sunnudagur, apríl 30, 2006
laugardagur, apríl 29, 2006
Góðar myndir
The Corporation
Center Stage
Gjörólíkar - food for the brain and food for the soul!
Við vorum ekki eins hrifin af Wedding Banquet þó Hjálmar hefði sagt að hún væri góð og hún væri um gott málefni... hitti bara ekki í mark.
Sumt er fljótt að gerast...
Fyrst birt: 28.04.2006 18:32
Síðast uppfært: 28.04.2006 19:03
Sýkna í kynferðisbrotamáli gegn börnum
Karlmaður hefur verið sýknaður af meintu kynferðisbroti gegn tveimur stjúpdætrum sínum. Dómurinn taldi meðal annars að stúlkurnar hefðu við skýrslutöku, verið spurðar leiðandi spurninga.
Móðir stúlknanna kærði manninn um einu ári eftir að samvistum þeirra var lokið.
Stúlkurnar voru 8 og 9 ára þegar meint brot voru framin, að því er þær báru einhvern tímann á tímabilinu janúar 2003 og júní 2004. Ákæran var tvíþætt má segja, að maðurinn hafi brotið gegn stúlkunum þegar hann var með þeim í baði og
hins vegar að hann hafi að baðferðinni lokinni sýnt þeim klámmynd. Hann var
ákærður fyrir að hafa haft kynferðismök við stúlkurnar í baðkarinu. Af því var
hann sýknaður.
Dómarinn gerði athugasemdir við orðalag i ákæru en alvarlegri athugasemdir við það að sérfróður kunnáttumaður, sem tók skýrslu af telpunum í dómshúsinu við Lækjartorg, hafi spurt leiðandi og lokaðra spurninga. Vitnisburður yngri stúlkunnar hafi takmarkað sönnunargildi en vitnisburður þeirrar eldri einn og sér sé þó trúverðugur. Þá gagnrýndi dómarinn að vettvangur hins meinta brots hefði ekki verið rannsakaður.
Hinn þáttur ákærunnar laut að því að maðurinn hefði sýnt stúlkunum klámmynd að loknu baðinu og var hann sakfelldur fyrir það. Þeim ákærulið neitaði maðurinn eins og hinum. Hann hlaut eins mánaðar skilorðsbundið fangelsi.
fimmtudagur, apríl 27, 2006
Orðaleikur
Ein líkti þessu við fermingar - hún fer í fermingar þó hún sé á móti kirkjunni. Í sjálfu sér er það ágætis samlíking. Fermingin hefur sitt rými og þar af leiðandi er valfrelsi í kringum fermingar. Það er auðvelt að sýna umburðarlyndi í kringum fermingar - því þar er svo sannarlega val (nema kannski í pakkastússinu í kring - en það er nú önnur saga). Aftur á móti gætum við sett spurningamerki við hvort það væri val ef ferming væri gerð að skemmtiatriði á árshátíðum, fertugsafmælum, flokksþingum og aðalfundi Femínistafélagsins. En kannski er það bara þannig - þú átt!
miðvikudagur, apríl 26, 2006
Magadans
mánudagur, apríl 24, 2006
Börn, auglýsingar og skóli
Fyrrum JC félagi minn Gunnar Jónatansson kom á mjög áhugaverð og góðu verkefni sem miðar að því að virkja frumkvöðlagenið í framhaldsskólanemum með því að kenna þeim að koma viðskiptahugmynd í framkvæmd. Þó nokkur öflug fyrirtæki hafa styrkt verkefnið. Ég fylgist alltaf með fréttum af verkefninu af því mér finnst þetta spennandi. Nú síðast vann hópur sem ætlar að selja mjús, drykk sem er sambland af mysu og appelsínusafa! Alvöru nýsköpun það :)
Hins vegar var ég ekki alveg jafnsátt við val dómnefndar á frumlegustu hugmyndinni. Það var hópur sem ætlar að dreifa nestisboxum með auglýsingum á til krakka í 1., 2. og 3. bekk grunnskóla. 6, 7 og 8 ára börn eiga sem sagt að fá auglýsingamerktan varning. Mér finnst þetta eiginlega sýna hvað dómnefndin er úr takt við þau siðferðislegu álitamál sem eru hvað heitust í umræðunni núna - nefnilega markaðssetningu til barna og unglinga. Í dag er t.d. frétt á bls 2 í Fréttablaðinu um að talsmaður neytenda og umboðsmaður barna ætla að taka höndum saman og skoða markaðssókn gegn börnum. Umræðan hér á landi hefur reyndar mest snúist um markaðssókn hvað varðar óholla matvöru en t.d. í Bandaríkjunum er einnig mikið talað um auglýsingaáreiti, og þá sérstaklega í skólum, sem beint er til barna og foreldrar hafa ekkert val um - ef barnið fer í skóla þá skal það taka við auglýsingaflóðinu!
Mörkin eru alltaf færð til með því að fara eitt lítið skref í einu - og á tíðum nægjanlega lítið skref til að þau sem fá ónotatilfinningu í magann og vilja mótmæla þegja vegna þess að þau vita að þau verða stimpluð sem nöldurskjóður og fá að heyra að það taki því ekki að agnúast út í svona smáræði... en viti menn? Þetta er bara fyrsta skrefið. Nú er komin hefð... sem þýðir að við erum komin með grundvöll fyrir næsta skrefi og svo því næsta! Að lokum er of seint að bakka því umfangið er orðið óviðráðanlegt. Þetta á við um auglýsingar til barna í skólum. Skólinn á ekki að dreifa auglýsingum til barna.
Fyrir nokkrum vikum fór ég á mjög áhugaverða ráðstefnu sem fjallaði um markaðssetningu til barna og unglinga. Þar kom fram mikið af upplýsingum sem lúta að þessu - til dæmis um auglýsingalæsi barna - hvenær eru þau farin að átta sig á því að auglýsingar til þeirra er bara pjúra bisness? Ekki þegar þau eru 6, 7 og 8 ára!
laugardagur, apríl 22, 2006
Vonandi spjara sumardekkin sig í snjókomunni!
Kynningu fjölmiðlanema á klámvæðingunni í 101 Odda kl. 1!
Ég mæli ekki með:
Munnangri
fimmtudagur, apríl 20, 2006
Þetta er að ganga!
You Are Barney |
You could have been an intellectual leader... Instead, your whole life is an homage to beer You will be remembered for: your beautiful singing voice and your burps Your life philosophy: "There's nothing like beer to give you that inflated sense of self-esteem." |
LOWEST ENERGY PRICES
Ég er búin að taka mér góðan tíma í að lesa bókina, 2 eða 3 vikur. Fyrri helmingurinn er skemmtilegur - hugmyndafræði, samlíkingar, undirstaðan, afbyggingin - búin að vera að grípa niður i þann hluta frá því ég keypti bókina og þangað til í dag. Seinni helminginn las ég allan í dag. Gat ekki lagt bókina frá mér. Í seinni hlutanum er meira talað um afleiðingarnar - framtíðarsýn fyrir Ísland og fyrir heiminn miðað við núverandi stefnu. Mikilvægi þekkingar. Ég viðurkenni að ég hef verið í fáfróða hópnum og þess vegna hafa umhverfismálin ekkert verið brennandi forgangsmál hjá mér. Nú skil ég umhverfisverndarsinnana betur. Áður en ég las Draumalandið mætti lýsa mér eins og fólkinu sem er ekki femínistar en er samt á móti misrétti: Ég er ekki femínisti en... og svo kemur rullan um það sem fólk vill breyta. Mér mætti lýsa svona: Ég er ekki umhverfisverndarsinni en... ég vil ekki Kárahnjúkavirkjun og finnst álver við Reyðarfjörð vera mistök. Nú er ég umhverfisverndarsinni! Ég hugsa þess vegna er ég femínisti. Ég hugsa þess vegna er ég umhverfisverndarsinni.... loksins. Ef ég ætti börn gæti ég samt ekki hugsað mér að nota taubleiur - en það er til millivegur.
Nú skil ég ekki þessar ákvarðanir stjórnvalda og hvað veldur því að aldrei er komið nóg. Þetta minnir mig reyndar á baráttuna við kerfið í kringum göngustígin hérna bak við Ólafsgeislan. Það var áhugaverður lærdómur um baráttuna við kerfið. Íbúarnir mótmæltu og viðbrögðin voru ekki þau að hlusta heldur setja pressu um að flýta framkvæmdunum vegna þess að þegar búið væri að grafa í sundur friðað holtið og malbika 2,5 m breiða flugbraut væri ekki aftur snúið. Pressa var sett á verktakana og þeir fengu fyrirmæli um að mæta kl. 8 á laugardagsmorgni til að byrja að malbika - svo hægt væri að þagga niður í okkur. Það tók óendanlega þrautseigju, þrjósku og símtöl í heimahús til að fá framkvæmdunum frestað á meðan farið var yfir málið og kerfisfólkið fengið á staðinn til að skoða aðstæður. Niðurstaðan varð sú að flugbreiddin var mjókkuð úr 2,5 m í 1,5 m. Sem er skárra en ekkert en friðað holtið er sundurskorið og besta leiksvæðið í ósnortinni náttúru er núna göngustígur. Það þurfti að leggja göngustíg svo íbúar Grafarholts gætu notið náttúrunnar!!! Óafturkræfar framkvæmdir og við sem munum hvernig holtið var fyrir framkvæmdir bölvum þessum göngustíg í hvert skipti sem við lítum út um gluggann.
Ekki að þetta sé sambærilegt mál við Káranhnjúka ;) en oft er ágætt að byrja á smáu hlutunum til að vita hvernig kerfið virkar. Þetta reyndist mér vel í stærðfræði og bókfærslu í skóla - byrja á einföldu dæmunum til að öðlast skilninginn. Það er sagt að við búum við lýðræði en lýðræðið er þungt í vöfum og má sín lítils þegar ákvarðanir hafa verið teknar. Kárahnjúkar og stóriðja byggjast ekki á lýðræði. Þjóðin hefur aldrei verið upplýst um allar hliðar málsins. Þjóðin hefur aldrei kosið beint um málið. En framkvæmdir eru keyrðar í gegn.
Andri Snær vísar í bókinni á 10 ára gamlan bækling frá Iðnaðarráðuneytinu þar sem íslensk orka var auglýst á LOWEST ENERGY PRICES. Mér finnst það áhugavert í samhengi við það sem er að gerast í olíuverði í dag. Verðið hækkar og hækkar. Norðmenn græða og græða á hækkandi verði. Orkan er dýrmæt. Okkar orka er á lowest energy prices. Við græðum varla mikið á því! Hvar eru verðmætin?
mánudagur, apríl 17, 2006
Bomm bomm bomm
sunnudagur, apríl 16, 2006
Frumraunin
Frumraun okkar skötuhjúa í að elda læri er nú lokið. Töldum að það væri ágætt að nota familíuna sem tilraunadýr undir því yfirskyni að það væru páskar. Mjög sniðugt í ljósi þess að ef þetta hefði mistekist þá eru allar búðir lokaðar og erfitt að vippa einhverjum öðrum hátíðarmat út úr skápunum hér... En þetta tókst bara ljómandi fínt og var vel ætilegt. Eigum síðan rétt rúmlega heilt læri í afgang. 1 læri er yfirdrifið nóg fyrir 7 fullorðna og 3 börn...
Þrátt fyrir að lærið hafi verið gott þá var toppurinn samt heimatilbúna "páskaeggið" sem var í eftirrétt - ég er mjöööööööög fegin að við ákváðum að innbyrða það ekki ein!
En nú er hátíðin víst búin. Best að snúa sér að lærdómi og pistlaskrifum. Skiptir kynferði máli í skólastarfi? Er hægt að hafa áhrif á jafnrétti í gegnum uppeldi og menntun?
fimmtudagur, apríl 13, 2006
1 kg af blöðum
Í dag fengum við svo mikið af blöðum inn um lúguna að ég ákvað að vigta. Hingað barst 1 kg af blöðum, engin í áskrift!
(Okey - smá fleipur - þetta voru 944 gr)
þriðjudagur, apríl 11, 2006
Allt er þegar þrennt er
En jú - víst er það gott að Hjördís var skipuð! Mjög gott :)
mánudagur, apríl 10, 2006
Femínismi - besti vinur frjálshyggjunnar
Engu að síður er hér "frjáls markaður" upp að vissu marki. En frjálsi markaðurinn er ekki frjálsari en svo að hann býr við alls kyns höft eins og t.d. launaleynd, þöggun og takmörk á valfrelsi. Mér finnst að frjálshyggjufólkið eigi að vera í fararbroddi í því að reyna að fá markaðinn til að virka með því að gera markaðinn þannig að það reyni á lögmál hans. Það er hægt að gera t.d. með því að auka vægi mismunandi skoðana og stuðla að auknu valfrelsi, útrýma kúgun, staðalímyndum og öðru sem hefur áhrif á "frjálst val". Ég held að sú stefna sem nú er mest áberandi - að nota frjálshyggjuna til að búa til nýtt yfirvald - atvinnurekendur og peningafólk - í stað þess að passa upp á valddreifingu, verði frjálshyggjunni að falli þegar spurt verður að leikslokum. Skondnast af öllu er þó kannski að það eru femínistarnir sem vinna harðast í því að útrýma því sem mun verða frjálshyggjunni að falli. Femínistar = bestu vinir frjálshyggjunnar!!! ;)
fimmtudagur, apríl 06, 2006
Be careful what you wish for - your wish might come true!
"Vandinn liggur ekki í samfélaginu - eða þeim hluta þess sem ekki er kvenkyns- heldur hjá konunum sjálfum.Þær fá minni laun af því þær sætta sig við minni laun. Það er síður hlustað á þær vegna þess að þær sækjast síður eftir því að á þær sé hlustað. Það er síður tekið tillit til þeirra vegna þess að þær sætta sig við það. Það er velþekkt staðreynd að konur gera vægari launakröfur en karlar. Það má sjá þess merki í starfsstéttum sem áður vou mest megnis karlar en sem konur hafa fjölmennt í. Við innkomu kvennanna hrynja starfskjör þessara stétta - og karlarnir flýja eitthvað annað.Áhrif kvenna á þessar stéttir eru því sambærileg viðáhrif innflytjenda á launakjör stétta víða um heim. Viðmiðun innflytjendanna er mun lægri en þeirra sem áður sinntu þessum störfum og með því verðfella þeir í raun endurgreiðslu fyrir vinnuaflið. En hver á sökina? Hvort er líklegra að vinna megi gegn þessu með því að halda launakjörum ákveðinna stétta uppi með handafli eða með því að efla sjálfsmat þeirra hópa sem sækja inn í stéttina? Það mætti auðveldlega svara þessumeð því að segja að lausnin sé samspil hvors tveggja. En sá sem tilheyrir hópnum sem getur valdið launalækkun ætti fyrst og fremst að velta fyrir sér sinni eigin sök. Það er ekki aðeins alvarlegt mál fyrir hann að þiggja lægri laun en áður tíðkuðust heldur er hann
með því að lækka laun fjölda annarra - og sérstaklega þeirra sem hægt er að fella í sama hóp og hann sjálfan."
Stundum finnst mér gaman að velta því fyrir mér ef konur tækju Gunnar Smára, og aðra sem flytja þennan sama boðskap, á orðinu og neituðu hreinlega að sætta sig við hin lágu laun. Þess vegna finnst mér ánægjulegt að láglaunastéttir á dvalar- og hjúkrunarheimilum eru nú í setuverkfalli og íhuga fjöldauppsagnir ef launakjör þeirra verða ekki bætt. Ég bíð hins vegar eftir því hvort hinir sömu herrar og predíka sífellt að þetta sé allt konum að kenna hefji nú ekki bráðum um raust til að höfða til samkenndarinnar, ábyrgðakenndarinnar, sektarkenndarinnar - og síðast en ekki síst - dragi upp verðbólgudrauginn - til að sýna þessum sömu konum fram á að ef þær ekki sætta sig við hin lágu laun þá muni þjóðfélagið hreinlega hrynja, verðbólgan éti upp launinn þeirra og þær verði verr staddar eftir á.
Ég lýsi hér með yfir stuðningi við setuverkfallið og vona að stjórnvöld sjái sóma sinn í því að greiða þeim sómasamleg laun! Mér finnst líka áhugavert að fylgjast með þessu máli út frá einkavæðingu - ef ég skil þetta rétt eru þetta einkavæddar stofnanir sem þó eru háðar fjárframlögum frá ríkinu - og sjá hvernig allir ráðherrar vísa málinu frá sér og lýsa sig valdlausa í þessu máli.
þriðjudagur, apríl 04, 2006
Gott framtak
mánudagur, apríl 03, 2006
Kastljósið
En fyrir þau sem eru spæld yfir að hafa misst af Trópí auglýsingunni þá er hún inni á kvikmynd.is. Þú getur skoðað hér: http://www.kvikmynd.is/myndband.asp?id=533.
KR fékk sér nýtt merki!
Svo er það nýjasti pennavinurinn minn. Hann er með aðra sýn á hlutina... http://www.grapevine.is/news.aspx?id=1429.
Tilkynningaskyldan
laugardagur, apríl 01, 2006
Til hamingju með daginn!
Í dag var ungliðahópurinn með workshop. Sjá www.ungfem.blogspot.com. Framundan er svo síðasta Hitt vetrarins - endilega að mæta!
"Jafnréttið utan landhelginnar"
Þriðjudaginn 4. apríl kl 20 á Thorvaldsen bar
Síðasta Hitt Femínistafélagsins á þessu starfsári verður haldið á Thorvaldsen bar, hliðarsal, þriðjudaginn 4. apríl kl. 20:00 – 22:00. Umræðan verður að þessu sinni helguð alþjóðlegum straumum í jafnréttismálum og munum við heyra um það sem fram fór á fundi Kvennanefndar Sameinuðu þjóðanna (CSW) sem haldinn var í marsbyrjun. Ísland á sæti í kvennanefndinni nú um stundir en helsta hlutverk nefndarinnar er að fylgjast með framkvæmd Pekingáætlunar SÞ um málefni kvenna. Þrjú félagasamtök áttu sæti í sendinefnd Íslands á fundinum og munu fulltrúar þeirra segja frá því sem bar hæst í New York, nýjum áherslum jafnt sem gömlum ágreiningsefnum.
Framsöguerindi
Rósa Björk Brynjólfsdóttir, fjölmiðlakona.
Sóley Tómasdóttir, deildarstýra barnasviðs í Miðbergi.
Birna Þórarinsdóttir, framkvæmdastýra UNIFEM á Íslandi.
Á eftir erindum verður opnað fyrir umræður. Aðgangur er ókeypis.
Hittið er staður og stund…
…til að fá umræðu af stað
…til að varpa fram spurningum
…til að vera í góðum félagsskap
…til að bjóða nýliða Femínistafélags Íslands velkomna
…til að kynna niðurstöður rannsókna sem snúast um jafnréttismál
…til að kynna útskriftarverkefni sem snúast um jafnréttismál
…til að flytja ræður um femínisma og jafnrétti hér heima og erlendis
…þar sem femínistum er velkomið að tjá sig
…þar sem fólk úr stjórnmálum og viðskiptalífi getur komið og kynnt sér mál sem snúast um jafnrétti og femínisma
…þar sem okkur gefst tækifæri til að sjá andlitin á bak við nöfnin á netinu
…fyrir starfandi hópa innan félagsins til að hittast, kasta fram hugmyndum og bralla eitthvað skemmtilegt og bráðnauðsynlegt
Garðarshólmi
Fór og hitti Sóley í gær. Hún er með stutta viðdvöl á landinu. Enduðum á að fá okkur að borða í miðbænum. Mjög góður matur og allt það... samt í fyrsta sinn sem ég er beinlínis hvött af starfsmanni til að fá mér einn sterkan að drekka áður en ég keyri heim! Þá er nú gott að vera femínisti og þrælvön að segja nei! Sóley sagði allt fínt. Hún er að kynna fræðasetrið Garðarshólma á ráðstefnu á Húsavík í dag. Hljómar mjög spennandi - og góður kostur í staðinn fyrir álver. Ég man alltaf eftir því þegar ég var enn "óupplýst" og ekki mikið að spá í náttúrúnni - fannst sjálfsagt má að við notuðum það af henni sem við gætum. Svo hlustaði ég á fyrirlestur hjá manni sem var einhvers konar fræðingur á sviði umhverfismála - og hann útskýrði þetta þannig að við værum að nýta allar okkar auðlindir og ráðstafa þeim þannig að þegar komandi kynslóðir taka við landinu þá hafa þau ekkert val - við verðum búin að eyða landinu áður en við látum það frá okkur. Mér fannst það góður punktur og hann fékk mig til að hugsa. Margt af því sem verið er að gera núna, eins og Kárahnjúkar og fleira þýðir óafturkræfar skemmdir á landinu. Þess vegna finnst mér það vera ábyrgðarhluti að fara hægt í sakirnar og skilja eitthvað eftir.