Aðalstjórn KR hefur ekki eftirlit með skemmtikvöldum á vegum deilda og var því ekki kunnugt um dagskrá herrakvölds KR þann 17. mars. Aðalstjórn þykir miður að slíkt atriði hafi farið fram í húsakynnum félagsins. Félagið mun í framtíðinni beina þeim tilmælum til leigutaka að virða gildi KR um jafnrétti og virðingu fyrir einstaklingnum.
Aðalstjórnin frá KR fær prik fyrir þetta. Ályktunin hefði þó alveg mátt vera afdráttarlausari. Hvað ef leigutakar virða ekki tilmæli aðalstjórnar? Það verður bara að koma í ljós... ég er aðeins búin að skoða umræðurnar á vef KR um þessa uppákomu. Sitt sýnist hverjum: http://www.krreykjavik.is/?kr=spjall&yid=509.
Pistillinn í Viðskiptablaðið er að þessu sinni tengdur KR, íþróttum og jafnrétti!
Engin ummæli:
Skrifa ummæli