sunnudagur, apríl 16, 2006

Frumraunin

Gleðilega páska!

Frumraun okkar skötuhjúa í að elda læri er nú lokið. Töldum að það væri ágætt að nota familíuna sem tilraunadýr undir því yfirskyni að það væru páskar. Mjög sniðugt í ljósi þess að ef þetta hefði mistekist þá eru allar búðir lokaðar og erfitt að vippa einhverjum öðrum hátíðarmat út úr skápunum hér... En þetta tókst bara ljómandi fínt og var vel ætilegt. Eigum síðan rétt rúmlega heilt læri í afgang. 1 læri er yfirdrifið nóg fyrir 7 fullorðna og 3 börn...

Þrátt fyrir að lærið hafi verið gott þá var toppurinn samt heimatilbúna "páskaeggið" sem var í eftirrétt - ég er mjöööööööög fegin að við ákváðum að innbyrða það ekki ein!

En nú er hátíðin víst búin. Best að snúa sér að lærdómi og pistlaskrifum. Skiptir kynferði máli í skólastarfi? Er hægt að hafa áhrif á jafnrétti í gegnum uppeldi og menntun?

Engin ummæli: