýsa því að þeir væru tvíkynja, síðan var sýnt þegar limir þeirra stækkuðu og stækkuðu, vöfðust svo utan um hvorn annan, sprungu svo út eins og blóm - og þá skiptust þeir á sæði. Sem sagt báðir frjógvuðu hinn. Samkvæmt skilgreiningu Diana Russell mætti alveg kalla þetta erótík fyrir dýr - eða allavega fyrir snigla!
En... svo komum við að spordrekunum. Þar var sýnt hvernig konan og karlinn dönsuðu fyrst um sinn - reynandi að stinga hvort annað á meðan. Þegar svo karlinum tókst að stinga konuna heyrðist þulurinn segja að það væri samt ekki alvarlega - bara rétt mátulegt til að gera hana aðeins dasaða og meðfærilegri. Þessu var slengt fram eins og það væri bara hið besta mál. Engin erótík í þessu... spurning hvort ekki eigi að kalla þetta ofbeldisfullt klám - sem það hefði ekki verið ef þulurinn hefði bara haldið kj... eða í það minnst orðað hlutina á annan hátt. Ekki var minnst orði á hvað hefði gerst ef konan hefði náð að stinga karlinn.
mánudagur, febrúar 13, 2006
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli