Ég stóð við jólagjöfina mína til DV og afþakkaði viðtal... Var að spá í hvort það væri ástæða til að hætta við jólagjöfina þar sem nýjir ritstjórar eru sestir við stjórnvölinn EN. Ég get ekki séð neina stefnubreytingu hjá DV. Þrátt fyrir nokkra ágæta blaðamenn (sem ég vona að fái fyrir rest vinni á öðrum og betri fjölmiðli!) þá mun blaðið seint flokkast með almennilegum fjölmiðlum.
En að öðru skemmtilegra...
hefurðu prófað að setja
1 banana
1 epli
1 kiwi
1 steinlaus appelsínu (eða hreinan appelsínusafa)
í blandara, blanda öllu vel saman - skella nokkrum klökum út og blanda vel - hella í glas og drekka?
Eða hefurðu prófað að setja
5 gulrætur
2 epli
vænan bita af gúrku
1 papriku
1 tómat
bita af sítrónu
í safapressu, hella í 2 glös, setja klaka út í og gefa einhverjum með þér? Þessi safi er betri en hann hljómar - reyndar bara alveg ljómandi góður! Og ég drekk sko ekki eitthvað sem mér finnst vont...
Ég er allavega búin að finna leið til að innbyrða ráðlagðan dagskammt af grænmeti og ávöxtum á mun fljótlegri - og betri - máta en ég þekkti áður!
föstudagur, febrúar 10, 2006
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
2 ummæli:
Hvað það væri fyndið ef þú myndir svi verpa svakalega grönn og yrðir svona celebrity shaped eftir alla þessa drykki. Værir þá búin að framkvæma gegn hugsjóninni :)
Alveg rólegur - ég passa mig að borða nóg súkkulaði til að vega upp á móti og hreyfa mig nógu lítið... ;)
En það er reyndar greinilegt að þú ert að misskilja hugsjónir og baráttu femínista ef þú heldur í alvörunni að markmiðið sé að vera ekki grönn og ekki svona og ekki einhvern veginn.
Ég hef verið 50 kg femínisti og upp úr... haft sömu skoðanir á skaðsemi staðalímynda, útlitsdýrkun og öllu því dóti. Það kemur minni eigin þyngd ekki við. Femínismi snýst ekki um óheilbrigt líferni... Femínismi snýst um jafnrétti - manstu?
Skrifa ummæli