laugardagur, apríl 29, 2006

Sumt er fljótt að gerast...

Fyrir nokkru síðan man ég eftir að lesa viðtal við erlenda konu sem kom hingað til lands og var með fyrirlestur hér um kynferðisbrotamál. Hún sagði í viðtalinu að sum börn segðust hafa verið misnotuð vegna leiðandi spurninga en ekki vegna þess að raunveruleg misnotkun ætti sér stað. Óó hugsaði ég þá. Óó hugsa ég núna - en eftirfarandi frétt er inn á www.ruv.is. Ég man ekki eftir að hafa séð svona orðalag áður:

Fyrst birt: 28.04.2006 18:32
Síðast uppfært: 28.04.2006 19:03
Sýkna í kynferðisbrotamáli gegn börnum
Karlmaður hefur verið sýknaður af meintu kynferðisbroti gegn tveimur stjúpdætrum sínum. Dómurinn taldi meðal annars að stúlkurnar hefðu við skýrslutöku, verið spurðar leiðandi spurninga.
Móðir stúlknanna kærði manninn um einu ári eftir að samvistum þeirra var lokið.
Stúlkurnar voru 8 og 9 ára þegar meint brot voru framin, að því er þær báru einhvern tímann á tímabilinu janúar 2003 og júní 2004. Ákæran var tvíþætt má segja, að maðurinn hafi brotið gegn stúlkunum þegar hann var með þeim í baði og
hins vegar að hann hafi að baðferðinni lokinni sýnt þeim klámmynd. Hann var
ákærður fyrir að hafa haft kynferðismök við stúlkurnar í baðkarinu. Af því var
hann sýknaður.
Dómarinn gerði athugasemdir við orðalag i ákæru en alvarlegri athugasemdir við það að sérfróður kunnáttumaður, sem tók skýrslu af telpunum í dómshúsinu við Lækjartorg, hafi spurt leiðandi og lokaðra spurninga. Vitnisburður yngri stúlkunnar hafi takmarkað sönnunargildi en vitnisburður þeirrar eldri einn og sér sé þó trúverðugur. Þá gagnrýndi dómarinn að vettvangur hins meinta brots hefði ekki verið rannsakaður.
Hinn þáttur ákærunnar laut að því að maðurinn hefði sýnt stúlkunum klámmynd að loknu baðinu og var hann sakfelldur fyrir það. Þeim ákærulið neitaði maðurinn eins og hinum. Hann hlaut eins mánaðar skilorðsbundið fangelsi.

Engin ummæli: