mánudagur, apríl 03, 2006

Kastljósið

Jæja, þá er Kastljósviðtalið búið og verður sýnt í kvöld. Gekk bara fínt... nema Trópí auglýsingin fannst ekki hjá RUV svo ekki var hægt að nota hana. Í staðinn var notuð auglýsing frá Landsbankanum sem er svona "milt" dæmi frá Landsbankanum. Eins og alltaf þá dettur konu milljón hlutir í hug sem hefði verið hægt að segja eftir á - týpískt. En þá er nú gott að vera með bloggsíðu :) Það sem ég vildi sem sagt sagt hafa er að heiðarleiki er einn mest metni kostur í fari fólks... og fæstar konur vilja láta "veiða" sig út á óheiðarleikann.

En fyrir þau sem eru spæld yfir að hafa misst af Trópí auglýsingunni þá er hún inni á kvikmynd.is. Þú getur skoðað hér: http://www.kvikmynd.is/myndband.asp?id=533.

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Takk fyrir kveðjuna! Efast ekki um að þú hafir rokkað í Kastljósinu og ef ég væri ekki með tengingu sem fer 46 kbps myndi ég horfa á það héðan frá Norður-Afríku. Já tilkynningaskyldan brást en ég tilkynni hérmeð að ég kem heim í byrjun júní og þá tökum við púlsinn yfir kaffibolla. Hlakka til !

katrín anna sagði...

Já hlakka til að sjá þig. Ertu komin yfir á stig 3 í aðlögun? :) Ég var einu sinni í Egyptalandi - en bara í einn dag. Náði að sjá Sfinxinn (uppáhaldið mitt), pýramídana og láta einhvern gaur plata af mér pening í úlfaldaferð. Gat samt ekki hugsað mér að fara á klóið í múmíusafninu - það var einhvern veginn of "lifandi" fyrir mig. En þetta var mjög skemmtileg ferð. Hefði alveg verið til í að vera þarna lengur og ná að skoða meira.