Fór á fund klámvæðingarnefndar á vegum landlæknis með sýninguna Afbrigði af ótta sem staðalímyndahópur FÍ var með í Nýlistasafninu haustið 2003. Það var ekkert sérlega skemmtilegt að skoða sýninguna aftur - verður að segjast eins og er að hún er frekar ógó. Það væri áhugavert að gera svona úttekt aftur í dag og skoða hvort það er einhver munur á því sem verið er að linka á af vinsælustu vefsetrunum.
Náði svo loksins að fara með Betu í kaffi... tími til kominn :) Settumst niður á Alþjóðahúsinu og fengum okkur falafel. Það er alltaf jafngott. Svo var ráðsfundur beint á eftir. Sá lukkaðist ljómandi vel - vorum ansi afkastamikil + við náðum að spjalla heilmikið. Ákvaðum að prenta nýja boli - auglýsi hér með eftir góðum slagorðum! :)
Sá þegar ég kom heim að KR málið hefur verið meira í fréttum. Nú er ég ánægð með borgarstýruna. :) Las svo inn á spjallvef KR Reykjavík að svipaðar uppákomur hefðu verið á sameiginlegu perrakvöldi Víkings og ÍBV sem og hjá HK... Eitt stk tölvupóstur getur komið ýmsu af stað.
En það var fleira í fréttum. Eftirfarandi frétt var á RUV:
Starfsfólk elliheimila fer sér hægt í dag
Starfsmenn elli- og hjúkrunarheimila í Reykjavík, Hafnarfirði og í Hveragerði fara sér hægt við vinnu í dag. Samtals um 900 starfsmenn vilja með aðgerðunum vekja athygli á launakröfum sínum.Lægstu laun starfsmanna á elli- og hjúkrunarheimilum eru um 100.000 krónur á mánuði. Starfsmenn á Hrafnistu í Reykjavík, Hrafnistu í Hafnarfirði og á Vífilsstöðum í Garðabæ, Skógarbæ og Sunnuhlíð og á Ási í Hveragerði, reyna að stilla sig um að vinna nema nauðsynlegu störf í dag. Af þeim 900 sem vinna á elli- og hjúkrunarheimilunum er aðeins um 1% karlar. Rannveig Gunnlaugsdóttir, sem starfar á Hrafnistu í Hafnarfirði, segir að starfsfólkið mæti skilningi, enda launin lág.
Lýsi hér með yfir stuðningi við starfsfólkið! Finnst þetta megagott. Vona að þau fái kauphækkun - enda er starfið erfitt og launin sorglega lág.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli