þriðjudagur, júní 27, 2006

Enn af HM

Þó svo að ég hafi einu sinni orðið heimsmeistari í fótbolta og verið í fótboltaóeirðum í kringum HM í Frakklandi þá þykir mér sífellt minna varið í þessa keppni. Ástæðan? Fyrst allt vændið og mansalið og afspyrnuléleg viðbrögð KSÍ, FIFA og stjórnvalda. Nú þetta:
NFS, 26. Júní 2006 22:13
Fátæk börn í boltagerð
Áætlað er að þúsundir barna frá fátækum þorpum í kringum höfuðborg Indlands, Nýju-Delhí, vinni fjölskyldum sínum inn aukatekjur með því að handsauma fótbolta. Börnin sem fréttamenn AP-fréttastofunnar hittu á ferð sinni á dögunum voru allt niður í 10 ára gömul og unnu í átta tíma á dag til að öngla saman smáaurum fyrir fjölskyldur sínar. Hvert barn getur klárað að meðaltali tvo bolta á dag og fær fyrir það rétt rúmar ellefu krónur íslenskar.
Ekkert eftirlit er með vinnu barnanna eða aðbúnaði þeirra en þeim er hætt við sýkingum í skurði sem þau verða fyrir við saumavinnuna.
Alþjóðaknattspyrnusambandið segir alla fótbolta sem notaðir eru í keppnum á vegum samtakanna koma frá framleiðendum sem hafna og fordæma barnaþrælkun. Barnaverndarsamtök á Indlandi segja hins vegar að þar sé enginn opinber eftirlitsaðili sem fylgist með því að börn séu ekki notuð við framleiðslu boltanna, loforð fótboltafyrirtækjanna um að börn vinni ekki við saumaskapinn séu því ekki endilega mikils virði.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Já eins og ég hef áður sagt skil ég ekki af hverju Fifa né KSI eigi að taka afstöðu gegn vændi. Fifa á að sjálfsögðu að hafa skoðun á fótbolta og kannski styrkja og styðja einhver góðgerða mál. Afstaða þessara félagasamtaka í málum eins og fóstureyðingum, vændi, trúarbrögðum og þessháttar málum á að sjálfsögðu að vera hlutlaus. Enda er þetta jafn fáránlegt og að krefja FÍ um skoðun á línuívilnun.

Svo er ég ekki að sjá tenginguna við HM í þessari frétt á NFS. Þessir boltar eru ekki notaðir í HM er það? Þetta eru boltar sem framleiddir eru í vélum er það ekki? Ég sá allavega þátt þar sem var verið að kynna boltann sem er notaður á HM, og þar var sýnt frá vélunum sem fjöldaframleiða. Auk þess sem Fifa tjékkar mjög vel á öllu svona. Boltarnir þurfa meira að segja að vera samþykktir af dýraverndunarsinnum og standast strangar umhverfisprófanir. Mér þætti það mjög ólíklegt ef þessi sjónarmið eru sættuð að börn framleiði svo boltana.

Þess má einnig geta að Fifa berst mjög hart gegn barnaþrælkun. Barnaþrælkun og rasismi eru þau mál sem Fifa leggur hvað mesta áherslu á að uppræta. Þannig að ef það er hægt að tengja þessa frétt við fifa mun fifa hrinja á næstu mánuðum og menn munu krefja alla stjórnarmenn fifa, hvaða stöðum sem þeir gegna uppsagnar.