Mál Valgerðar Sverrisdóttur hefur valdið mér nokkrum heilabrotum. Hegðun hennar í sambandi við skýrslu Gríms Björnssonar er í engu samræmi við hennar ábyrgð. Auðvitað átti hún að leggja skýrsluna fyrir þingið. Það er allt of ódýrt að segja að niðurstöður hans hafi verið hraktar á fundi með hagsmunaaðilum og því hafi skýrslan ekki komið málinu við. Við fáum víst aldrei að vita hvort að niðurstaðan varðandi Káranhnjúkavirkjun hefði orðið öðruvísi hefðu þingmenn fengið að sjá skýrsluna og efasemdirnar um Kárahnjúkavirkjun áður en þeir greiddu atvkæði með virkuninni. Það er auðvelt að detta ofan í "hvað ef..." og láta sig dreyma.
Í raun finnst mér afglöp hennar það alvarleg að það er ástæða til að íhuga að hún segi af sér. En - og það er alltaf en. Halldór og Dabbi brutu líka gróflega af sér þegar þeir samþykktu Íraksstríðið. Ekki þurftu þeir að segja af sér. Árni Magnússon braut líka af sér. Ekki þurfti hann að segja af sér. Hann hætti að vísu - en af allt öðrum ástæðum. Björn Bjarnason hefur brotið lög. Ekki hefur hann sagt af sér. Valgerður braut ekki lög - en brást trausti og hélt aftur af upplýsingum sem hefðu getað haft úrslitaáhrif. Og þá kemur kynið við sögu. Fyrst karlarnir þurfa ekki að segja af sér, sama hvað þeir gera af sér, af hverju á konan þá að segja af sér? Það er þekkt í gegnum tíðina að konur í stjórnmálum eru dæmdar harðar en karlar og þurfa að segja af sér fyrir minni sakir. Þess vegna hiksta ég á Valgerðar málinu. Tel að þetta sé alveg afsagnarsök - en ekki sú fyrsta í þessari stjórn og þar sem hin afglöpin leiddu ekki til afsagnar finnst mér óhæft að konan sé látin fjúka. Afsökunarbeiðni finnst mér líka of mátlaus. Sem málamiðlun væri ég sátt við að frestað yrði að hleypa vatni á lónið þar til óháðir sérfræðingar hafi gert áhættumat - og að stjórnarandstaðan fái að velja hvaða sérfræðingar eru óháðir... Segir sig svo kannski sjálft en ég stóla líka á að Dóri, Valgerður og Björn Bjarna bjóði sig ekki fram í vor!
þriðjudagur, ágúst 29, 2006
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
5 ummæli:
Maður veltir fyrir sér hvort ekki sé hægt að horfa á málið með öðrum kynjagleraugum. Hvað ef Valgerður segði af sér? Væri þá ekki hægt að horfa svo á hlutina að þegar karlmenn gera mistök í stjórnmálum sökkva þeir sér bara dýpra í ráðherrastólinn, en þegar kona gerir mistök er hún tilbúinn að taka afleiðingum gjörða sinna og víkja? Væri það ekki líka sterkur leikur. Þá myndi almenningur kannski vellta því fyrir sér hvort atkvæði þeirra væri ekki betur varið hjá því kyninu sem er tilbúinn að taka ábyrgð á starfi sínu.
Bara hugmynd.
já, líklegt... ef kona segir af sér þá verður sennilega hugsað: ómögulegt að kjósa þessar konur, þær taka aldrei ábyrgð á neinu!
Skemmtilegar vangaveltur að vanda hjá þér, Kata. Bara eitt komment, Árni ÞURFTI ekki að segja af sér, frekar en Dabbi og Dóri, en þeir HEFÐU allir átt að gera það.
Við höfum rætt þetta áður og þú átt góðan pistil sem á vel við hér. Góð tillaga að málamiðlun!
Ef litið er til landanna í kringum okkur þá sést að konur eru að gera nákvæmlega þetta - segja af sér fyrir mun minni sakir en karlmenn segja af sér fyrir. Það þýðir að konur afsala sér sínum völdum og tapa þeim þar með - oft í hendur karla. This is not fair - og ætti ekki að vera svona. Það á ekki að setja þá byrði á konur að vera samviska heimsins og á sama tíma leyfa körlum að vera samviskuleysi heimsins. Gengur ekki upp en er gegnumgangandi stef í mannkynssögunni. Er því sammála byltingarsinnanum í þessu máli! Og ekki í fyrsta skipti...
Ætla konurnar enn og aftur að spila eftir þeim leikreglum sem karlmenn setja? :) (bara spaug)
Nei - bara ef hún segir af sér! ;)
Skrifa ummæli