föstudagur, september 01, 2006

Síðasti frídagurinn

Um daginn tókst mér að brenna mig þrisvar við að elda einn lítinn kjúkling. Er ekki rökrétt að draga þá ályktun af því að eldamennska sé ekki kvenmannsverk?

Var annars einstaklega heppin í dag. Ákvað að skilja kreditkortið mitt eftir á bílaplaninu fyrir utan Odda og viti menn - það var enn á sínum stað 2 tímum seinna!

Hvað finnst ykkur um uppreisn æru Árna? Ég er enn ekki að skilja af hverju ekki var beðið eftir forsetanum. Það lúkkar einhvern veginn svo hrikalega illa þegar 2 af 3 æruhreinsurum eru háttsett í flokknum hans Árna...

Í dag var annars síðasti dagurinn af fríinu. Mínu lauk eiginlega fyrir viku þegar við komum heim úr Hrísey en við erum samt búin að ná að gera slatta í húsinu þessa vikuna. Þó ekki nóg og vonandi kemur enginn í heimsókn því við erum að endurraða í geymslukössunum - sem þýðir auðvitað að fyrst þurfti að dreifa öllu dótinu í tröppurnar og athuga hvort ekki væri hægt að dúkaleggja gólfið á neðri hæðinni með því. Það tókst ljómandi vel en ekki er það komið inn í geymslu svo aðkoman er falleg!

Og að lokum ein uppljóstrun - Hittið verður í næstu viku! Þriðjudagskvöldið :) Sjáumst þá.

Engin ummæli: