HA???? Hefur fólk ekkert fyrir því að kynna sér málin? Aldrei myndi mér detta í hug að skrifa svona um önnur félög án þess að tékka á heimildum og vera viss um að ég færi með rétt mál. Þetta er svo langt út fyrir allt sem félagið hefur gert að það er með ólíkindum að manneskjan skuli láta þetta frá sér.... Búin að senda henni póst og biðja hana annaðhvort um að lagfæra þetta eða finna staðfestar heimildir fyrir því sem hún skrifaði - sem hún mun auðvitað ekki finna.Á Íslandi er femínismi oft tengdur aðgerðum félaga á borð við Femínistafélag Íslands. Hefur það m.a. að markmiði sínu að auka femíníska og gagnrýna umræðu á öllum sviðum þjóðlífsins ásamt því að vinna að jafnrétti kynjanna. (Ok - so far so good) Að mati þeirra eru jákvæð mismunun og kynjakvótar til þess fallin að ná markmiði um jafnrétti. Þá hefur hugmyndum verið skotið á loft sem lúta að því að minnka möguleika karla til setu í stjórnum fyrirtækja til að ná fram jafnrétti. Sú umræða snýst í raun um misréttisbaráttu en ekki jafnréttisbaráttu.
miðvikudagur, júní 21, 2006
HA?
Á Deiglunni er núna pistill um jafnrétti og femínisma. Þar segir meðal annars:
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
3 ummæli:
Kræst! Þessi grein hennar er uppfull af rugli og helberum lygum. Ég ætla rétt að vona að þessu verði breytt.
já, sorglegt. Þessi á tíkinni http://www.tikin.is/?ew_news_onlyarea=content1&ew_news_onlyposition=1001&cat_id=20827&ew_1001_a_id=212213 er líka alveg frábær!
jamm þessi er líka "skemmtileg" - en ef þetta er greinin sem ég held þá flokkast hún sem skoðanaágreiningur á meðan í hinni eru helberar lygar...
Verð líka að bæta því við að mér finnst vísunin í i-feminisma alltaf jafn fyndin. Strákarnir sem flippuðu yfir Draumi Gyðu um að hópur kvenna dreymdi um að safnast saman og horfa hvössum augum á nauðgara... þetta fór alveg með þá. Þeir bentu á að i-feminism leiðin væri mun betri - sem sagt að berjast fyrir því að allar konur geti gengið með byssu á sér... Niðurstaðan: ekki horfa - bara skjóta!
Skrifa ummæli