Veit ekki hvaða lægð er í gangi í sambandi við skriftir þessa dagana. Samt er nóg að gerast til að skrifa um. Til dæmis hvað það var gaman að sjá allt þetta bleika á 19. júní. Fór t.d. á Oliver í hádeginu og á borði rétt hjá sat ungur maður með bleikt bindi. Ég er harðákveðin í því að það var ekki tilviljun heldur valið í tilefni dagsinsin! Á NFS var áberandi hvað margt af fréttafólkinu var í bleiku - bæði kk og kvk. Stóðu sig best af þeim sem við afhentum Bleiku steinana.
Svo er líka hitt og þetta til að kvarta yfir. T.d. auglýsing frá Kjarnafæði sem birtist í Blaðinu fyrir viku. Heilsíðuauglýsing þar sem auglýst er lambakjöt og ekki verður betur séð heldur en að þeir hafi valið þá leið að tengja lambakjöt við unga ljóshærða konu með tilvísunum í klámið. Stelpan er með sleikjó - bein vísun í Lolitu syndromið (ullabjakkkkkk) og síðan er textinn á þann veg að ekki fer á milli mála að stelpan er bara hlutur - kjötstykki - en ekki manneskja. Þoli ekki svona auglýsingar og Kjarnafæði komið á svarta listann. Sá listi er nú smátt og smátt að lengjast... Ætti eiginlega að taka hann saman bráðum!
föstudagur, júní 23, 2006
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
oo, ég veit, það er orðið erfitt að fara út í búð. Sumar auglýsingar reyndar eru þannig að mann hættir bara að langa í vöruna, en sumt þarf að leggja á minnið! Kjarnafæði er hætt að koma inn á mitt heimili, það er alveg á hreinu.
Skrifa ummæli