Horfði á The L-Word í gærkvöldi. Mér skilst að þessir þættir séu ekki í uppáhaldi hjá lesbíum svona almennt, enda stútfullir af staðalímyndum og karllægum forsendum. Ég er á báðum áttum þegar kemur að þáttunum. Að hluta til er þetta stórt skref fram á við; sjónvarpsþáttur um lesbíur þar sem þeim leyfist að sýna hvor annarri blíðuhót. Á hinn bóginn gengur þátturinn fulllangt í ástarsenunum og minnir frekar á "lesbíuklám" sem er framleitt fyrir gagnkynhneigða karlmenn frekar en nokkuð annað. Þetta dregur töluvert úr þeim árangri sem þættirnir gætu annars hafa náð. Nokkurs konar eins og karlaveldið hafi gefið leyfi "já þið megið en bara ef það verður fullt af sætum stelpum að stunda kynlíf sem við getum dundað okkur við að horfa á.... Nennum auðvitað ekki að horfa á einhverjar lesbíur nema þær séu naktar að kyssa hvor aðra..."
Þess vegna varð ég svolítið hissa að sjá Gloriu Steinem í þættinum í gær. Hún lék sjálfa sig snilldarvel, að sjálfsögðu. Þegar leið á þáttinn kom kannski betur í ljós hvers vegna hún var þarna en það var sýnt frá henni í ræðustól - að blammera Bush... Aha pólitískur áróður beint í æð - greinilega femíníski vinkill þáttarins að skína í gegn þarna.
mánudagur, ágúst 07, 2006
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
5 ummæli:
Nú er ég alveg hættur að átta mig á þessum L-Word þáttum. Ég hélt alltaf að þessir þættir væru bara fyrir Lesbíur. Svo heyrði ég að þessir þættir væru meðal vinsælustu þátta á landinu. Svo heyri ég það hér að lesbíur eru ekki hrifnar af þættinum. Nú hef ég það frá nánast öllum kk vinum mínum og öllum kk vinnufélugum mínum að þetta sé sá þáttur sem þeir þola hvað síst. Ég er alveg með þeim á því. Þetta er alltof, alltof mikið drama fyrir minn smekk og alltof, alltof artý fyrir minn smekk. Meira segja sumarstarfsmennirnir sem eru 17-19 ára og tala vart um annað en stelpur og klám eru sammála mér. Ekki einusinni allt lesbian actionið er dugir til að fá þá til að fylgjast með.
Þá sit ég uppi með að markhópur þáttana sé gagnkynhneygðar stelpur.
Það skyldi þó aldrei vera??? Væri gaman að komast að því hvernig áhorfendaskarinn skiptist.
ég hef séð brot úr einum þætti og fannst þetta svo ýkt. Og ofboðsleg staðalmynd að konur séu svo flóknar og illskiljanlegar að það fer allt í steik þegar þær eru saman.
Strákarnir í minni vinnu, sem eru á þrítugsaldri, segjast hafa mjög gaman að the L-word. Þó kvarta þeir yfir að það séu of fá og of löng kynlífsatriði. Þeir vilja fleiri og styttri (?). Ég hef lítið heyrt þá tala um söguþráðinn.
Kjaftfor fjallar um L-Word í sínu fyrsta tölublaði. Ég er búin að fá eintak í hendurnar en á eftir að lesa hvað þær skrifuðu um L-Word... hlakka til :)
Skrifa ummæli