Við höfum nú lokið við að mála alla gluggana á húsinu að utan!!! Tekið er á móti hamingjuóskum í kommentakerfinu. Einn girðingarstaur er líka orðinn fallega mahónílitaður og þá er bara restin eftir - og þakkannturinn. Gaman gaman :)
Annars held ég að fríið mitt sé búið þó ég sé í fríi til 1. sept. Note to self - fara fyrr í frí.... Við erum samt búin að hafa það fínt. Fórum í sumarbústað í Munaðarnesi (þar sem ég náði í kvef. Fórum líka í bústað í Kjósinni. Það var ansi ljúft. Ákváðum að gerast dugleg síðasta daginn og slógum grasið. Kipptum svo grindinni úr grillinu með heim til að þrífa hana. Það vakti mikla hrifningu hjá litla bróður helgina á eftir þegar hann fór í bústaðinn með alla fjölskylduna og uppgötvaði um kvöldmatarleitið að það var engin grind í grillinu.... En þá vorum við komin í gott yfirlæti út í Hrísey þar sem var stjanað þvílíkt við okkur að ég er orðin ennþá meira dekurdýr en ég var - og mátti nú eiginlega ekki við því. Í Hrísey var þvílík bongóblíða að við nenntum eiginlega ekki að gera neitt. Fórum í göngutúra á kvöldin þegar hitastigið var orðið hæfilegt. Skelltum okkur einu sinni á sjóinn. Veiddum ekkert en ég afrekaði að búa til stærsta marblett sem ég hef á ævinni fengið. Hann er mjög fallegur á litinn. Í Hrísey fengum við sólþurrkaðan saltfisk, heimatilbúinn. Þvílíkt góðgæti. Besti saltfiskur sem ég hef fengið og ekki spillir fyrir að við vorum aðeins með puttana í sólþurrkuninni.
Hríseyarferðirnar eru alltaf fyrirtaks jarðtenging. Þar fáum við tengingu við söguna og lífið í gamla daga. Þá föttum við (eina ferðina enn) hvað það er ótrúlega stutt síðan allt var öðruvísi. Einhvern veginn er til dæmis erfitt að ímynda sér hvernig lífið var áður en klósett komu til sögunnar... En það er víst ekki svo langt síðan. Við erum strax byrjuð að hlakka til að fara aftur næsta sumar :)
mánudagur, ágúst 28, 2006
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli