föstudagur, ágúst 04, 2006

Kárahnjúkar

Það er afar áhugavert að fylgjast með fréttaflutningi af "mótmælum" við Kárahnjúka og umræðum á póstlista náttúrverndarsinna. Ég hitti til dæmis eina stelpu um daginn sem var að lýsa stemningunni upp á Kárahnjúkum þar sem allir voru voða jollý í gönguferðum um svæðið og í jóga og hugleiðslu þess á milli. Af fréttum að dæma eru þetta hins vegar stórhættulegt fólk, víkingasveitin í viðbragðsstöðu, löggan með auka mannafla og mikinn viðbúnað, beitir fólk harðræði við handtökur, lokar leiðum og gerir mat upptækan. Áhrif fjölmiðla sem fjórða valdsins koma berlega í ljós þegar fréttaflutningurinn er skoðaður því allt sem heitir einhver ólæti, viðbúnaður lögreglu og þess háttar er hypað upp og hitt er vart sýnilegt. Toppurinn kannski að segja að engir mótmælendur hafi verið á tónleikum Sigur Rósar... Ætli það hafi þá ekki bara allt verið starfsmenn Landsvirkjunar??? Eða hvað ætli fólkið hafi annars verið að gera á þessum slóðum í skipulögðum gönguferðum???

Skilaboðin eru allavega mjög einhliða - best fyrir þegnana að halda KJ og vera ekki að skipta sér of mikið af... þannig virkar lýðræðið best.

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Fréttaflutningurinn er ótrúlegur en enn ótrúlegri er þó hegðun lögreglunnar! Það er ótrúlegt að fullorðið fólk sem starfar við að halda öllum góðum geri í því að espa fólk upp og leita í eignum þeirra! Víkingasveitin í viðbragðsstöðu: Hlægilegt og sorglegt...

Nafnlaus sagði...

Já, þetta er algjörlega sitt hvor sagan sem kona heyrir frá lögreglu annars vegar og mótmælendum hins vegar.

ErlaHlyns

katrín anna sagði...

Löggan lét hafa eftir sér að það væri bannað að mótmæla - og að þess vegna þyrfti að stöðva mótmælin! Eins gott að við höfum svona öfluga löggæslu á Austurlandi(!) Ætli við getum ekki fengið hana næst í bæinn til að veita súlustöðunum sömu meðferð???? :-þ

kókó sagði...

Huxa hvað ...