Er lítið í tölvunni þessa dagana - er komin í 50% frí og framkvæmdir á húsinu ofarlega á blaði. Fíni sófinn kominn í gagnið eftir að Húsgagnahöllinn sendi loksins mann á þriðjudaginn til að setja hann saman (ég byrjaði að hringja í þau á fimmtudeginum...). En sófinn er frábær og stendur fyrir sínu. Allt annað líf að horfa á sjónvarpið núna :) Gerði heiðarlega tilraun til að horfa á Rockstar í beinni í gærkvöldi. Það mistókst vegna bilunar í gervihnattasambandi við USA. En Magni virðist vera nokkuð safe með að vera ekki sendur heim á næstunni. Annars vorum við að tala um þetta í gærkvöldi í afmæli hjá litla bróður - er ekki hinn raunverulegi sigurveigari sá sem lendir í öðru sæti??? Vill einhver í alvörunni vera í hljómsveit með Tommy Lee?
Náðum að nýta sólardagana 2 til að mála megnið af gluggunum á húsinu. Enn eru eftir 5 litlir gluggar, hringglugginn og 2 stórir gluggar. Vona að það kom sól aftur fljótlega svo við getum klárað. Húsið hálf skondið í augnablikinu með mislitum gluggum! Svo er bara þakkannturinn eftir og að bera á útihurðarnar og þá er viðhaldið búið og framkvæmdir við áframhaldandi byggingu geta haldið áfram... :) Eins og segi alltaf - þetta er 10 ára plan.
Er að reyna að vera í fríi frá öllu öðru en það gengur illa. Allt of margt í gangi og ég vil auðvitað ekki missa af neinu :) Karlahópurinn á leið til Eyja með Nei átakið. Djö... standa þeir sig vel. Svo er auðvitað koma Chippendales sem vekur mikla athygli og umræðu. Svo er tekjublað Frjálsrar verslunar, aukin tekjumunur o.s.frv. o.s.frv. Af nógu að taka!
Svo vona ég að Betan fari að koma í bæinn. Hrikalegt að vera skilin eftir ein og yfirgefin í bænum í langan langan tíma! Sóley reyndar bjargaði málum með því að koma til landsins í júlí en nú er hún farin aftur :( Skil ekki af hverju fyrirmyndarfemínistarnir geti ekki bara verið alltaf á landinu - og í Reykjavík...
fimmtudagur, ágúst 03, 2006
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
3 ummæli:
Hei, það er fullt af okkur á landinu :Þ
Já mikið rétt :) Sem betur fer. Ég er bara haldin einni af dauðasyndunum 7 - græðgi! Come to think of it... kannski ég sé haldin fleiri en einni :-/
Ég var ekki nógu dugleg að dreifa plakötum karlahópsins sökum minnisbrests en það hangir amk. uppi í "Kaupfélaginu", gisti- og veitingahúsi á Bíldudal.
Skrifa ummæli