Hjördís Hákonard var skipuð í embætti hæstaréttardómara - í þriðju tilraun. Hlutfall í hæstarétti mun því haldast óbreytt þegar Guðrún Erlends lætur af störfum. 7 karlar og 2 konur... Á kona að vera þakklát fyrir það? Held það myndi heyrast hljóð í sumum ef það væru 7 konur og 2 karlar í æðsta dómstól landsins. Ríkisstjórnin hefur farið illa með mörg tækifæri til að auka jafnrétti í landinu. Nú sjá þeir sér ekki annað fært heldur en að viðhalda allavega stöðunni.
En jú - víst er það gott að Hjördís var skipuð! Mjög gott :)
þriðjudagur, apríl 11, 2006
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
Jess!!! Ég var alveg hætt að fylgjast með þessu máli, var svo viss um að hún yrði ekki valin eina ferðina enn!! Mikið ofboðslega er ég ánægð með þetta!
Skrifa ummæli